Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 45

Frjáls verslun - 01.04.2010, Síða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 45 Skipulagt brot eða redding Og Bandaríkjamönnum virðist tamt að líta á efnahagsbrot sem skipulagða glæpastarfsemi þar sem Íslendingar hallast heldur að því að einstaka menn fari yfir strikið til að redda sér í vanda. Þetta kom skýrt fram í máli Williams Blacks, fyrrverandi saksóknara að vestan. Hann taldi í fyrirlestri í Háskóla Íslands í vor að fyrirfram hefðu verið lögð á ráðin um glæpi í íslenska bankakerfinu. Íslendingum er gjarnara að líta á aðdraganda meintra brota sem ferli sem byrjar á háum hugmyndum um mikinn gróða, allt er lagt undir og á endanum glatast allt í að bjarga sér út úr vitleysunni – og þá er hætta á lögbrotum. Menn fara mis langt yfir strikið í tilraunum til að bjarga sér. Þetta er ósköp venjuleg saga um hinn „íslenska athafnamann“ sem ekki kann fót­ um sínum forráð. Erfðum bæði kosti og lesti Helgi Skúli álítur að virðingarleysið fyrir reglum í efnahagslífinu eigi sér rætur langt aftur á síðustu öld. Almennur tekjuskattur var til dæmis innleiddur árið 1923 án þess að tækist að fá almenning til að bera virðingu fyrir honum. Það telst enda varla til glæpa að fara á svig við skattalög. Hann bendir einnig á að íslenskt samfélag standi enn nærri gamla bændasamfélaginu og hafi erft frá því bæði góðar dyggðir en einnig lesti. „Við höfum erft virðingu fyrir vinnusemi og hollustu og trúnaði,“ segir Helgi Skúli en talar líka um rótgróna forræðishyggju og undirgefni við sér æðri menn. Íslenskar viðskiptahefðir þroskast á hafta­ tímum allt frá því eftir fyrra stríð og þó í ríkustum mæli eftir seinna stríð. „Á miklum haftatímum lifa menn af því að virða ekki höftin og brotin eru ekki talin til glæpa,“ segir Helgi Skúli. Nefna má gömul mál eins og „kaffi­ baunamálið“ frá árinu 1984 og „olíu félags­ málið“ sem dæmi um brot sem spretta af ólíkum túlkunum á gjaldeyrisreglum. Rannsaka og byggja upp Þrátt fyrir mörg mál er samt eins og réttar­ kerfið sé vanbúið til að takast við ný mál þegar þau koma upp. Nú við rannsókn á hruni bankanna er verið að byggja upp sjálfa rannsóknarstofnunina um leið og rannsókn fer fram. Ólafur H. Hauksson, sérstakur saksóknari í efnahagsbrotamálum, byrjaði einn á tómri skrifstofu og varð að aðhlátursefni þegar daginn eftir fyrir að koma engu í verk! Fáliðun og vanbúnaður er hins vegar skýr­ ingin á því að það liðu 18 mánuðir frá því meint brot komust í hámæli og þar til fyrstu menn voru handteknir. Eða var „sérstakur“ aðeins að minna á nærveru sína með harkalegum handtökum og að skjóta öðrum meintum brotamönnum skelk í bringu? Sveinn Andri hefur enga trú á því. „Ég þekki Ólaf H. og veit að hann vinnur þetta á faglegum grundvelli.“ Þriðja dómstig? Hitt er annað mál að þegar rannsókn hruns­ málanna fer að leiða af sér kærur myndast nýr flöskuháls. Dómskerfið er ekki búið undir mikinn fjölda nýrra mála. Sveinn Andri leggur til að haldið verði áfram með hugmyndir um þriðja dómstigið – landsyfirrétt sem létti álagi af Hæstarétti. Það gæti flýtt fyrir málum og ef til vill eytt þeirri tilfinningu fólks að oft verði lítið úr þótt mikið gangi á í fyrstu við rannsókn meintra efnahagsglæpa. Sveinn Andri telur þó að það liggi í eðli brota af þessu tagi að rannsókn hefst með látum og mikið ryk þyrlast upp meðan verið er að sækja upp­ lýsingar. „Svo sest rykið á málið og það tekur við logn og hægagangur að því er virðist,“ segir Sveinn Andri og það sé annaðhvort vegna þess að grunsemdir voru meiri en efni stóðu til eða að úrvinnslan varð tímafrekari en menn héldu. „… nýjar upplýsingar hljóta að hafa komið fram og því nauðsynlegt að geta spurt mennina án þess að þeir hefðu kóræfingu áður.“ Sveinn Andri Sveinsson hæsta­ réttarlögmaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.