Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 18
Það var við hæfi að þegar Spánverj- ar gerðu eitthvað „af viti“ á stórmóti í knattspyrnu skyldu þeir fara alla leið og vinna mótið. Sú varð raunin í gær því eftir algjöran lúxus-úrslitaleik var það Spánn sem bar sigur úr býtum með marki Fernando Torres í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir að vera með mjög gott lið að vanda tóku allir Spáni með fyrirvara enda landið þekkt fyrir að gera upp á bak þegar að stórmótum kemur. Á þessu Evrópumóti gerði liðið allt rétt. Vann alla sína leiki á mótinu, suma mjög sannfærandi eins og úrslitaleikinn og undanúr- slitaleikinn en einnig gat það unn- ið erfiða leiki. Spánn sýndi á sér all- ar sínar bestu hliðar í Austurríki og Sviss í júnímánuði og á titilinn fylli- lega skilinn.  Taumlaus gleði Þegar flautað var til leiksloka í gær skipti engu máli hvort menn væru Baskar, Katalónar eða aðrar gerðir af Spánverjum. Allir fögnuðu innilega saman og er það til marks um það sem Luis Aragones, þjálfara Spánar, hefur tekist að gera með liðið. Í gegnum tíð- ina hefur Spánn alltaf haft mögnuðu liði á að skipa en deilur innanborðs hafa skemmt fyrir og Spánn ekki unn- ið stórmót síðan 1964. Meira að segja David Villa greyið gat fagnað með alvöru bros á vör en hann missti af úrslitaleiknum vegna mánudagur 30. júní 200818 Sport DV Sport Launahækkun negLir adebayor niðurTógómaðurinn Emmanuel adebayor hjá arsenal hefur sagt knatt-spyrnustjóranum og forsvarsmönnum félagsins að vilji þeir halda hon-um þurfi þeir að borga honum almennilega. Barcelona og aC milan hafa ítrekað verið orðuð við framherjann sem skoraði 30 mörk í öll-um keppnum fyrir Lundúnaliðið á síðasta tímabili. „Ég er enn samn-ingsbundinn en það er undir stjórnarmönnum arsenal komið að mæta kröfum mínum, annars fer ég. Félagaskipti til Barcelona eða aC milan eru ekki bara vænleg frá knattspyrnulegum sjónarhóli heldur einnig fjárhagslega góð fyrir mig,“ segir adebayor. ÚRSLIT landsbankadeildin Þróttur R. - Valur 0–3 0-1 Helgi Sigurðsson (11.), 0-2 Pálmi Rafn Pálma- son (19.), 0-3 Albert Brynjar Ingason (90.). FH - Fram 2–1 1-0 Arnar Gunnlaugsson (71.), 1-1 Auðun Hel- gason (76.), 2-1 Atli Viðar Björnsson (84.). Grindavík - HK 2–2 1-0 Andri Steinn Birgisson (5.), 1-1 Mitja Brulc (11.), 2-1 Andri Steinn Birgisson (13.), 2-2 Þorlákur Helgi Hilmarsson (79.). STaðan Lið     L    u    J    T    M   St 1. FH 9 7 1 1 21:9 22 2. Keflavík 8 6 0 2 20:13 18 3. Fram 9 5 0 4 10:7 15 4. Fjölnir 9 5 0 4 11:9 15 5. Valur 9 4 1 4 14:13 13 6. Kr 8 4 0 4 15:11 12 7. Þróttur r. 9 3 3 3 13:17 12 8. Breiðablik 8 3 2 3 13:13 11 9. grindavík 9 3 1 5 11:16 10 10. Fylkir 9 3 0 6 10:16 9 11. ía 8 1 4 3 7:11 7 12. HK 9 1 2 6 10:20 5 1. deild karla Þór A. - KA 0–1 0-1 Arnar Már Guðjónsson (93.). ÍBV - Njarðvík 2–1 1-0 Bjarni Rúnar Einarsson (43.),1-1 Kristinn Örn Agnarsson (83.), 2-1 Andri Ólafsson (84.). Stjarnan - Víkingur R. 1–2 1-0 Ellert Hreinsson (15.), 1-1 Þórhallur Örn Hin- riksson (32.), 1-2 Brynjar Orri Bjarnason (85.). Leiknir R. - Haukar 2–3 0-1 Denis Curic (14.), 0-2 Ásgeir Ingólfsson (37. ), 0-3 Denis Curic (52.), 1-3 Fannar Arnarson (86.), 2-3 Kári Einarsson (87.). KS/Leiftur - Selfoss 1–1 1-0 Agnar Þór Sveinsson, 1-1 Henning Eyþór Jónasson. Víkingur Ó. - Fjarðabyggð 0–0 STaðan Lið     L    u    J    T    M   St 1. íBV 9 8 0 1 18:4 24 2. Selfoss 9 5 4 0 25:13 19 3. Stjarnan 9 5 2 2 14:8 17 4. Haukar 9 4 3 2 19:14 15 5. Ka 9 4 2 3 16:11 14 6. Vík r. 9 4 1 4 15:15 13 7. Fjarðab. 