Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 19
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 19 1. Bankarnir uxu allt of hratt og voru orðnir tíu sinnum stærri en hagkerfið. 2. Aðgangur að alþjóðlegum fjármagns­ mörkuðum og ódýru lánsfé var helsta for ­ s enda mikils vaxtar bankanna. 3. Eigendur bankanna misnotuðu þá í eigin þágu. Þegar árið 2006 virðist hafa verið of seint að bjarga bönkunum vegna kerfislægrar áhættu. 4. Eigendur bankanna áttu óeðlilegan aðgang að lánsfé í krafti eignar sinnar. Rekstur bankanna gekk of mikið út á að lána eigendum sínum sem mest. Banka­ stjórar, stjórnir bankanna og stærstu eig endur féllu fyrir nánast öllum þeim freist ingum sem á vegi þeirra urðu og tak­ markalaus áhugi var á eigin hag. Þetta á við um lykilstjórnendur í bönkunum líka. 5. Stærstu eigendur bankanna voru stærstu skuldararnir. Það voru fyrirtæki sem tengdust viðskiptablokkunum þremur; Baugsfeðgum, Björgólfsfeðgum, Bakkavararbræðum. Sem og félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, Robert Tchenguiz, Hannesi Smárasyni og Pálma Haraldssyni. 6. Mikið vantaði upp á að áfallaáætlun væri til hjá stjórnvöldum og unnið hafi verið að viðbúnaðarmálum á skipulegan hátt. 7. Ráðherrarnir þrír eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að láta hjá líða að bregðast á viðeigandi hátt við yfirvofandi hættu fyrir íslenskt efna­ hagslíf sem leiddi af sér versnandi stöðu fyrir bankana. 8. Ríkisstjórnin svaf á verðinum og innan hennar var lítið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppuna sem hófst í lok sumars 2007. Oddvitar ríkisstjórnarinnar áttu þó fundi með seðlabankastjóra snemma á árinu um að bankarnir gætu verið í verulegri hættu. Allir þögðu opinberlega. 9. Grípa hefði þurft til aðgerða á árinu 2006 til að sporna við stækkun bankanna og biðja þá um að minnka efnahagsreikning sinn. Þess í stað juku bankarnir við vöxt sinn og Landsbankinn hóf t.d. að afla fjármagns með Icesave­reikningum. 10. Eigið fé bankanna var ofmetið og mikil kerfislæg áhætta var vegna útlána bankanna með veði í bréfum hinna. 11. Sett er spurningarmerki við það hvort endurskoðendur bankanna hafi sinnt næg­ i lega skyldum sínum við reikningsskil árið 2007 og við hálfsársuppgjör 2008. 12. Seðlabankinn er talinn hafa vanrækt rannsóknarskyldu sína þegar Landsbankinn leitaði fyrirgreiðslu til að geta orðið við kröfu breska fjármálaeftirlitsins um flutning á Icesave­innstæðum úr útibúi í dóttur­ fyrir tæki Landsbankans. Þá eru gerðar athuga semdir við vinnubrögð bankans Glitnis helgina frægu þegar Glitnir leitaði til bankans í lok september 2008 og að hann hefði átt að láta Glitni vita þegar ljóst var að ekki yrði orðið við beiðni hans um lán. Ennfremur var bankinn í viðræðum við breska Seðla bankann á árinu 2008 um lán sem var hafnað og bréf sent til baka um að aðstoða Ís lendinga við að minnka bankakerfið en Seðlabankinn svaraði því bréfi ekki. 13. Fjármálaeftirlitið stóð ekki undir eftir­ litsskyldu sinni og er sagt að fjárskortur, reynslu leysi starfsmanna, tregða við að beita úrræðum og léleg álagspróf séu meðal ástæðna þess að Fjármálaeftirlitinu mistókst eftirlitshlutverk sitt. 14. Alþingi brást hlutverki sínu við að gæta almannahagsmuna. Stjórnmálamenn og embættismenn stóðu sem lamaðir frammi fyrir bankakerfi sem leyft var að vaxa langt umfram getu stjórnvalda til að ráða við það. Nefndin telur að orsakir hrunsins sé fyrst og fremst að finna í örum vexti bankanna. Þeir voru orðnir tífalt stærri en hag­ kerfið þegar þeir hrundu. Vinnubrögð stærstu eigenda bankanna og stjórnenda þykja ámælisverð, sem og gegndarlaus útlán bank anna til eigenda sinna. Þrír ráðherrar eru taldir hafa sýnt vanrækslu í starfi; Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármála ráð herra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Seðlbankastjórarnir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingi mundur Friðriksson eru allir taldir hafa sýnt vanrækslu í starfi. Þá telur nefndin að Jónas Fr. Jónsson, forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, hafi sýnt vanrækslu í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.