Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 33

Franskir dagar - 01.07.2012, Blaðsíða 33
FrANSKIR DAGAR - LeS JOURS FRANfAIS A flemiplaninu d Fögrueyri t júli 1905. Ju/ius Tadsen er lengst til vinstri ogþá Heinrich Grohmann. Anne Grohmann situr á hvalnum og að baki henni stendur dagbókarhöfundurinn Bertha Stapel. leiddi til þess að Dr. Paul lét af starfi veiðistjóra að vertíð lokinni. Akveðið var að Grohmann myndi gegna veiði- stjórastarfmu í byrjun næstu vertíðar og kom hann til Fögrueyrar ásamt starfsmönnum stöðv- arinnar hinn 13. maí 1905. Með Grohmann í för að þessu sinni voru einnig dóttir hans, Anne, og vinkona hennar, Bertha Stapel, en fröken Stapel var reyndar systir tengdasonar Grohmann. Það var einmitt Bertha Stapel sem hélt áðurnefnda dagbók. Heinrich Grohmann gegndi starfi veiðistjóra til 22. júlí en þá tók við starfmu Julius Tadsen en hann var fyrrverandi skipstjóri og naut mikils trausts stærsta eiganda þýska hvalveiðifélagsins. Veiðin á vertíðinni 1905 olli vonbrigðum. Heild- arveiðin var einungis um 60 hvaBr og var lýsis- framleiðslan 1800 föt. Að vertíðinni lokinni lagði Tadsen veiðistjóri til að starfsemi stöðvarinnar á Fögrueyri yrði hætt enda h'til von til þess að hvalveiðar við Island yrðu ábatasamar á kom- andi árum. Þessi tillaga Tadsen var samþykkt af stjórn félagsins. Þegar vertíðin hófst árið 1906 var allt hljótt á Fögrueyrinni. Verksmiðjuhúsin stóðu auð og yfirgefin. Árið 1907 voru hvalveiðibátarnir seldir; Island til Japan og Germania til Síle. I árslok sama árs var síðan samþykkt að selja Marcus C. Bull veiðistjóra í Heliisfirði stöðina sjálfa og voru greidd 30.000 mörk fyrir. I reynd var það skoska fyrirtækið Chr. Salvesen Sc Co. sem keypti stöð- ina en Bull haföi verið starfsmaður fyrirtækisins frá árinu áður. Chr. Salvesen & Co. festi kaup á samtals fjórum hvalstöðvum á íslandi á þessum tíma, þar á meðal stöðinni í Hellisfirði. Öll hús stöðvarinnar á Fögrueyri vom tekin niður sumarið 1908 og stöðin síðan endurreist á New Island á Falklandseyjum. DAGBOK FROKEN STAPEL Það voru svo sannarlega tíðindi þegar frétt- ist af því að dagbók Bertha Stapel frá árinu 1905 heföi komið í leitirnar. Auk dagbókar- innar haföi ungfrú Stapel látið eftir sig myndaalbúm með ljósmyndum frá dvöl- j inni á Fáskrúðsfirði umrætt sumar og em myndirnar allar gulls ígildi en einungis fá- einar verða birtar með þess- ari grein. Fröken Stapel fjallar ekki mikið um starfsemina á hval- stöðinni í dagbókarskrifunum heldur gerir hún grein fyrir mannlegum samskipmm og lýsir staðhátmm á Fáskrúðs- firði og nágrenni. Hún starfaði í Villunni og segir vel frá því sem þar átti sér stað og greinir frá gestakomum og veislu- höldum í tengslum við þær. Þá segir hún ávallt frá því þegar Grohmann veiðistjóri þurfti að fara af bæ og sinna ýmsum erindum og stundum fengu þær Anne að slást í för með honum. 1 dagbókinni er varpað ljósi á frístundir fólksins í Villunni en Grohmann las gjarnan upp fyrir íbúa hússins á kvöldin. Stapel greinir frá því þegar fyrir- menn frá Búðum komu í heim- sókn í Villuna. Þarna komu kaup- mennirnir Davíðsson,Tulinius og Stangeland og fjölskyldur þeirra og einnig Georgsson læknir. Þá komu hinir frönsku kaþólsku prestar á Búðum oftar en einu sinni í heimsókn og þá gjarnan með lækninum sem var franskur konsúll. Eins var oft '' ^ "N * //V \\ ir^ B. S. jp \ $letne jjetfc mk \\ 1 Dagbókfröken Stapel. 33.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.