Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 41

Frjáls verslun - 01.04.2010, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 41 annarra með því að taka sendingar til höfundar til handargagns, aka um hverfið þótt hann væri í fríi til að heilsa upp á íbúana og svo mætti lengi telja. Fred veitti höfundi bókarinnar svo mik inn innblástur að hann fór að halda fyrir lestra um þjónustu byggða á Fred­lög málunum sem fjalla um hvernig veita á fram úrskarandi þjónustu. Lögmálin fjögur eru einföld og á allra færi að tileinka sér þau. Fyrir hverja er bókin? Bókin er fyrir alla þá sem vilja fá aukinn innblástur og ástríðu í störf sín. Þá sem vilja fá hugmyndir að því hvernig hinn almenni starfsmaður getur sjálfur skapað sér tilgang með verkefnum sínum og þannig fundið merkingu og aukna ánægju í starfi. Hún er tilvalin fyrir stjórnendur sem vilja hvetja starfsmenn sína til að gera ennþá betur í því að þjónusta viðskiptavini og þannig auka ábata fyrirtækisins. Kafli í bókinni fjallar um hvernig á að þjálfa starfsmenn upp í að vinna samkvæmt Fred­hugmyndafræðinni, hvernig á að finna rétta fólkið, umbuna því, fræða það og síðast en ekki síst mikilvægi þess að vera Fred sjálfur til að skapa gott fordæmi. Hvernig? Eins og með svo margt sem er áhrifaríkt er bókin einstaklega einföld. Hún er stutt og auðveld aflestrar, með dæmisögum af Fred og fjölmörgum öðrum sem hafa skarað fram úr í þjónustu. Hún segir sögu Freds sjálfs, annarra sem höfundur líkir við Fred og hann fór að taka betur eftir þegar hann hafði kynnst Fred. Lögmál Freds eru einföld og á allra færi að tileinka sér og með því að gera það finnum við aukinn tilgang og meiri ánægju í starfi og þar með leik. Ekki svo lítill ávinningur það! Hvar er Fred í dag? Síðasti kafli bókarinnar svarar spurningunni sem höfundur fékk gjarnan þegar hann hélt fyrirlestra um Fred. Hvar er Fred í dag? Skemmst er frá því að segja að þegar bókin var skrifuð var Fred enn í Denver í því starfi sem hann sinnir svo vel, sem bréfberi. VIÐ HÖFUM ÖLL ÁHRIF, ÓHÁÐ ÞVÍ HVAR Í SKIPU- RITINU VIÐ STÖNDUM. ALLUR ÁRANGUR GRUNDVALLAST AF ÁRANGURS- RÍKUM SAMSKIPTUM. VIÐ ÆTTUM STÖÐUGT AÐ LEITAST VIÐ AÐ FÆRA ÖÐRUM AUKIÐ VIRÐI. ÞAÐ ÞARF EKKI AÐ KOSTA KRÓNU. VIÐ GETUM REGLULEGA FUNDIÐ NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ VINNA HLUTINA. Hann hafði þá nýverið hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir vel unnin störf, sem hann tók við með miklu stolti, og tekið er fram að samstarfsmenn hans hafi fylgst stoltir með árangri Freds. Aðspurður hvað það væri sem drifi hann áfram til að veita framúrskarandi þjónustu svaraði hann með eftirfarandi atriðum: GERÐU ÖÐRUM GOTT OG ÞÉR MUN LÍÐA VEL. SÁ BESTI HVÍLIR SIG ALDREI. KOMDU FRAM VIÐ VIÐSKIPTAVINI OG AÐRA EINS OG VINI ÞÍNA. UMBUN ÞÍN FELST Í ÁHRIFUNUM SEM ÞÚ HEFUR Á AÐRA. GERÐU GULLNU REGLUNA AÐ ÞINNI – KOMDU FRAM VIÐ AÐRA EINS OG ÞÚ VILT AÐ KOMIÐ SÉ FRAM VIÐ ÞIG. ÓTTASTU EKKERT NEMA ÞAÐ AÐ KASTA AUGNABLIKINU Á GLÆ. Einföld speki en samt svo áhrifarík. Bréfberinn Fred setur hér fram leiðir fyrir okkur að skara fram úr í starfi, hafa áhrif á líf annarra og bæta okkar eigið. Óhætt er að segja að þessi upp talning geti skilað árangri í hvaða verkefni sem er. Minna er augljóslega meira. Með því að tileinka okkur lögmál Freds og lífs speki hans má ljóst vera að við veitum ekki einasta framúrskarandi þjónustu heldur bætum einnig eigið líf og annarra. Það er ekki svo lítil umbun. Vertu Fred! FREDS LÍFSSPEKI FREDS LÖGMÁL B Æ K U R Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar um bókina Fred Factor.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.