Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 7
Fjölmargar uppsagnir og tilfærslur innan Morgunblaðsins hafa átt sér stað undanfarna daga og þekkt nöfn í blaðamannaheiminum hafa fengið að taka pokann sinn. Hjörtur Gísla- son, fréttastjóri sjávarútvegsmála, Sigmundur Ó. Steinarsson, yfirmað- ur íþróttadeildarinnar, og Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaða- mannafélagsins, eru meðal þeirra. Þá hafa þrír aðalstjórnendur ritstjórn- arinnar, Björn Vignir Sigurpálsson fréttaritstjóri og aðstoðarfréttarit- stjórarnir Sigtryggur Sigtryggsson og Ágúst Ingi Jónsson verið færðir til. Heimildir DV herma að starfsfólk innan Árvakurs, sem rekur 24 stund- ir og Morgunblaðið, hafi alla síðustu viku búist við kveðjupóstum frá sam- starfsmönnum til margra ára. Eng- inn var öruggur um sitt starf. Í dag stígur Styrmir Gunnarsson upp úr ritstjórastóli Morgunblaðs- ins sökum aldurs og í hans stað sest Ólafur Stephensen. Áður fyrr var það talið með öruggasta starfi landsins fengi landinn vinnu á Morgunblað- inu. Þau sem voru ráðin voru ráðin fyrir lífstíð. Það er liðin tíð. Sjö ár að verða ritstjóri Styrmir Gunnarsson hóf störf á Morgunblaðinu 2. júní 1965, nánast um leið og hann var búinn með laga- nám úr Háskólanum. Hann átti að sjá um síðu Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem þá var í Morg- unblaðinu. Sjö árum síðar var hann orðinn ritstjóri. Hann fór að skrifa leiðara og Staksteina og kallaði ekki allt ömmu sína. Undir forystu Styrm- is hefur Morgunblaðið beitt sér í geð- heilbrigðismálum í landinu. Kona Styrmis, Sigrún Finnboga- dóttir, hefur átt við geðsjúkdóm að stríða og hefur Styrmir aldrei talað beint um veikindi konu sinnar en beitt sér fyrir betri aðbúnaði fyrir fólk með geðsjúkdóma. Baugsmálið Morgunblaðið hefur verið um- deilt vegna Baugsmálsins og fleiri mála. Styrmir hefur gjarnan ver- ið talinn valdamesti fjölmiðlamað- ur landsins. Fátt hefur farið framhjá honum og hann átti aðkomu að rík- isstjórnarmyndunum á árum áður og hefur verið ráðgjafi helstu valda- manna landsins. Fullyrt hefur verið að Styrmir og Kristinn Björnsson- ar, þáverandi forstjóri Skeljungs og eiginmaður þáverandi dómsmála- ráðherra, hafi vitað um yfirvofandi aðgerðir gegn Baugi. Þessu hefur Styrmir ávallt neitað. Þá hefur ver- ið gagnrýnt að Styrmir ásamt Jón- ínu Benediktsdóttur athafnakonu höfðu samráð um að koma máli Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi á koppinn. Þá hefur blaðið undir stjórn Styrmis verið umdeilt fyrir umfjöllun um kvótamál. Fyr- ir nokkrum misserum fjallaði blað- ið um kvótasvindl í greinaflokki og hlaut bágt fyrir. Í framhaldi af því sagði fjöldi upp áskrift að blaðinu og eru áskriftartölur nú sagðar vera í sögulegu lágmarki. Það fer saman við að gríðarlegt tap hefur verið á útgáfu Morgunblaðsins eða um 600 milljónir króna á seinasta ári. Megin- ástæðan er væntanlega baráttan við fríblöðin og þá sérstaklega Frétta- blaðið sem höggvið hefur í afkomu Morgunblaðsins og velt því af stalli sem mest lesna dagblaði landsins. Hlédrægur Styrmir hefur í gegnum tíðina verið lítið fyrir sviðsljósið. Sjaldgæft er að sjá umfjöllun þar sem hann er í veislum fína og fræga fólksins. Styrmir hefur ekki mikið verið í við- tölum en hann var þó í viðtali við tímaritið Mannlíf vorið 2005 þar sem hann talaði um líf sitt og starf. „Ég hef enga þörf fyrir að sjást og ég veit ekki hvort ég er eitthvað þekktur í þessu þjóðfélagi. Ég þoli ekki frumsýningar eða opnanir eða neitt slíkt. Ég er ekkert meðvitað að reyna að láta ekki sjá mig, ég hef bara enga löngun til að vera í einhverju sem heitir sviðsljós. Ég hef bara gaman af að vinna á Morgunblað- inu. Jafngaman að vinna á Morgun- blaðinu núna, eins og þegar ég byrj- aði fyrir tæpum 40 árum,“ sagði hann árið 2005. Breytingar yfirvofandi Töluverðar breytingar verða á Morgunblaðinu nú þegar nýr rit- stjóri tekur við. Ólafur Steph- ensen er þegar farinn að láta til sín taka og búinn að losa sig við nokkr- ar stórkan- ónur. Breyt- ingar hafa orðið á öllum deildum blaðs- ins nema ljósmyndadeild- inni. Eitthvað hefur verið um hurðarskelli á Morgunblaðinu og búast menn við fleirum nú þegar nýr mánuður lítur dagsins ljós. En breytingarnar á Morgunblaðinu eiga sér ekki síst þá rót að nauð- synlegt er að skera niður rekstur til að mæta hinu mikla tapi. Það er verk- efni nýs ritstjóra nú þegar Styrmir sest í helgan stein. DV Fréttir mánudagur 2. júní 2008 7 Styrmir Gunnarsson stígur upp úr ritstjórastóli Morgunblaðsins í dag sökum aldurs eftir 36 ára starf. Hann hefur unnið hjá Morgunblaðinu í alls 43 ár. Styrmir hefur verið mikill áhrifamaður í íslensku samfélagi und- anfarna áratugi. Hann þykir umdeildur og staðfastur. Ákveðinn en sanngjarn og hefur beitt sér fyrir betri aðbúnaði fyrir geðsjúka. Hann er af viðreisnarkynslóðinni í Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei farið leynt með stuðning sinn við flokkinn. SíðaSti dagur StyrmiS Benedikt BóaS HinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Síðasti dagurinn Styrmir gunnarsson stígur úr stóli ritstjóra morgunblaðsins í dag. Löglærður ritstjóri Styrmir hóf störf á morgunblaðinu 1965 að loknu laganámi. nýr ritstjóri Ólafur Stephensen er nýr ritstjóri morgunblaðsins. Ríkið greiðir tíu manns bætur fyrir að hafa smitast af lifrarbólgu: Fá bætur fyrir lifrarbólgu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.