Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Blaðsíða 19
inn í seinni hálfleikinn. Mér finnst svona eftir á að hyggja ofboðsleg grimmd í liðinu á öllum sviðum. Sókn, vörn, markvörslu og hraðaupp- hlaupum. Það er bara þannig að við unnum vel fyrir þessu,“ sagði lands- liðsþjálfarinn sáttur. Torsóttur sigur Ísland var með forystu allan seinni hálfleikinn og hélt áfram glæsilegri spilamennsku. Slæmi kaflinn geð- þekki sem venjulega er boðið upp á þegar of vel gengur sást hvergi en dómarar leiksins reyndu þá sjálf- ir að hjálpa Svíunum. Þó leikurinn hafi verið mestmegnis vel dæmdur fengu Íslendingar margar brottvís- anir fyrir vægar sakir á meðan Sví- arnir sluppu með sömu glímutökin. Svíarnir þurftu líka á allri þeirri hjálp að halda sem í boði var því ekki var liðið margt að gera. Hægri skyttan Kim Anderson er sá sem á að leysa Ólaf Stefánsson af hjá Ci- udad Real en það var ekki að sjá að hann væri maður til þess í gær. Hann hafði enga trú á verkefninu frekar en aðrir í sænska liðinu. Það var samt ekta Ísland að gera ekki út um leikinn strax heldur halda fólkinu heima fyrir á mörkum hreinn- ar geðveilu en eflaust var öskrað yfir mörgum sjónvörpunum í gærdag. Á endanum var sigur þó staðreynd, 29- 25, og hann fyllilega verðskuldaður. Hreiðar Levy Guðmundsson var maður leiksins en hann átti annan eins dag og gegn Pólverjum á laug- ardaginn. Það verður hreint að segj- ast að íslenska liðið lítur vel út spili það eins og í gær. Stórkostlegur sigur í höfn og farmiði á ólympíuleikana tryggður. Gat farið hvernig sem er „Draumur okkar var að komast á Ólympíuleikana í Peking og við stefndum að þessu takmarki leynt og ljóst,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson við DV í gær. „Við vissum samt að við yrðum að eiga frábær- an leik til að leggja Svíana og það gekk eftir. Við vorum með tækifæri til að gera út um leikinn aðeins fyrr en það hafðist ekki. Undir lokin gat þetta endað hvernig sem er og ekki má gleyma að þeim dugði jafntefli,“ sagði Guðmundur sem var á leið- inni út að fagna með liðinu. „Verður maður ekki aðeins að fá að anda?“ sagði Guðmundur létt- ur. „Við erum búnir að vera lengi úti þannig við verðum að fá smá tíma til að anda. Ég held að við höfum alveg unnið fyrir því,“ sagði Guðmundur hress við DV að lokum. DV Sport mánudagur 2. júní 2008 19 WenGer vill breyTT sTiGakerfi arsene Wenger stjóri ars- enal vill að liðum séu veitt aukastig fyrir það að spila sóknarknatt- spyrnu. Hann er búinn að fá nóg af því þegar lið sitja til baka og verjast allan leikinn. „Ég sé fyrir mér kerfi þar markamunur í leikj- um getur skorið úr um það hversu mörg stig lið fá eftir leikinn. Það þýðir að ef lið eru að vinna 3-0, þá er ennþá hvatning fólgin í því að halda áfram að sækja og skora fleiri mörk. Einnig myndi það hvetja andstæðingana til þess að reyna enn frekar að minnka muninn. Þetta myndi kannnski koma í veg fyrir að lið lægju til baka í vörn ef þau eru eitt til tvö – núll yfir,“ segir Wenger. HuGHes efsTur á óskalisTanum mark Hughes framkvæmdastjóri Blackburn er efstur á óskalista manchester City en miklar líkur eru á því að Sven-göran Eriksson verði látinn taka pokann sinn. Thaksin Shinawatra eig- andi félagsins leitar nú logandi ljósi að eftirmanni Erikssons og avram grant hefur einnig verið nefndur til sögunnar. Fjölmiðlar á Englandi ganga svo langt að segja að Shinawatra hafi þegar beðið Blackburn um leyfi til þess að ræða við Hughes en engum sögum fer af viðtökum Blackburn-manna. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR Þrír leikir í kvöld Fimmtu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Kr mætir þá Fram á Kr-velli, grindavík tekur á móti bik- armeisturum FH í grindavík og Val- ur sækir HK heim í Kópavog. HK- mönnum hefur ekkert gengið í deildinni og þeir fá ærið verkefni þegar þeir mæta Val í kvöld. Takist þeim ekki að sigra íslandsmeistarana sitja þeir uppi stigalausir eftir fimm umferðir. Kr hefur ekki heldur gengið sem best en það hefur einungis 3 stig eftir fyrstu fjóra leikina. í fyrra vann Kr sinn fyrsta sigur á Fram í deildinni þegar guðmundur Pétursson skallaði inn