Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 12
fimmtudagur 26. júní 200812 Sport DV Sport Athyglisverður leiktími íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur afar mikilvægan leik gegn grikklandi í undankeppni Evrópumótsins í dag. Leiktíminn er mjög sérstakur en flautað verður til leiks klukkan16.30 að stað-artíma. Þetta er gert til að tíminn skarist ekki við tíma undanúrslitaleiks rússa og Spánverja á Evrópumót-inu í knattspyrnu meðal annars. fólk verður því bara að hætta fyrr í vinnunni og sjá stelpurnar í síðasta skiptið á heimavelli í sumar. Leikurinn fer að sjálf-sögðu fram á Laugardalsvelli. Dóra Stefánsdóttir er komin aftur í hóp íslenska kvennalandsliðsins eftir meiðsli og verður klár í slaginn þegar Ísland tekur á móti Grikklandi í dag. Leikurinn er sá næstsíðasti hjá stelp- unum í undankeppni Evrópumóts- ins en sigur í dag er algjör nauðsyn. Bæði leggur hann upp úrslitaleik gegn Frakklandi um sæti á mótinu þar sem Íslandi myndi duga jafntefli en ef allt fer á versta veg þar verður Ísland í kjörstöðu í umspili um laust sæti komi til þess. „Við erum betri á pappírnum en það dugar okkur lítið úti á vellin- um,“ segir landsliðsþjálfarinn, Sig- urður Ragnar Eyjólfsson. „Við ætlum að sækja til sigurs og pressa á Grikk- land. Gríska liðinu hefur ekki geng- ið nægilega vel en það á nokkra leiki eftir og getur rifið sig upp töfluna. Ég býst við að Grikkland muni reyna að spila meiri fótbolta en Slóvenía en leggi eflaust mikið upp úr varnarleik. Þarna eru nokkrir flinkir leikmenn en við verðum fyrst og fremst að ein- blína á það sem við ætlum að gera og við ætlum okkur sigur í þessum leik,“ segir Sigurður. stuðningurinn gefur okkur mikið Landsliðsstelpurnar voru klárar í Keflavíkurför en þangað fer liðið allt- af daginn fyrir leik. Mikil gleði ríkti í hópnum og greinilega mikill spenn- ingur fyrir verkefninu. „Það er allt- af tilhlökkun fyrir svona leiki,“ seg- ir Katrín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, en er spenningurinn of mikill? „Það held ég ekki. Við þurftum allavega að koma okkur niður á jörðina eft- ir síðasta leik og gera okkur klárar í þann næsta. Þetta er samt aðallega tilhlökkun,“ segir Katrín en hvernig metur hún gríska liðið? „Þetta lið er mjög frambærilegt. Grísku stelpurn- ar eru tæknilega góðar en frekar litlar og standast okkur ekki alveg snúning í líkamlegum styrk. Við unnum leikinn úti frekar sannfærandi en það skilar okkur litlu í þessum leik. Nú þurfum við að núllstilla okkur alveg og fara í þennan leik til að vinna hann,“ seg- ir Katrín sem segir stuðninginn í dag skipta miklu máli. „Fólk sem mætir ekki alltaf á völl- inn gerir sér ekki alveg grein fyr- ir hversu miklu máli stuðningurinn skiptir okkur. Eins og síðast þegar það eru nokkur þúsund manns að öskra „áfram Ísland“ og Tólfan að syngja ýmis lög. Þetta gefur okkur rosalega mikið og okkur finnst við í alvöru vera fleiri á vellinum,“ segir Katrín. sækjum til sigurs „Það er ekkert stress í okkar hópi,“ segir Sigurður Ragnar um sína fögru sveit. „Við nálgumst þennan leik eins og alla aðra og það hefur gengið vel hingað til. Nú förum við yfir það sem við ætl- um að gera í leiknum, okkar leik- skipulag. Við ætlum að pressa frá fyrstu mínútu. En það er alltaf að- alatriði hjá okkur að halda mark- inu hreinu eins og hefur verið í gegnum keppnina. Hvað sem ger- ist ætlum við að sækja til sigurs á morgun,“ segir Sigurður. Sigur í dag skiptir miklu máli fyrir framhaldið. „Ef við vinnum förum við á toppinn í riðlinum og þá dugar okkur jafntefli gegn Frakklandi í síðasta leiknum til að tryggja okkur inn á EM. Sigur skiptir því mjög miklu máli, líka upp á annað sætið. Ef við vinnum góðan sigur erum við nokkuð ör- ugg um veikari andstæðing komi til þess að við þurfum að fara í um- spil,“ sagði Sigurður Ragnar að lok- um og stillti sér upp í myndatöku með fjórum fögrum fljóðum. