Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 27

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 27 lýsti í viðtali við Bæjarins besta. Fjórir kokkar takast á „Það sem við erum að taka upp hér er fyrir sérstakan þátt sem verður sýndur á Channel 4 í janúar,“ sagði Blumenthal. Hann hóf sjónvarpsferil sinn á BBC á sínum tíma, en hefur síðan flutt sig yfir á sjónvarpsstöðina Chann- el4, sem sýnir þætti með fjölda stjörnukokka, svo sem þeim Jamie Oliver og Gordon Ramsay. Blumenthal hefur áður gert nokkrar þáttaraðir fyrir Channel 4, en sú þekktasta er væntanlega Heston’s Feasts, eða Veislur Hestons. Fyrri þáttaröðin var sýnd í fyrra en sú seinni nú í vor. „Í þáttunum leitaði ég mér innblásturs frá sögulegum upp- skriftum. Við bjuggum til veislur með rómversku þema, miðalda- veislu og veislu frá Tudor-árun- um,“ útskýrði Blumenthal. „Þættirnir fengu mjög góðar viðtökur, og seinni þáttaröðin, sem kom út núna í ár, var vin- sælasta matreiðsluþáttaröð síð- ustu ára. Þá vorum við svolítið nostalgísk og gerðum veislur í anda Willy Wonka og í anda ýmissa ævintýra, eins og húsið úr Hans og Grétu.“ Þátturinn sem sýndur verður í janúar er hins vegar með öðrum hætti. „Fjórir kokkar, sem sagt Jamie Oliver, Gordon Ramsay, Hugh Fearnly-Whittinstall og ég, fá það verkefni að gera einn þátt þar sem fiskur er í aðalhlutverki. Ég veit að Gordon ætlar að gera eitthvað um skelfisk, en ég ætla að gera sérstakan Feast-þátt. Ég mun elda fjögurra rétta veislu- máltíð fyrir sex fræga einstakl- inga, sem Channel 4 velur, og einn þeirra rétta verður með stein- bíti,“ sagði Blumenthal. Íslands. Við vildum varpa ljósi á hversu mikilvægar náttúruvænar og sjálfbærar veiðar eru, í stað þess að það sé mokveitt án þess að hugsa um afleiðingarnar,“ sagði Blumenthal. Hann fór sjálfur á steinbíts- veiðar, sem hann segir hafa tekist vel þrátt fyrir að hann sé alræmd- ur fyrir slæma veiðilukku. „Ég hef farið á veiðar áður fyrir þætt- ina, en ég er alveg hrikalega óheppinn, algjört ólukkudýr. Þetta var sem betur undantekning frá reglunni, þeim tókst að veiða allt sem þeir þurftu,“ sagði Blum- enthal, sem hélt til sjós með Hrefnu ÍS. „Við fórum snemma um morg- un og veiddum vel, en fiskarnir voru allir frekar litlir. Það góða við það var hins vegar að þá getur maður tekið þá upp, sem ég gerði, og ég fann hann hrein- lega reyna að bíta mig – ég fann hvað hann var sterkur. Sjómenn- irnir sögðu mér að maður geti ekki einu sinni snert þá stóru, þeir fari bara beint í dallinn,“ sagði Blumenthal. Sæbjúgnasamloka og þorskkaka Í anda tilraunastarfseminnar sem hann er svo frægur fyrir mun hann framreiða fjöldan allan af réttum. „Við ætlum að gera alls konar bilaða hluti,“ sagði hann og hló við. „Annar rétturinn á seðlinum verður eins konar síð- degiste. Í Bretlandi er mjög frægt fyrirtæki, Mr. Kipling, sem gerir alls konar kökur. Við ætlum að leika okkur með það og gera Batt- enberg köku úr laxi, Fondant Fancy köku úr krabba og Bake- well köku úr þorski,“ útskýrði Blumenthal, en kökurnar eru allar vel þekktar í Bretlandi. Hann hyggst sömuleiðis bjóða upp á gúrkusamloku með sæbjúga, sem heitir einmitt „sea cucumber“, eða sægúrka, á ensku. „Aðalrétturinn mun svo líta út eins og sandur en hljóma eins og