Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 JENNÝ RUTH HRAFNSDÓTTIR framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar ehf. B arnasmiðjan ehf. hefur verið leið andi á íslenskum úti leik tækja markaði í 24 ár. Fyrirtækið fram leiðir úti leiktæki undir vörumerkinu Krumma­Gull, auk þess að bjóða leikföng og kennslugögn til leik­ og grunnskóla. Þriðja grunnstoð fyrirtækisins er smá söluverslun með leikföng og leiktæki fyrir heimahús. „Ég tók nýverið til starfa sem framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar en þar sem foreldrar mínir stofnuðu fyrir­ tækið hef ég alltaf þekkt hvern krók og kima í því. Ég tek við góðu búi hefðbundinna við skiptahátta þar sem farið var fetið í upp­ bygg ingu fyrir tækisins. Þessi stefna mun áfram verða við höfð undir minni stjórn en aðferðirnar að markmiðunum breyttar. Það er mikið að gera þessa dagana og ber þar helst að nefna inngöngu okkar á norska útileiktækjamarkaðinn. Við erum að skoða samstarf við norskt fyrirtæki í vöruþróun og teljum að það styrki stöðu okkar tals vert á markaðnum. Auk þess erum við að endurbæta markaðsefnið fyrir þetta verk efni. Næst ber að nefna tvær nýjar vörulínur, Krumma­Kot vörulínuna með útileiktækjum fyrir heimili og sumarhús sem verður kynnt um miðjan maí. Hin línan er öllu stærra þróunarverkefni og von umst við til að ná að kynna fyrstu vörur þeirrar vörulínu á vormánuðum 2011. Við höfum fengið dyggan stuðning fagfólks og viðskiptavina við þróun vörulínunnar sem er skemmtilegt nýsköpunarverkefni.“ Jenný Ruth útskrifaðist með BS­gráðu frá HÍ í véla­og iðnaðarverkfræði. Þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hún stundaði framhaldsnám í verkfræði og lauk Dipl­Ing gráðu í vélaverkfræði eða öllu heldur smávélaverkfræði (e. Micro­ Electro­Mechanical System Engineering). „Eftir nám hóf ég störf hjá Actavis þar sem ég stoppaði stutt því Össur hf. heillaði meira. Ég starfaði í fimm ár á vöruþróunarsviði Össurar við hönnun, verkefnastjórnun og vörustjórnun. Það var lærdómsríkur og skemmtilegur tími. Síðasta árið stýrði ég hönnunarhópi sem sá um hönnun gervigreindarökkla. Össur er eitt fárra íslenskra fyrirtækja sem rekur rótgróna alþjóðasöludeild og í starfi mínu sem vörustjóri fékk ég góðan lærdóm frá söludeildunum enda mikilvægt í vöruþróun að vinna náið með viðskiptavinum og hlusta á þarfir þeirra. Núna reynir á að nýta þetta veganesti og yfirfæra það í viðfangsefnin framundan. Þrátt fyrir að gaman sé í vinnunni mega áhugamálin ekki sitja á hakanum og ég reyni að skella mér út í hlaupaskónum nokkrum sinnum í viku. Það er bæði hreins andi og slakandi að fara út í smá rigningarsudda. Ég spila líka á píanó og fer á tónleika. Við höfum ekki komist mikið á skíði í vetur en það er fjölskyldusport númer eitt, meira að segja sú stutta hefur komið með í fjallið síðan hún var þriggja vikna. Hlíðarfjall stenst ágætlega saman­ burð við austurrísku Alpana og við höfum látið það duga í vetur.“ Nafn: Jenný Ruth Hrafnsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 7.október 1978. Foreldrar: Hrafn Ingimundarson og Elín Ágústsdóttir. Maki: Árni Viðar Sigurðsson. Börn: Viktor, 7 ára og Brynja, 1 árs Menntun: BS í véla-og iðnaðar- verkfræði frá Háskóla Íslands og Dipl.-Ing. í vélaverkfræði frá Universität Karlsruhe. Jenný Ruth Hrafnsdóttir. „Þrátt fyrir að gaman sé í vinnunni mega áhugamálin ekki sitja á hakanum og ég reyni að skella mér út í hlaupaskónum nokkr um sinn um í viku.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.