Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 6
Pólstjörnufangarnir Marinó Ein- ar Árnason, Guðbjarni Traustason og Einar Jökull Einarsson hafa að undanförnu haldið úti svökölluð- um Myspace- vefsíðum þar sem þeir greina frá vist sinni í öryggisfangels- inu að Litla-Hrauni. Þeir félagarnir afplána nú fangelsisdóma fyrir mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Þeir voru gómaðir eftir að lögregla fann 23,5 kíló af amfetamíni, 13,9 kíló af e-töfludufti og 1.746 e-töflur í skútu sem Guðbjarni sigldi við illan leik frá Hanstholm í Danmörku til Fáskrúðs- fjarðar. Á Myspace-vefsíðum Pólstjörnu- strákanna má sjá þá hnykla vöðvana fyrir framan myndavél og kúra sam- an í eins manns rúmi í fangaklefa í öryggisfangelsinu. Af myndunum að dæma virðist þeim ekki leiðast vist- in í fangelsinu, frekar en Idol-stjörn- unni Karli Bjarna Guðmundssyni, sem nú dvelur á Kvíabryggju og legg- ur stund á golf og lagasmíðar í blíð- viðrinu á Snæfellsnesi. Með 3G á Hrauninu Marinó Einar, Guðbjarni og Ein- ar Jökull notfærðu sér svokallaða 3G-tækni til þess að ná aðgangi að internetinu. „Litla-Hraun er örygg- isfangelsi og föngum er ekki heimill aðgangur að internetinu,“ segir Mar- grét Frímannsdóttir fangelsisstjóri. „Hins vegar hefur tæknin farið fram úr okkur í þetta skiptið.“ Margrét staðfestir að svokall- aðir 3G netpungar hafi fundist við leit í klefum. Viðurlög séu við því að brjóta þessar reglur innan fang- elsisins og nú þurfi að athuga hvort herða eigi þessi viðurlög. „Viðurlög- in felast meðal annars í takmörkun- um á heimsóknartímum og dags- leyfum. Tölvurnar eru einnig teknar af þeim.“ Hún bætir við að viður- lögin séu breytileg eftir alvarleika brotanna. „Menn sitja hér inni fyrir margvísleg brot og sumir fanganna hér eiga hreint ekkert erindi á inter- netið.“ Vildu lítið tjá sig „Jú, við vorum með netið hérna en svo var það tekið af okkur,“ segir Marinó Einar Árnason í samtali við DV. Hann vildi þó ekkert frekar tjá sig um málið. Margrét Frímannsdóttir segir að það hafi áður gerst að fang- ar hafi haldið úti heimasíðum. Oft- ast nær hafi þá fólk utan fangelsisins hjálpað til og nánast haldið síðunum úti í þeirra nafni. Internetið er til staðar í öllum fangeslum hér á landi og fá fang- ar meðal annars aðgang til þess að sinna fjarnámi. Ekkert þráðlaust net er þó á Litla-Hrauni og því er hin nýja 3G-tækni eini möguleikinn sem fangarnir geta nýtt sér. „Á Kvía- bryggju er þessu öðruvísi háttað,“ segir Margrét. „Það er opið í fang- elsi og föngum er heimilt að nota netið.“ Lögum samkvæmt mega fangar senda og taka á móti bréf- um. Þau verða þó að vera á tungu- máli sem fangavörður skilur. Fang- ar verða sjálfir að standa straum af frímerkjakaupum nema um sé að ræða bréf til opinberra stofnana. Reyna að halda andliti Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur bendir á að jafnvel þótt svo virðist sem fangarnir skemmti sér ágætlega í fangelsinu þá séu yfirgnæf- andi líkur á því að það sé alfarið á yf- irborðinu. „Þessir strákar eru lokaðir inni og jafnvel þótt fangelsin hér séu ekki dimmar dýflissur þá er frelsis- sviptingin ein og sér meiri refsing en flestir geta ímyndað sér,“ segir hann. „Þeir reyna náttúrulega að halda and- liti.