Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Síða 35
Bensínið úr Botni „Tómas trúir engu fyrr en hann tekur á“ er gjarnan sagt um fólk sem efast um alla skapaða hluti og vill sannreyna allt sjálft; þetta eru þver- skallaðir efahyggjumenn sem láta ekki telja sér trú um einhverja bölv- aða vitleysu, einhverja ótrúlega og ævintýralega hluti sem ekki er hægt að sanna með kenningum og raunar finnst þeim alveg nauðsynlegt að geta snert hið ósnertanlega til að efatjöld- in falli og þeir trúi eigin augum. Það eru margir svona gerðir en hinir eru trúlega fleiri sem í grunleysi sínu trúa svona flestu sem þeir sjá og heyra og við þá er sagt. Ég hef lengst af verið ein af þeim en hef þó með ár- unum mjakast mjög til efans og Tóm- asar. Einu sinni, sennilega fyrir svo mörgum árum að ég get ekki lengur talið þau, var mér sagt að það hefði fæðst barn í Ameríku sem hefði verið alveg kolsvart öðrumegin. Ég trúði því einsog nýju neti og þótti stórmerki- legt – ég áttaði mig alls ekki á að þetta var brandari og ég átti að spyrja – og hvernig var barnið hinumegin? Ég spurði heldur ekki en sá fyrir mér röndótt barn og varð svo bara asnaleg þegar mér var bent á hvað væri stutt- ur í mér fattarinn; ég ætti ekki að trúa öllu sem mér væri sagt, betra væri að efast einsog Tómas gerði til dæmis þegar hann var kallaður í síma í fyrsta skipti; hann hafði aldrei talað í síma og engan slíkan séð en hann tók samt um tólið og bar það að eyranu þótt tregur væri og heyrði þá rödd dóttur sinnar. En þar sem hann sá hana ekki trúði hann ekki sínum eigin eyrum og þóttu blekkingarnar andstyggilegar. Þetta var þegar síminn var lyginni lík- astur og þegar maður var svo grænn að halda að allt gæti gerst í Ameríku, því stóra og mikla landi tækifæranna. Hvers vegna átti maður líka að efast um að röndótt barn væri til í landi þar sem fátæk manneskja gat orðið millj- óner á einni nóttu og látið ameríska drauminn rætast. Nema hvað, í dag þýddi sem sé ekkert að troða upp á mig neinni vit- leysu og þess vegna hlaut ég að ef- ast innilega þegar ég las fréttirnar um ólétta manninn í Ameríku – hvað var þessi óléttungur líka að herma eftir Þórbergi Þórðarsyni sem fyrir löngu var búinn að finna upp þenn- an brandara? En þarna hefði ég ekki átt að efast því nú hefur það gerst að karlmaður get- ur gengið með barn og er svo prýðilega til þess fall- inn að hann fær ekki einu sinni verki í bakið á með- göngunni. Málið er reglu- lega einfalt; fyrst var karlinn kona sem lét breyta sér í karl sem lét ekki taka úr sér leg og eggjastokka því hann ákvað að ganga með barn þeirra hjóna, en konan hans var ófrjó. Og þótt ég hafi ekki, einsog Tóm- as hefði viljað, getað snert fréttina þá sá ég myndirnar og það var ekki um að villast. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir heiminn og trúlega mun Tommunum sem efast um alla skapaða hluti fara fækkandi. Ver- öldin er nefnilega orðin svo ótrú- lega röndótt. Þess má geta að kon- an sem varð maður sem varð óléttur heitir Tómas. Sandkassinn útlönd eru ofmetin.Þau eru bara alls ekkert spes. Ég fer líklega ekki til útlanda á þessu ári, enda lang- ar mig ekkert til þessara asnalegu landa. Mig lang- ar ekkert til þess að baða mig í sólinni á strönd- um Spánar eða skoða Eiffel- turninn í París. Mig langar ekki vitund í siglingu um Miðjarð- arhafið eða í fjallaferð um Alpafjöllin. Allra síst langar mig að eyða tíma og pen- ingum í það að kynnast framandi menningu, mat og siðum. Mig langar ekki til Asíu, ekki til Ameríku, ekki til Afríku og alls ekki til Ástralíu þar sem hægt væri að skoða kengúrur og kóalabirni í þeirra náttúru- lega umhverfi. Ég vil bara vera heima enda hef ég ekkert erindi í burtu. Ég hef reyndar stundum heyrt góðar sögur af útlönd- um. Þær eru flestar uppspuni frá rótum og allar ýktar. Er virkilega ætlast til þess að ég trúi því að í Portúgal sé meira en 20 gráðu hiti alla daga sumarsins? Það væri reyndar ekkert afleitt að vera í sól og 20 gráðu hita í nokkra daga. Ekki gerist það á Íslandi. Þá gæti ég kannski prófað sundskýl- una mína og viðrað stuttermabol- ina. Ég gæti smakkað þetta Pina Colada og hrakið þær sögusagnir að sandur í Evrópu geti verið gul- ur. Ég gæti prófað að synda í sjón- um án þess að vera í þurrbúningi. Þá gæti ég tekið léttan kúrs í er- lendum tungumálum og stundað framandi veitingastaði. Það væri kannski reyndar ekkert afleitt að vera í sól og 20 gráðu hita í nokkra daga. Ekki gerist það á Íslandi. Þá gæti ég kannski próf- að sundskýluna mína og viðrað stuttermabolina. Ég gæti smakkað þetta Pina Colada og hrakið þær sögusagnir að sandur í Evrópu geti verið gulur. Ég gæti prófað að synda í sjónum án þess að vera í þurrbúningi. Þá gæti ég tekið létt- an kúrs í erlendum tungumálum og stundað framandi veitinga- staði. BALDUR GUÐMUNDSSON SkRifAR Ótrúlega röndótt líf DV Umræða föstudagur 13. júní 2008 35 Hvíldarstaður meistarans grafreitur skáksnillingsins Bobbys fischer í Laugardælum í nágrenni selfoss stóð heill eftir suðurlandsskjálftann. Bobby hefur því fengið að hvíla í friði eins og ætlast var til. DV-MYND Sigtryggurmyndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Bíddu, segðu þetta einu sinni enn. Hmmm. Það er 1.286,“ segir Höskuldur Pétur Halldórsson, sem útskrifaðist með Bs-próf í stærðfræði frá Háskóla íslands í síðustu viku. Hann fékk 10 í öllum fögum nema einu. til gamans má geta að svar hans við spurningunni er laukrétt, enda ekki við öðru að búast. Hvað er 395+891? Kvennalið Vals í fótbolta fær plúsinn en stúlkurnar sigruðu KR í æsispennandi leik í Landsbankadeildinni á miðvikudag. Báðum liðum er spáð mikilli velgengni í deildinni og sigurinn því mikilvægt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. viGDíS GRíMSDóttiR rithöfundur skrifar „Ég spurði heldur ekki en sá fyrir mér röndótt barn og varð svo bara asnaleg þegar mér var bent á hvað væri stuttur í mér fattarinn.“ -hvað er að frétta?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.