sjórinn. Steinbíturinn verður hluti af þeim rétti. Það gæti verið að við látum matargestina snæða hann neðansjávar, í kafbáti. Þetta er allt frekar klikkað,“ sagði Blumenthal kíminn. Blumemthal var staddur á Tjöruhúsinu þegar blaðamaður náði tali af honum, þar sem hann og hjálparlið hans matreiddu afl- ann og prófuðu sig áfram. Næst á dagskrá var hins vegar ferð í Arnardal, þar sem hans beið víkingablót og veisla. „Ég hlakka til þess, mér skilst að ég fái hákarl þar,“ sagði Blumenthal, sem hafði þó áður fengið að gæða sér á íslenskum hákarli. Einn af und- irkokkum hans, eða Sous Chef, er hinn íslenski Stefán Cosser, sem færði Blumenthal eitt sinn íslenskan hákarl. Pylsurnar gómsætar Hákarl er þó ekki eini hefð- bundni íslenski maturinn sem Blumenthal hefur fengið að bragða á. „Við lentum í Reykja- vík og keyrðum vestur. Á leiðinni sagði Stefán mér að Ísland væri frægt fyrir pylsurnar sínar, og að ég yrði að smakka þær. Ég fékk mér pylsu, og hún var frábær – með lauknum og öllu, hún var gómsæt. Og á bátnum fékk ég að smakka kæsta skötu,“ bætti Blumenthal við og hryllti sig. „Ég gat það nú ekki alveg. Ég át hana, en hún var rosalega sterk. Ég var hins vegar hrifinn af þessu sem þið kallið svartadauða, brennivínið. Það kom mér á óvart, kúmenbragðið var mjög áhugavert,“ sagði Blumenthal. Á leið sinni vestur stoppaði ferðahópurinn á Galdrasýningu á Ströndum, þar sem Blumenthal fékk meðal annars að virða fyrir sér nábrækurnar frægu. „Það var frábært safn og við fengum líka að heyra gamlar sögur þarna, sem var mjög skemmtilegt. Um kvöldið fengum við svo einfalda máltíð, steinbít, ýsu, kartöflur og einhverja einfalda sósu með smá karríkeimi – þið eruð mjög hrifin af því, er það ekki? Svo fékk ég mér súrmjólk í morgunmat. Hún var ljúffeng, ég var mjög hrifinn af henni,“ sagði kokkurinn. Vildi geta verið lengur Blumenthal og förunautar hans dvöldu ekki lengi á Íslandi, nokk- uð sem matreiðslumeistarinn segir leiðinlegan fylgikvilla vinn- unnar. „Maður nær aldrei að stoppa almennilega á stöðunum sem maður fer á í tökum. Ég hef aldrei komið hingað áður. Það er mikið að gera hjá mér, en ég tel mig samt vera mjög heppinn. Ég fæ að gera þessa þætti og prófa alls konar hluti. Það er frábært,“ sagði Blumenthal, sem fagnaði því þó sömuleiðis að hafa fengið flug til Reykjavíkur í stað þess að aka sömu leið og hann kom. „Við höfum þá mögulega tíma til að fara í Bláa lónið áður en við höldum svo aftur til Englands,“ sagði matreiðslumeistarinn, sem var afar ánægður með dvölina á Íslandi. Nánari upplýsingar um Blum- enthal, matseld hans og tilrauna- starfsemi má til að mynda afla sér á heimasíðu veitingastaðar- ins, www.thefatduck.co.uk. – Sunna Dís Másdóttir. Vestfirsku miðin heilluðu Það er einmitt steinbíturinn sem er ástæðan fyrir komu sjón- varpsteymisins til Vestfjarða. „Steinbítur var veiddur í Bret- landi fyrir mörgum árum síðan, en er það ekki lengur. Þessi teg- und veiðist ekki hjá okkur. Við ákváðum þess vegna að koma hingað. Stærsti hluti þess fisks sem við kaupum í Bretlandi og veiddur er með sjálfbærum veið- um kemur líklega héðan, af mið- unum í kringum norðvesturhorn Blumenthal og Sveinbjörn Hjálmarsson á víkingablótinu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.