Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 3
*4fr6f¥- l/i£ Velkomin á 10. sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Islands! Kæru félagar, kollegar, læknanemar, stuðningsaðilar og aðrir gestir Það er okkur sérstök ánægja að bjóða ykkur velkomin á 10. sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Islands. Þingið er haldið á Hilton Reykjavík Nordica Hótel og stendur í tvo daga, 11.-12. apríl. Reyndar hefst óformleg dagskrá þegar að kvöldi 10. aprfl, haldinn verður fyrirlestur um nýj- ungar í öndunarvélarmeðferð. Að vanda hefur mikil vinna verið lögð í undirbúning þingsins. Auk stjórna félaganna hefur ráðstefnufyrirtækið Congress Reykjavík nú í annað sinn haft með höndum skipulag þess. Samstarfið við Congress Reykjavík hefur verið sérlega ánægjulegt og tókst þinghaldið í fyrra með miklum ágætum. Er það von okkar að jafn vel takist til í ár og að stjórnir félaganna séu á réttri leið með uppbyggingu þess. Líkt og í fyrra eru þátttakendur beðnir að skrá sig á www.congress.is Skráningargjaldi er stillt í hóf (2000 kr) og eru læknanemar, ung- og deildarlæknar auk hjúkrunarfræðinga undanþegnir gjaldinu. Margir koma að skipulagningu dagskráratriða á þinginu og hefur það verið markmið beggja félaga að hafa dagskrána fjölbreytta til að tryggja að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Styrktaraðilar munu eins og áður skapa glæsilega umgjörð um þingið og verður boðið upp á sýningu á ýmsum nýjungum innan skurð-, gjörgæslu- og svæfingalækninga. Við opnun þingsins mun landlæknir ávarpa þinggesti að venju og síðan verður fjöldi mál- þinga og fyrirlestra, m.a. um upphafsmeðferð fjölslasaðra, enduruppbyggingaraðgerðir á höfði og hálsi, sýkingar eftir bæklunaraðgerðir, afleiðingar hækkaðs þrýstings í kviðarholi, meðferð með hjarta- og lungnavél, hvemig tryggja eigi erfiðaðan öndunarveg og loks þróun aðgerða við offitu og svæfingar offitusjúklinga. í langflestum tilvikum munu erlendir fyrirlesarar leiða mál- þingin og hefur alls 10 fyrirlesurum verið boðið til landsins af þessu tilefni. Mikilvægasti þáttur þingsins og þungamiðja er kynning á vísindaerindum sem eru 58 tals- ins. Besta erindi ungs vísindamanns mun keppa til veglegra verðlauna á laugardeginum en sérstök vísindanefnd félaganna hafði með höndum það erfiða verkefni að velja sex bestu erindi unglæknis eða læknanema sem send voru inn á þingið. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta erindið sem ekki var valið í hóp áðumefndra sex erinda og loks verða verðlaun fyrir besta vegg- spjaldið. í ár verður sú nýbreytni að höfundar veggspjalda stíga á pall og kynna rannsókn sína með tveggja mínútna erindi en veggspjöldin verða einnig hengd upp á þinginu. Þinginu lýkur á laugardagskvöld með hátíðarkvöldverði á DómóBar. Þar verður meðal ann- ars boðið upp á fordrykk, þríréttaðan hátíðarmatseðil og lifandi tónlist. Að loknum kvöldverði verður dansleikur (upp úr kl. 22) og hafa félögin boðið unglæknum og læknanemum á 4-6. ári að taka þátt. Þetta var gert í fyrra og þótti takast með ágætum, en hugmyndin að tengja saman (utan skurðstofu og gjörgæslu) eldri, yngri og verðandi kollega. Fyrir hönd Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og Skurðlæknafélags íslands viljum við sérstaklega þakka öllum þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrkt hafa þingið í ár. An stuðn- ings þessara fyrirtækja hefði aldrei verið hægt að skipuleggja þing að þessari stærðargráðu þar sem vísindi og fræðsla eru höfð í fyrirrúmi. Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri fær þakkir fyrir frábær störf við skipulagningu vísindahluta þingsins, einnig Læknafélagið og starfsfólk Læknablaðsins fyrir ómetanlega aðstoð. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www.laeknabladid.is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag fslands Læknafélag Reykjavíkur Símar 564 4104 - 564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Margrét Árnadóttir Tómas Guðbjartsson Póra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 400 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né i heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Gutenberg ehf. Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Stjórn Skurðlæknafélags Islands Tómas Guðbjartsson, formaður Helgi H. Sigurðsson, varaformaður Þorvaldur Jónsson, ritari Fritz Bemdsen, gjaldkeri Hulda Brá Magnadóttir, meðstjómandi Ritari þingsins Gunnhildur Jóhannsdóttir Stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands Sigurbergur Kárason, formaður Felix Valsson, varaformaður Hildur Tómasdóttir, ritari Kári Hreinsson, gjaldkeri Guðmundur Klemenzson, meðstjómandi Forsíðurmynd: Valtýr Bjamason svæfingalæknir hugar að sjúklingi á Landspítala. Myndina tók Andrés Kolbeinsson Ijósmyndari árið 1958. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. ISSN: 0254-1394 LÆKNAblaðið 2008/94 3

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.