Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 29
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 ekki lifðu meðferðina. Tveir sjúklingar hlutu alvarlegar blæð- ingar sem að hluta til mátti rekja til blóðþynningar í tengslum við meðferðina. Annars tengdist dánarorsök þeirra sem lét- ust undirliggjandi sjúkdómsástandi og var ekki rakin beint til ECMO meðferðarinnar. Ályktun: Árangur af notkun ECMO-dælu á íslandi telst vera góður og stenst vel erlendan samanburð. Helmingur sjúkling- anna hér á landi lifir af meðferðina, svipað fyrir sjúklinga með hjarta- og limgnabilun. Yngri sjúklingum virðast famast heldur betur og þeim sem eru stutt í öndunarvél áður en ECMO-dælu- meðferð er hafin. í öllum tilvikum var ECMO-dæla síðasta meðferðarúrræði og telja höfundar að án dælunnar hefðu þeir allir látist. Við teljum því að þessi meðferð hafi sannað sig hér á landi. V-19 Kviðarholsháþrýstiheilkenni í kjölfar ECMO meðferð- ar eftir bráða ósæðarlokuskiptaaðgerð Haraldur Már Guðnason’, Guðjón Birgisson2, Alma Möller3-4, Kári Hreinsson’, Helgi K. Sigurðsson2, Tómas Guðbjartsson’-4 'Hjarta og lungnaskurðdeild, 2skurðlækningadeild, 3svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítala, ’læknadeild HÍ harmagu<Slandspitali. is Inngangur: Kviðarholsháþrýstiheilkenni (Abdominal Compart- ment Syndrome, ACS) er skilgreint sem kviðarholsþrýstingur >20 mmH,0 og einkennist af skertu blóðflæði til hjarta, lungna og líffæra í kviðarholi. Heilkennið sést oft á gjörgæslu, sér- staklega hjá sjúklingum með kviðarholsáverka og eftir stórar kviðarholsaðgerðir. í alvarlegum tilfellum er dánarhlutfall mjög hátt (>50%). Hér er greint frá tilfelli af alvarlegu ACS í kjölfar bráðrar hjartaaðgerðar. Tilfelli: 46 ára kona með þekkta ósæðarlokuþrengingu kom á bráðamóttöku þar sem hún fór endurtekið í hjartastopp sem ekki svaraði rafstuði eða hjartahnoði. Hún var færð beint á skurðstofu, hjartað hnoðað beint og með aðstoð hjarta- og lungnavélar var skipt um ósæðarloku. í aðgerðinni, sem tók 18 klst., var dæluvirkni hjartans afar léleg (stone heart) og varð því að hvíla hjartað með því að koma fyrir ECMO-dælu úr hægri gátt yfir í ósæð sjúklings. Nokkrum klst. eftir að ECMO-meðferð var hafin þandist kviður sjúklings upp og mældist þrýstingur í þvagblöðru 27 mmH20. Kviðarholið var opnað og lækkaði þrýstingurinn strax í eðlileg gildi. Kviðurinn var skilinn eftir opinn í sólarhring og síðan lokað með sárasogsvampi (VAC). ECMO-meðferðin tók alls 8 daga og fór sjúklingur í fjölkerfa- biltm þar sem blóðstorkuvandamál (DIC), nýma-, lifrar- og önd- unarbilun (ARDS) voru mest áberandi. Hún greindist einnig með sýklasótt og þurfti háa skammta af æðaherpandi lyfjum til að halda uppi blóðþrýstingi. í kjölfarið greindist hjá henni drep í maga og görnum og þurfti að nema á brott þriðjung magans. Sárasogsvampi var beitt áfram og smám saman var hægt að draga saman opið á kviðarholinu. Fjölkerfabilun gekk til baka og útskrifaðist hún á legudeild eftir 108 daga á gjör- gæslu. Heildarblæðing var 44 lítrar og hefur hún samtals gengist undir 38 skurðaðgerðir, flestar á kviðarholi. Fjórum mánuðum frá upphaflegu hjartaaðgerðinni er hún á góðum batavegi og innan skamms er fyrirhugað að loka kviðarholinu að fullu með skurðaðgerð. Umræða: Kviðarholsháþrýstiheilkenni er lífshættulegt fyrir- bæri sem mikilvægt er að hafa í huga hjá gjörgæslusjúklingum. Auðvelt er að greina það með þrýstimælingu í þvagblöðru og meðferð felst í að opna kviðarholið og létta þannig á þrýsting- num. I þessu tilfelli voru orsakir heilkennisins sennilega marg- þættar, m.a. bjúgur í gömum vegna langrar hjartaaðgerðar og ECMO-meðferðar, mikil notkun æðaherpandi lyfja og blæðingar í aftanskinurými. LÆKNAblaSið 2008/94 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.