Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 21

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 21 ann. Það var oft mikil stemmning hjá okkur félögunum og tónlistin krufin til mergjar.” – Þetta er mikill blómatími á Ísafirði og mikið í gangi? ,,Já. Næg atvinna og böllin flott og stór á þessum tíma sem ekki gerist um hverja helgi í dag. Lif- andi dansmúsík er almennt séð dálítið að hverfa. Á þessum tíma voru kannski böll á þremur stöð- um í bænum á einu og sama kvöldinu, Hnífsdal, Gúttó og Sjallanum og kannski fullt út úr dyrum alls staðar.” – Ykkar höfuðvígi var fyrir vestan þótt þið næðuð alveg í gegn um allt land? ,,Já, ræturnar voru þar. Ég man eftir því að við gerðum eitt sinn myndefni með ónefndum kvik- myndagerðarmanni og vorum að ræða það hvernig við ættum að kynna hljómsveitina. Hann sagði að við ættum alls ekki að nefna það að hljómsveitin væri að vest- an. Það gæti bara spillt fyrir. Landslagið hefur aldeilis breyst hvað þetta varðar. Mugison og margir fleiri sem eiga rætur úti á landi í tónlistinni skammast sín ekki fyrir það í dag og halda frekar uppruna sínum á lofti. Menn hafa síðustu ár verið að leita uppi afkimana í tónlist.” – Ég man líka eftir þér úr Menntaskólanum á Ísafirði. ,,Og ég eftir þér. Ég gleymi því ekki að það varst þú sem færðir mér þær fréttir að John Lennon hefði verið skotinn í New York árið 1980. Ég stóð á pall- inum í stiganum í gamla mennta- skólahúsinu [gamla barnaskólan- um] og sagði bara: „Nei, það getur ekki verið. Helvítis fífl get- urðu verið að ljúga þessu að okk- ur.” Ég var mikill aðdáandi Lenn- ons og Bítlanna. George Harrison var líka frábær lagasmiður og á margar perlur. Ég hef hins vegar ekki verið eins mikill aðdáandi Pauls McCartneys. Mín skólaganga var reyndar stórfurðuleg. Ég tók mér sjö ára frí áður en ég hóf nám í mennta- skóla. Í millitíðinni var ég bara í hljómsveitum og að vinna eitt- hvað. Ég vann t.d. í hljómplötu- deild Fálkans um tíma. Ég byrj- aði í Öldungadeild MH en fór síðan í MÍ og kláraði síðan stúd- entsprófið utanskóla þar.” – En svo kynnistu líka konunni þinni á Ísafirði, henni Örnu? ,,Ja, ég kynntist Örnu reyndar fyrst í New York. Það var þannig að bróðir minn Jóhann, var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Okla- homa í Bandaríkjunum. Rabbi sló til og ákvað að koma með mér til Bandaríkjanna að heim- sækja hann. Á sama tíma var útskriftarhópur frá MÍ á ferð í New York. Við Rabbi fórum til Oklahoma en ákváðum síðan að hitta þau í New York. Rabbi og Dedda [Friðgerður Guðmunds- dóttir eiginkona hans] voru þá orðin kærustupar. Þar kynnist ég Örnu en hún var í sama hóp.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.