Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Blaðsíða 44
Gunnar Guðmundsson heiðursfélagi Ta ugalæknafélags íslands. Fyrsti heiðursfélagi Taugalæknafélags íslands, Charles Marcel Poser. Lennart Grimby heiðursfélagi Taugalæknafélags íslands. leiðbeindi þeim Grétari Guðmundssyni, Torfa Magnússyni, Finnboga Jakobssyni, Hauki Hjalta- syni og Snjólaugu Arnardóttur í sérnámi í taugalækningum á sömu stofnun. A fundi í Taugalæknafélaginu var ákveðið að bjóða Lennart Grimby til íslands til að taka á móti heiðursskjali og þáði hann boðið.25 Á aðalfundi Taugalæknafélagsins sem haldinn var í byrjun maí 1998 var tillaga að kjöri tveggja heiðursfélaga samþykkt, þ.e. Lennarts Grimby og Gunnars Guðmundssonar. Sæma átti Gunnar Guðmundsson taugalækni sæmdarheitinu, heiðursfélagi fyrir að hafa verið öflugur fræðimaður og „lærimeistari stórs hóps læknanema og unglækna í greininni".25 Þá hafði Gunnar ritað fjölda greina sem birtar voru í innlendum og erlendum fræðiritum.25 Á hátíðarfundi í Taugalæknafélaginu 16. september 1998, í gyllta salnum á Hótel Borg, voru Gunnar Guðmundsson og Lennart Grimby sæmdir heiðursnafnbót Taugalæknafélags Islands og tóku þeir á móti heiðursskjali félagsins.25 Konur í hópi taugalækna og barnataugalækna Samkvæmt læknaskrá landlæknisembættisins í upphafi árs 2010 eru 27 læknar með sérfræðileyfi í taugalækningum, 7 konur og 20 karlar.45 Ekki hefur verið gerð rannsókn á því af hverju fleiri karlar velja taugalækningar en konur en skýringar gætu verið á þá leið, eins og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir taugalæknir orðaði það, „að sérgreinavinna og akademía hafi verið of krefjandi fyrir starfsframann og barneignir".155 Þrír karlkyns læknar hafa sér- fræðileyfi í klínískri taugalífeðlisfræði, engin kona. Aðeins einn karlkyns taugalæknir hefur sérfræðileyfi í taugameinafræði, en engin kona. Tvær konur og tveir karlar hafa sérfræði-leyfi í barnataugalækningum sem er ein undirgrein barnalækninga. Kynjahlutfall í barnatauga- lækningum er því jafnt á íslandi. Þrír karlar hafa sérfræðileyfi í einni undirgrein geislagreiningar, þ.e. myndgreiningu taugakerfis. Einn karl hefur sérfræðileyfi í líffærafræði taugakerfis. Tveir karlar hafa sérfræðileyfi í tauga- og geðlækningum en það sérfræðiheiti hefur fyrir löngu verð lagt af.45 Fyrst kvenna til að hljóta sérfræðileyfi í taugalækningum á íslandi er Sigurlaug Svein- björnsdóttir. Hún hlaut sérfræðileyfi 2. febrúar 1994. Sigurlaug er einnig fyrsta konan sem gengur í Taugalæknafélag Islands og 1998 varð hún fyrsta konan til að gegna formennsku í félaginu. Hún var formaður félagsins á árunum 1998 til 2001 en hafði áður gegnt starfi ritara.25'2S'155 Næsta kona til að hljóta sérfræðiviðurkenn- ingu í taugalækningum á íslandi er Guðrún Rósa Sigurðardóttir. Flún hlaut sérfræðileyfi sama ár og Sigurlaug 20. júlí 1994. Guðrún Rósa er fyrst íslenskra kvenna til að ljúka sérnámi í taugalækningum. Þann 26. mars 1990 fékk hún sérfræðileyfi í taugalækningum í Svíþjóð og í apríl sama ár hóf hún að starfa sem sérfræðingur í taugalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi.28 Þriðja konan sem hlýtur sérfræðiviðurkenningu í taugalækningum er Ólöf Halldóra Bjarnadóttir. Hún hefur sérfræðiviðurkenningu í tveimur aðalgreinum læknisfræði, þ.e. orku- og endur- 44 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.