Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 17 Tekjur Bolungarvíkur úr Jöfnunarsjóði lækka um 26% Gert er ráð fyrir að A-hluti bæj- arsjóðs Bolungarvíkur skili 5,4 milljóna króna hagnaði sam- kvæmt frumvarpi að fjárhags- áætlun sem lagt var fram til fyrri umræðu fyrir helgi. Reiknað er með að sami hagnaður 5,4 millj- óna kr. verði af rekstri A- og B hluta samstæðunnar en með óreglulegum tekjum í B-hluta er reiknað með að hagnaður sam- stæðunnar verði 78,4 milljónir kr. „Í þessari útgáfu áætlunar- innar er ekki reiknað með tekjum og gjöldum vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfé- laga um áramót, en mikil vinna hefur verið innt af hendi af starfs- mönnum, velferðarráði og fleir- um vegna yfirfærslunnar. Upp- lýsingar um væntanlega þjón- ustuþörf liggja nú fyrir og verður hægt að setja fram áætlun fyrir bæði tekjur og kostnað vegna málaflokksins fyrir síðari um- ræðu um fjárhagsáætlun. Í raun er því verið að gera ráð fyrir því hér að tekjur vegna málaflokks- ins séu jafnar útgjöldum,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri Bol- ungarvíkur í stefnuræðu sinni. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur, þar með taldar tekjur úr Jöfnunarsjóði, verði 407 milljónir kr í samanburði við 455 milljónir árið á undan. Þær drag- ast því saman um 11%. Munar þar mest um áætlaða lækkun tekna úr Jöfnunarsjóði, en áætluð lækkun frá fjárhagsáætlun fyrra árs er 32 milljónir kr. eða 25%. Þjónustutekjur verða sam- kvæmt áætluninni 205 milljónir kr. og hækka um 5,5 milljónir kr. frá áætlun 2010. Veltufé frá rekstri A-hluta er 39,4 milljónir kr. en 58 milljónir kr. frá rekstri samstæðunnar. Gert er ráð fyrir að fjárfest sé fyrir 88 milljónir kr. á árinu og munar þar mest um fjárfestingu í snjóflóðavörnum 50 milljónir. Reiknað er með að skuldir og skuldbindingar sam- stæðunnar verði 1.001,9 milljónir kr. í árslok 2011, en þær voru 1.116 milljónir í árslok 2009. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að útsvarsprósenta ársins 2011 verði 13,28% sem er lögbundið hámark. Á árinu 2010 var útsvar- ið 13,94%, vegna 5% álags á útsvar. Gert er ráð fyrir að út- svarstekjur ársins verði 289 m.kr. samanborið við 297 m.kr. í áætlun 2010. Reiknað er með að tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði 89 milljónir kr. á árinu 2011, en áætlun ársins 2010 gerði ráð fyrir 121 milljóna kr. lækkun á milli ára en er því 32 milljónir kr. eða um 26%. Fasteignaskattur á íbúðarhús- næði (A) er 0,5% af fasteignamati húss og lóðar. Fasteignaskattur á opinbert húsnæði í eigu ríkisins (B) og aðrar fasteignir (C) er 1,32% af fasteignamati húss og lóðar. Vatnsgjald er 0,40% og holræsagjald 0,30% af fasteigna- mati húss og lóðar, en lóðarleiga 1% af fasteignamati lóðar fyrir íbúðarhús en 2% af fasteignamati lóðar fyrir aðrar lóðir. Sorp- hreinsigjald er 16.170 kr/íbúð og sorpeyðingargjald er 18.480 kr/ íbúð og hækka þau gjöld því um 5% á milli ára. Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll fast- eignagjöldin eru greidd fyrir 20. febrúar 2011. Sorphreinsi- og sorpeyðingarmálin eru nú til skoðunar og verður væntanlega farið í talsvert meiri flokkun á sorpi en nú tíðkast í sveitarfélag- inu, en með því má lækka kostnað við urðun eða brennslu. Engin hækkun er á gjaldskrá leikskóla, tónlistarskóla, heils- dagsskóla, mötuneyti og heima- þjónustu. „Öðrum gjaldskrár- hækkunum er mjög stillt í hóf, en dæmi um hækkanir eru af- leiddar hækkanir af orkusölu 14,6% hjá Bolungarvíkurhöfn, vegna hækkana frá Orkubúi Vestfjarða, aðrir liðir gjaldskrár Bolungarvíkurhafnar eru óbreytt- ir. Nýmæli í gjaldskrá hafnar- innar er að tekið er upp farþega- gjald fyrir 12 ára og eldri sem ferðast með farþegabátum,“ segir í stefnuræðunni. Vatnsveita, gatna- gerðargjöld og framkvæmdaleyfi hækka samkvæmt vísitölu bygg- ingarkostnaðar eða um 1%. Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar- innar tekur verulegum breyting- um, sérstaklega hvað varðar árs- kort í sund. Árskort í sund fyrir fullorðna lækka úr 31.250 kr. í 13.900 kr. Þá er tekin upp sú nýbreytni að bjóða upp á árskort í sund fyrir börn á aldrinum 7 til 18 ára sem kostar einungis 2.500 kr. Jafnframt hefur verið ákveðið að veita nemendum Grunnskóla Bolungarvíkur árskort í sund sem gjaldfært verður sem frístunda- styrkur. Þannig munu börn á grunnskólaaldri áfram fá frítt í sund, en árskort í sund fyrir ungl- inga á aldrinum 16 til 18 ára lækkar úr 31 þúsundi í 2.500 krónur. – thelma@bb.is Bolungarvík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.