Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 32

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 32
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANf AIS Hvalveiðibdturinn Island kemur með hval að landi á Fögrueyri. Strax eftir stofnun þýska hvalveiðifélagsins í árslok 1902 var samið við Akers mekanisk Værk- sted í Kristiania (Osló) um smíði tveggja nýtísku hvalveiðibáta. Fyrri bátnum, Island, var hleypt af stokkunum í maímánuði 1903 en hinum síðari, Germania, mánuði síðar. Bátarnir voru systur- skip, 106 tonn að stærð. í lok júnímánuðar komu hvalveiðibátarnir til Fáskrúðsfjarðar og héldu til veiða dagana 1. og 2. júh'. Á báðum bátunum voru norskar áhafnir og skytturnar, sem einnig sinntu skipstjórn, höfðu nokkra reynslu af hvalveiðum. AFKOMAN UNDIR VÆNTINGUM Veiðum á fýrstu vertíð stöðvarinnar lauk hinn 31. ágúst og höfðu þá bátarnir tveir fært 47 hvali að landi og nam lýsisframleiðslan 1428 fótum. Ekki voru forsvarsmenn hvalveiðifélagsins ánægðir með árangurinn því veiði bátanna var langt undir meðaltalsveiði á vertíðinni auk þess sem allskonar vandamál komu upp við vinnslu á hvalnum. Stór hluti vandamálanna tengdist þeim tækjabúnaði sem Dr. Paul hafði hannað og látið smíða. Tap reyndist á starfseminni þrátt fyrir að þýska ríkið legði félaginu til myndarlegan rekstrarstyrk. Á vertíðinni 1904 komu hvalveiðibátarnir með samtals 85 hvali að landi, en þrátt fyrir að veiðin væri góð héldu vandræðin við vinnsluna áfram og að auki lækkaði markaðsverð á hvallýsi mjög þetta árið. Eins og árið áður var tap á starfseminni þrátt fyrir ríkisstyrk. Á miðri vertíðinni tók stjórn hvalveiðifélagsins þá ákvörðun að senda einn stjórnarmann til Islands til að kanna hvers vegna starfsemin á Fögrueyri gekk ekki betur en raun bar vitni. Til farar- innar valdist Heinrich Grohmann kaupmaður frá Altona. Kynnti Grohmann sér starfsemina og í viðtölum við norska starfsmenn upplýst- ist að þeir kenndu fyrst og fremst tækjabúnaði stöðvarinnar um þau vandræði sem einkenndu reksturinn. Niðurstaða athugunar Grohmann Hvalur skorinn dflensiplaninu d Fögrueyri d vertiðinni 1905. • 32

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.