“ Helgi segir einnig að líðan manna sem komnir séu í fangelsi til afplán- unar sé sjaldnast góð. Í þessu tilviki sé um þunga fangelsisdóma að ræða, sá þyngsti sé níu og hálft ár, og þeir muni skilyrðislaust þurfa að sitja inni í tvo þriðju hluta þess tíma. Heimsókn- ir séu takmarkaðar og undir eftirliti. Nokkur tími sé þangað til þeir geti mánudagur 30. júní 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Kanna ferðir og greiðslur í vögnunum: Eftirlit í strætó „Við erum að reyna að hafa þjón- ustuna eins góða og við getum boðið upp á. Það er tilgangurinn með eftir- litinu,“ segir Sigurbjörn Halldórsson, varðstjóri í vaktstöð Strætó. Almennt eftirlit er í strætisvögn- um Reykjavíkurborgar á hverjum degi og er starfsmaður í fullu starfi sem sér um það. Starfið felst í að skoða almennt hvernig strætisvagn- arnir ganga, meðal annars fylgjast með akstri vagnstjóra og hvernig far- þegar nýta sér þjónustuna. „Við vilj- um fylgjast með hvernig borgað er í vagnana,“ segir Sigurbjörn. Eftirlitið er svipað og tíðkast á Norðurlöndun- um og er markmið þess að reyna að gera þjónustuna sem besta fyrir við- skiptavininn. Ekki eru aðeins Íslendingar að aka strætisvögnunum og því er oft á tíð- um erfitt að eiga samskipti við vagn- stjórann. „Ein af ástæðunum fyrir því að fleiri enskumælandi vagnstjórar keyra vagnana í dag en áður er hversu meiraprófið er dýrt. Að taka meira- prófið fyrir þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur fyrir ekki hærri laun stenst ekki kröfur Íslendinga,“ segir Sigurbjörn. Eftirlitið í vögnunum hefur stað- ið yfir í nokkurn tíma og er stefnan að halda því áfram. „Þetta snýst allt um að hafa vagnana sem besta fyrir viðskipta- vinina,“ segir Sigurbjörn. berglindb@dv.is Strætó gott er að ferðast með strætó á meðan bensínverðið er svona hátt. PÓLSTJÖRNUMENN MEÐ NETPUNGA Á HRAUNINU „Menn sitja hér inni fyrir margvísleg brot og sumir fanganna hér eiga hreint ekkert erindi á internetið.“ Gott að kúra saman í myndaseríu á myspace-síðum félaganna má sjá þá knúsast, kúra og hnykla vöðva. Góður koss af myndunum að dæma mætti ætla að ekki sé sem verst að sitja í fangelsi. Helgi gunnlaugsson afbrotafræðingur segir fangelsisvist þó erfiðari en halda mætti af myndunum að dæma. Jötunheimar við Leirkeldu Nýjasti leikskólinn í Árborg fær nafnið Jötunheimar. Nafnið var samþykkt á síðasta fundi bæj- arráðs Árborgar. Nafnið var valið eftir að fram hafði farið nafnasamkeppni en sá siður hefur verið hafður á í Árborg þegar nýjar stofnanir líta dagsins ljós í Árborg að sam- keppni fer fram um hver finnur besta nafnið. Í þetta skipti var nafnið Jötunheimar og töldu menn því til tekna að það vísi til goðafræðinnar og gefi tilefni til umfjöllunar um menningu og þjóðfræði í starfi leikskólans. Átján ár að baki Karl Björnsson, sviðs- stjóri kjarasviðs Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, tekur við sem framkvæmdastjóri sam- bandsins þegar Þórður Skúla- son lætur af störfum í sumar. Þórður hefur starfað í átján ár hjá sambandinu. Karl er viðskiptafræðingur að mennt. Hann hefur meðal annars verið bæjarstjóri Sel- fosskaupstaðar og Sveitarfé- lagsins Árborgar. Alls sóttu 22 um starfið, þar á meðal Svavar Halldórs- son, fréttamaður á RÚV, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Derick svarar ekki DV flutti fréttir af SMS-svindli í síðustu viku þar sem viðtak- endum smáskilaboða var tjáð að þeir hefðu unnið til verðlauna og þyrftu að hafa samband við tilgreint netfang. Blaðamaður hefur síðan á þriðjudag reynt að ná sambandi við umsjónarmann hins tilbúna farsímalotterís. Um- sjónarmaðurinn, sem ber nafnið Derick, hefur meðal annars verið spurður að því í tölvupósti hvers konar lotterí hann reki og hvað sigurvegarar þurfi að gera til að nálgast vinninginn. Derick hefur ekki svarað ennþá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.