sigurmarkið í uppbótartíma. grind- víkingar vonast þá til að leika jafnvel og þeir gerðu gegn Breiðabliki þegar þeir mæta FH í kvöld en á Kópavogsvelli í síðustu umferð leiddu þeir í hálfleik, 5- 1. Leikur Vals og HK hefst klukkan 20 en hinir tveir klukkan 19.15. Hola í HöGGi í sjöunda skipTi Björgvin Þorsteinsson margfaldur ís- landsmeistari í golfi gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í sjöunda skiptið á ferlinum á laugardaginn. Þetta kom fram á golfvef morgunblaðs- ins. Björgvin var á öðrum teig grafarholtsvall- ar þegar hann setti upphafs- höggið niður með fleyg- járni. „Þetta var undan vindi og svona 130 metrar. Boltinn lenti á flöt- inni, hoppaði einu sinni og hvarf. Við vorum samt ekki vissir hvort boltinn hefði farið í eða aðeins hægra megin því þar fannst okkur glampa á eitt- hvað,“ sagði Björgvin um áfangann. sTelpubúðir að ásvöllum Landsliðskonurnar í körfubolta Helena Sverrisdóttir og maría Ben Erlingsdóttir munu í sumar standa fyrir körfuboltabúðum fyrir stelpur. Búðirnar verða fyrir stúlkur á aldrin- um 10-15 ára dagana 20. til 22. júní. Bæði Helena og maría leika með banda- rískum háskól- um en þær luku sínu fyrsta tímabili í ár. Helenu gekk frábærlega með sínum skóla, TCu, og var kosin nýliði ársins hjá skólanum og í deildinni er þær léku í. í auglýs- ingu fyrir búðirnar kemur fram að verðið sé 9.500 krónur fyrir helgina en innifalið í því er matur, sund, gist- ing í tvær nætur og auðvitað nóg af körfubolta. Hörður HæTTir í víkinGi Hörður Sigurjón Bjarnason er hættur hjá 1. deildar liði Víkings en félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis um helgina. „Knattspyrnudeild Víkings og Hörður Bjarnason hafa komist að samkomulagi um starfslok Harðar hjá Víkingi frá og með deginum í dag. Knatt- spyrnudeild Víkings þakka Herði fyrir framlag hans til félagsins á undanförnum árum og óskar honum alls hins besta,“ segir í tilkynningunni. Þetta er annar leikmaðurinn sem Víkingur missir á stuttum tíma en nokkrum dögum áður hafði félagið sagt Sinsia Kekic upp störfum. arnór atlason var ánægður með sigurinn á Svíum: „VIÐ EINFALDLEGA JÖRÐUÐUM ÞÁ“ „Þetta er uppreisn æru fyrir mig,“ sagði landsliðsmaðurinn Arnór Atlason við DV í gærkvöldi en Arn- ór missti af Evrópumótinu í janúar vegna meiðsla. Hann átti stóran þátt í því að Ísland tryggði sér sæti á Ól- ympíuleikunum í Kína með frábær- um sigri á Svíþjóð í gær. „Ég held mig hafa gert það sem búist var við af mér og finnst ég hafa staðist þær kröfur,“ sagði Arnór. Eftir tapið gegn Pólverjum á laug- ardaginn var leikurinn í gær hreinn úr- slitaleikur um sæti á Ólympíuleikun- um 2008 þar sem Svíum dugði reyndar jafntefli. „Okkur fannst við ekkert vera slakir gegn Pólverjum. Við vissum al- veg að ef við myndum spila jafnvel og gegn Pólverjum gætum við vel sigr- að Svía sem kom svo á daginn,“ sagði Arnór sem var ekkert sérstaklega hóg- vær fyrir hönd liðsins um leikinn gegn Svíum. Enda engin ástæða til „Við einfaldlega jörðuðum þá, svo einfalt er það. Það var eins og Svíarnir hefðu ekki trú á þessu einhvern veg- inn. Það var gott hjá Guðmundi þjálf- ara að hvíla Fúsa [Sigfús Sigurðsson] þangað til í dag [gær]. Hann var al- veg frábær reyndar eins og svo marg- ir aðrir,“ sagði Arnór en Sigfús kom gríðarlega sterkur inn í vörnina og áttu útileikmenn Svía ekki möguleika í rússajeppann fyrir miðju varnarinn- ar. Arnór er danskur meistari með FCK en í liði hans eru þrír landsliðs- menn Svía. „Ég faðmaði þá eitthvað eftir leikinn en meira var það nú ekki. Við erum á leið á lokahófið þannig ég hitti þá eflaust þar. Þjálfarinn minn hjá FCK er eflaust hæstánægður með þetta. Nú missir hann mig bara í ág- úst en ekki þá þrjá. Undirbúningurinn ætti því að vera betri fyrir FCK,“ sagði Arnór glettinn við DV að lokum. tomas@dv.is á fjúgandi ferð til peking arnór atlason átti góða helgi með landsliðinu í Póllandi. dV-mynd jonas Ekströmer/Scanpix frábær Hreiðar Levy guðmundsson átti stóran þátt í sigri íslands. TAKIÐ FRÁ SÆTI, ÍSLAND FER TIL PEKING! við erum á leiðinni á ól Sigfús Sigurðsson faðmar fyrirliðann, Ólaf Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.