Franskir dagar - 01.07.2008, Síða 3

Franskir dagar - 01.07.2008, Síða 3
Franskir dagar - Les jours fran^ais Avarp framkvæmdastj óra Ágætu Fáskrúðsfirðingar og aðrir góðir gestir. Franskir dagar eru haldnir í þrettánda skipti, en þeir voru fyrst haldnir síöustu helgi júlímánaðar 1996. Þeir eru haldnir til aö minnast sögu Fáskrúðsfjarðar og veru Frakka hér fyrir og eftir aldamótin 1900. Að þessu sinni verða Franskir dagar með ennþá meiri áherslu á franska menn- ingu. Lögð verður áhersla á að gestir og gangandi upplifi Frakkland í maganum og að þeir heyri og sjái allt það sem franskt er. Við erum búin að fá til liðs við okkur franska og frönskumælandi Veraldarvini til að sinna stórum hlutverkum á hátíð- inni. Einnig erum viö búin að láta hanna okkar eigið lógó sem mun prýða spjöld, fána og fleira. Ég er aðkomukona í Fjarðabyggð en mér hefur verið tekið opnum örmum og gaman er aö sjá hvað Fáskrúðsfnðingar eru stoltir og ánægðir meö hátíðina sína. Aðstand- endur Franskra daga hafa staðið sig ein- staklega vel og það er sama hvað ég bið þá um að gera, ég fæ alltaf svarið „Ekkert mál!" Ég hef fengið fólk til að búa til fiska, mála skilti, safna styrkjum og fleira og fleira. Ég bjó í Frakklandi í rúm tvö ár, lyrst hálft ár í nágrannabæ Parísar og svo í bleiku borginni „la ville rose", Toulouse. Frakkar eru mjög stoltir af sögu sinni og þeim finnst frábært að sjá sögu sína teygja angana til annarra landa. Tilefni Franskra daga er að heiðra sögu franskra sjómanna hér við land en Fáskrúðsfjörður var aö- albækistöð franskra sjómanna á íslandi. Sjómennirnir komu aöallega frá Norm- andí og Bretaníuskaganum í Frakklandi og sigldu hingað langa leið á sínum fögru skútum. Fáskrúðsfirðingar minna mig oft á Frakka eins og t.d viömót þeirra gagn- vart mat. Það skiptir engu á hvaða veit- ingastaö þú ferð á Fáskrúðsfirði. Þú mátt bóka að þú færð fyrsta flokks mat úr fyrsta flokks hráefni hvort sem það er sjoppan, kaffihúsin eða hótelið! Verið er að vinna verkefni hjá sveitar- félaginu sem miðar að því aö efla ímynd FáskrúðsQarðar sem er „Franski bærinn" á íslandi og efla vitund heimamanna og gesta á frönsku tengslunum. Franskir dagar eru stór liður í því verkefni. Ég hef verið beðin um að taka þetta verkefni aö mér ásamt öðru góöu fólki og geri ég það með stolti. Að lokum vil ég þakka undirbúnings- hópnum og öllum aðstandendum Franskra daga kærlega fyrir óeigingjarna vinnu og frábært samstarf. Ég vona að þið skemmtiö ykkur sem allra best á Frönskum dögum. Vive la France! Vive !e FáskrúðsQörður! Hulda Gudnadóttir Framkvœmdastjóri Franskra daga 2008. 3

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.