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því gríska í næstsíðasta leik sínum í und- ankeppni EM í dag. Vinni stelpurnar dugar þeim jafntefli í síðasta leiknum gegn Frakk- landi á útivelli til að tryggja sér sæti í úrslitum Evrópumótins, fyrst A-landsliða. Lið í Meistaradeildinni fá gríðarlega fjármuni í sinn hlut: UEFA vill drEiFA AUðnUm Sigur Manchester United í Meist- aradeildinni færði félaginu nærri 34 milljónir punda í sinn hlut. Næst á eftir kom Chelsea sem fékk 28,7 milljónir punda, svo Roma með 21,6 milljónir punda og Liverpool með 21,1 milljón punda. Liðið sem þén- aði minnst í Meistaradeildinni var úkraínska félagið Shatkar Donetsk sem fékk 5,6 milljónir punda í sinn hlut. Til samanburðar má benda á að Everton, sem var tekjuhæsta enska félagið í UEFA-keppninni, fékk í sinn hlut 400 þúsund pund fyrir þátttöku sína. Af þessu má sjá hve gríðarlegt bil er á milli þeirra félaga sem eru í Meistaradeildinni og þeirra sem eru það ekki. UEFA hefur miklar áhyggjur af ástandinu og Michael Platini, for- seti UEFA, hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að þessi þróun sé að eyðileggja knattspyrnuhreyfinguna. William Gaillard, talsmaður UEFA, hafði þetta að segja um mál- ið. „Við gerum okkur grein fyrir mis- skiptingu auðsins og þeim slæmu afleiðingum sem hann hefur á deild- arkeppnir í Evrópu.“ Til stendur að boða tillögur þar sem þau félög sem leika í Meistaradeildinni verða ekki þau einu sem njóta góðs af tekjum henni tengdum. Slíkt verður þó ekki gert nema með samþykki stór- liða í Evrópu. „Við munum skoða hug stórliðanna og reyna að sannfæra þau um að það sé ekki þeim í hag að þessi þróun haldi áfram. Enginn vill hafa of mikið ójafnvægi í deildarkeppnunum þar sem það hamlar framgangi leiks- ins,“ segir Gaillard Evrópusambandið styður tillögur UEFA en ekki verður hægt að breyta nokkru fyrr en núverandi sjónvarps- samningar renna út árið 2012. Raun- ar hafa margir sitjandi þingmenn á Evrópuþinginu komið fram og lýst yfir áhyggjum af vaxandi misskipt- ingu auðs í knattspyrnu og benda á að fjöldi félaga sé nær gjaldþrota í viðleitni sinni til þess að halda uppi knattpyrnuliði í efstu deild. vidar@dv.is Platini vinur litla mannsins uEfa vill dreifa auði sem hlýst af meistaradeildinni. MOLAR stjörnugolf novA Stjörnugolf nova fór fram í gær á urriðavelli í garðabæ. Á mótinu spil- uðu nafntogaðir einstaklingar á borð við jón arnór Stefánsson, Eið Smára guðjohn- sen og Benedikt Bóas Hinriks- son. alls tóku 20 þjóðþekktir ein- staklingar þátt. Eiður Smári og jón arnór gáfu áritaðar treyjur með Barcelona og roma í þágu neist- ans, styrktarfélags hjartveikra barna en mótið var haldið í þágu samtak- anna. Hægt er að styrkja neistann, styrktarfélag hjartveikra barna með því að hringja í síma 908-1000 til að gefa 1.000 krónur eða fara á heima- síðu neistans, neistinn.is. Skipuleggj- endur mótsins eru Ágúst guðmunds- son og Björgvin freyr Vilhjálmsson. gunni og sjonni skemmtA gunni Óla sem fólk þekkir úr hljóm- sveitinni Skítamóral mun skemmta gestum í hálfleik á landsleik íslands og grikklands á morgun. gunni er margfrægur fyrir veru sína í Skíta- móral og Eurovision-för sína með lagið Birta sem gekk reyndar ekki svo vel. gunni verður ekki einn á báti heldur verður honum til haga „latínó hönkið“ Sigurjón Brink, betur þekktur sem Sjonni Brink. Sjonni hefur einnig reynslu af Eurovision en hann gerði góða hluti í undankeppninni með lagið „Áfram!“ í fyrra. Leikur íslands og grikklands hefst klukkan 16.30 þannig að það er eins gott fyrir fólk að mæta tímanlega. kr í formi í gær birtist á netsíðunni fótbolti. net viðtal við Pétur mart- einsson sem leikið hefur vel með Kr í undanförnum leikjum. Hann segir Kr vera í betra formi en í fyrra. „Það er almennt sjálfs- traust í liðinu og ungu strákarnir eru orðnir eldri og svo er líkamlegt form einhvern veginn betra,“ sagði Pétur í viðtali við fotbolta.net. Orð Péturs eru nokkuð athyglisverð í ljósi þess að Kr-ingar eyddu mestöllum vetr- inum fyrir síðustu leiktíð í æfingar tvisvar á dag. Ljóst er því að teitur Þórðarson hefur ekki verið með puttann á púlsinum þegar kom að því að koma knattspyrnumönnum í form. leyndArmálið á bAk við krAftstökkin Ásta Árnadóttir, leikmaður Vals og kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur vakið mikla athygli fyrir inn- köst sín að undanförnu. Ásta býður jafnan upp á forláta kraft- stökk þar sem hún stekkur heljarstökk áður en hún fleygir bolt- anum fyrir markið og líkjast inn- köstin meira hornspyrnum en innköstum. Á fréttamannafundi landsliðsins í gær bauð knattspyrnusambandið upp á prýðisgóða Quiznos-bakka en Ásta snerti þá ekki. Krafturinn kemur víst úr nings-mat en Ásta skóflaði hon- um í sig með skeið í stað þess að snæða Quiznos eins og aðrir. tÓmAs ÞÓr ÞÓrðArson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is „Það er svo mikil ást í liðinu“ Sagði margrét Lára þegar Sara Björk, greta mjöll, Sigurður ragnar, Sif atladóttir og hún sjálf þjöppuðu sér saman í myndatöku í gær. Mynd Hafliði Breiðfjörð NÆSTSÍÐASTA SkrefiÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.