9 2 4 3 14:14 10 8. Vík Ó. 9 2 4 3 4:11 10 9. Þór 9 3 0 6 11:19 9 10. KS/Leift. 9 1 3 5 11:17 6 11. njarðvík 9 1 3 5 9:18 6 12. Leiknir 9 1 2 6 10:22 5 2. deild karla Grótta - Höttur 2–2 0-1 Jeppe Ostrup, 0-2 Jón Karlsson,1-2 Guðmun- dur Hannesson, 2-2 Garðar Guðnason. Hvöt - Afturelding 0–1 0-1 Gestur Ingi Harðarson Völsungur - Reynir S. 1–1 1-0 Bjarki Baldvinsson, 1-1 Jóhann Magni Jóhannsson. Hamar - Magni 1–2 0-1 Hreggviður Heiðberg Gunnarsson, 0-2 Ingvar Már Gíslason,1-2 Milan Nikolic. ÍR - Tindastóll 3–2 0-1 Halldór Jón Sigurðsson,1-1 Elías Ingi Árnason, 1-2 Bjarki Már Árnason ,2-2 Árni Freyr Guðnason, 3-2 Árni Freyr Guðnason. Víðir - ÍH 5–1 1-0 Björn Bergmann Vilhjálmsson, 2-0 Slavisa Mitic, 2-1 Jón Sigurðsson, 3-1 Slavisa Mitic, 4-1 Slavisa Mitic, 5-1 Einar Karl Vilhjálmsson. STaðan Lið     L    u    J    T    M   St 1. ír 8 7 1 0 21:7 22 2. umFa 8 7 1 0 20:6 22 ------------------------------------------------------- 11. Völsung. 8 1 2 5 11:20 5 12. Hvöt 7 1 0 6 8:15 3 Franska skyttan segir alfreð frábæran þjálfara: Karabatic niðurbrotinn yfir „Noka“ „Noka hætti ekki hjá Kiel, hann var rekinn. Ég veit að hann langaði að klára síðasta árið sitt með okk- ur og hætta svo en hann fékk ekki tækifæri til þess,“ segir franska stór- skyttan í liði Kiel, Nicola Karabat- ic, í viðtali á heimasíðu sinni um brotthvarf þjálfara síns, Zvonim- ir Serdarusic, kallaður Noka. „Ég vissi að Noka og yfirmenn félags- ins áttu í deilum en ég var viss um að hann fengi að ljúka sínu starfi hjá félaginu. Það var eins og blaut tuska í andlitið að fá þessar frétt- ir og það sama gildir um aðra leik- menn félagsins sem ég hef heyrt í,“ segir Karabatic enn fremur en þessi skytta sem af mörgum er tal- inn langbesti leikmaður í heimin- um sér virkilega eftir þjálfaranum sínum. „Mér líst mjög illa á þetta. Noka er ástæðan fyrir því að ég kom til Kiel og ástæða þess að ég fram- lengdi samninginn minn. Án hans finnst mér ég svolítið týndur. Það er mjög erfitt að fara í frí og vera óskað velfarnaðar af þjálfaranum sínum, svo þegar maður kemur til baka er hann hvergi að finna. Í sannleika sagt var þetta ekki besti tíminn til að fá fréttirnar,“ segir Karabatic. Aðspurður um framtíðina seg- ist Karabatic ekki vera alveg viss um hvernig málin standa. „Í augna- blikinu er allt í lausu lofti. Við vitum ekki hver verður ráðinn nýr þjálfari þó Alfreð Gíslason sé talinn líkleg- astur. Ég er með fjögurra ára samn- ing og verð bara að bíða og sjá hvað verður. Ég átta mig þó alveg á að svona er heimur atvinnumennsk- unnar, jafnvel þó þetta hryggi mig mikið,“ segir Karabatic sem var stuttorður þegar hann var spurð- ur um hvort hann þekkti til Alfreðs Gíslasonar. „Ég veit að hann er frá- bær þjálfari. Hann hefur allavega unnið nóg af titlum.“ tomas@dv.is TÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is KONUNGAR EVRÓPU Spánn er Evrópumeistari í knatt- spyrnu eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik í gærkvöldi. Fernando  Torres skoraði eina mark leiksins sem verður minnst sem eins besta úrslitaleiks á stórmóti í manna minnum. Spænska liðið fór taplaust í gegnum keppnina og það sem meira er, það vann alla sína leiki. Spánn vann síðast Evrópumótið í knatt- spyrnu árið 1964 en það var eini titill Spánar fram að þessum sigri. sPáNVERjAR hetjan  Fernando Torres skoraði sigurmarkið í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.