Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.04.2010, Qupperneq 57
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 1 0 57 NÚ ER ÞAÐ SVART BÓKIN ÁFRAM AFRÍKA: Ljósmyndabókin Áfram Afríka eftir PÁL STEFÁNSSON ljós myndara er komin út hjá útgáfunni Crymogeu. Í bókinni eru 199 stórkostlegar myndir frá Afríku þar sem knattspyrna er samnefnarinn. Í bókinni eru 199 stórkostlegar myndir frá Afríku þar sem knattspyrna er samnefnarinn. Er Afríka hættuleg? Já, svo sannarlega, hún er ólæknandi sjúk dómur. Maður verður að komast þangað aftur, aftur og aftur. Töfrar. Er hægt að segja að heimsálfa hafi töfra? Afríka hefur töfra, en það er fyrst og fremst fólkið sem byggir þessa álfu sem töfrar mann, heillar. Glaðværðin, litadýrðin, æðruleysið, feg urðin. Í fólkinu og mannlífinu. Ljóslifandi. Eins og í gær. Það eru tæp þrjú ár síðan. Ég var á leið frá Georgetown í Gambíu, bæ sem er 350 kíló metra inn eftir Gambíufljótinu, til Dakar, höfuð borgar Senegal. Sá í húminu, út um bílgluggann, það falleg asta sólarlag sem ég hef séð. Rauð jörð, rauður himinn og í rauðu rykinu glitti í útlínur af strákofum; þorpi þar sem allir háðu knattspyrnuleik í síð ustu geislum sólarinnar. Gleðin, hláturinn, leikurinn, eitthvað svo fullkomið. Þetta var hin sanna Afríka, ekki sú Afríka sem við heyrum svo mikið af í fréttum; hungursneyðir, endalausar styrjaldir og manndráp. Seint um kvöld. Kominn til Dakar, skemmtileg, nútíma leg borg. Höfuð borg Vestur­ Afríku. Á koddanum, ég hlustaði á nútím ann, umferðargný, hlátur, köll. Og jafnvel fíl beinska sápu óp eru úr sjónvarpi handan götunar. Þá kveikti þessi mynd, sem ég sá fyrr um kvöldið, hugmynd að bók um Afríku eins og hún er, með knatt spyrnu sem samnefnara. Afríka er fótbolti. Svona næst um því. Í sumar verður síðan heimsmeistara­ keppnin í knatt spyrnu hald in í fyrsta skipti þarna suður frá í Suður­Afríku, góð tíma­ setn ing til að klára verkið. Áfram Afríka er hugsuð fyrir allan heiminn. Það koma margir að henni, sér stak lega það fólk sem flækist fyrir á mynd. Formáli er eftir stærstu fótbolta stjörnu Afríku, Chelsea­ leikmann inn Didier Drogba. Allar mynd irnar eru teknar á Hassel blad 6x6­filmuvél. Það hentar verkefninu best. Þegar yfir lýkur hafa yfir tuttugu lönd álfunnar verið heimsótt. Afríka er hættuleg. Pál Stefánsson ljós myndari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.