Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2008, Blaðsíða 18
fimmtudagur 26. júní 200818 Bílar DV Vélin má bera 11 til 15 tonn Við bjóðum Hagstæð lán - Hátt lánshlutfall Jeremy Crakson úr Top Gear gefur ráð um hvernig er hægt að spara bensín: LögmáL CLarksons um bensínsparnað Jeremy Clarkson skutlaði dótt- ur sinni í skólann sem er 60 míl- ur frá heimili hans. Á leiðinni heim sagði tölvan í bílnum hans af gerð- inni BMW M3 að hann hefði bensín fyrir 12 mílur og engin bensínstöð á leiðinni. Hann fór eftir ráðunum sem hér eru gefin og ferðin heim varð að- eins 6 mínútum lengri. n Ef þú sérð að umferðarljósin eru rauð, skaltu taka fótinn af bensín- gjöfinni strax. Ef þú bíður og brems- ar svo eyðir þú bensíni til að halda hraða sem þú þurftir ekki. Munið að venjuleg vél eyðir engu bensíni ef þú leyfir bílnum að renna. n Ef bíllinn þinn er með „cruise contr- ol“ hunsaðu það. Krúsið er ónæmt hljóðfæri fyrir Ameríkana. Treystu á það sem er nákvæmara: fótinn á þér. Meðan ég man, ekki keyra í stórum skóm. Þeir svipta þig tilfinningunni sem þig vantar. n Aldrei hita afturrúðuna nema þú virkilega þurfir þess. Það er sama sagan með framljósin. Ekki nota loft- ræstinguna heldur. Slökktu á því öllu saman og venjulegur fjölskyldubíll minnkar bensíneyðslu um 12 pró- sent. Það er mikil, mikill sparnaður. n Minnkaðu hraðann. Þú þarft ekki að keyra á 40, en í staðinn fyrir að keyra á 80 getur þú keyrt á 75. Eða ef þú keyrir venjulega á 120 skaltu prófa 110. n 90 kílómetra hraði er í alvöru hag- stæðasti hraði fyrir góða neyslu í flestum bílum. Ekki reyna þetta inn- anbæjar eða þú munt þurfa að eyða tíma í fangelsi. n Þegar þú keyrir niður brekku, skaltu slaka á bensíngjöfinni og leyfa þyngdaraflinu að byggja upp hraða. Notaðu síðan þann hraða til að koma þér upp hinum megin. Að nota bensíngjöf upp brekku er vont. n Þegar þú leggur af stað á ljósum, gefðu skynsamlega í. Ekki eins og leðurblaka úr helvíti. En ekki slóra. Komdu bílnum sem fyrst í toppgír- inn eins fljótt og auðið er. Fimmti gír, skulið þið muna, er ekkert góður. Jeremy Clarkson lenti í erfiðleikum vegna bensínleysis. BMW M3 jeremy Clarkson ekur um á svona bíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.