Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 25

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 25
Frar\skir dð,gð,r [esjovirs frarMjeJs að vetri til. Sumarið 2015 eru haldnar tvær æfingar á viku fyrir börn fædd 2009 og fyrr. Farandþjálfari frá UIA sér um æfingarnar og svipað fyrirkomu- lag var einnig síðasta sumar. Frjálsíþróttadeildin hefur ekki haldið úti æfingum yfir vetrartímann síðan árið 2011. Deildin hélt í vor hið svonefnda Ávaxtamót UlA í samvinnu við sambandið. Mótið er fyrir börn ellefu ára og yngri og var haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði. Formaður Frjáls- íþróttadeildar Leiknis er Gréta Björg Olafsdóttir, hún tók við formennskunni árið 2010. Sunddeildin hefur starfað allt frá því félaginu var skipt í deildir en skipulagt starf að málefnum sundíþróttarinnar hófst einu ári fyrr, árið 1992. Sundaðstaða á Fáskrúðsfirði telst varla lengur boðleg þeim sem æfa sund með keppni í huga þótt litlu lauginni hafi verið fagnað á sínum tíma. Hinn góði árangur, sem sundfólk Leiknis hefur náð, er þess vegna allt að því ótrúlegur. Leiknir vann stigakeppni Austurlandsmótsins mörg ár í röð og áfram getur félagið verið stolt af sundfólki sínu. Það hefur sýnt að árangri er hægt að ná þótt aðstaðan sé ekki með glæsi- legasta móti. Undanfarin ár hafa allt að 50 börn mætt á sundæfmgarnar en áhugi þeirra á keppni er mismikill. Reglulegar æfingar stunda 20 til 30 börn. Margir nýir iðkendur hafa bæst við að undanförnu og lagt hefur verið kapp á að ná til þeirra sem ekki æfa aðrar íþróttir. Sund- deildin tekur engin æfingagjöld af börnum eins og er. Leiknir sækir öll sundmót sem haldin eru í fjórðungnum. Má þar nefna Bikar- og Meistaramót UIA, Sumarhátíð UIA, Vormót Neista og Hennýjarmótið. I röðum Sunddeildar Leiknis eru mörg ung börn, tíu ára og yngri, og þau keppa yfirleitt ekki til verðlauna á mótum. Keppendur Leiknis eru þó oft í efstu sætum í sínum greinum. Formaður Sunddeildar Leiknis er Eva Ösp Örnólfsdóttir. Blakdeildin er ung að árum, hún var stofnuð árið 2007. Deildin stendur fyrir barna- og ungfinga- starfi og yngri flokkar hafa tekið þátt í íslands- mótum sem haldin hafa verið á Austurlandi. Unglingar sóttu afreksbúðir Blaksambandsins í Mosfellsbæ og tvær blakstúlkur Leiknis voru eftir það boðaðar á úrtaksæfingu hjá U-17 landsliðinu. Eldri flokkar Leiknis hafa tekið þátt í Islands- mótum allt frá stofnun deildarinnar og aldrei hafa færri en þrjú lið verið skráð til leiks. Einnig hafa lið frá Leikni keppt á öllum öldungamótum sem haldin hafa verið áþessum árum.Æfingagjöldum hefur alla tíð verið stillt í hóf og börn og unglingar þurfa engin æfingagjöld að greiða. Deildin gengst fyrir fjáröfhmum sem standa að stórum hluta undir rekstrinum. Það sem er næst á stefnuskrá hjá deildinni er að byggja upp strandblakvöll á íþróttasvæðinu. Formaður Blakdeildar Leiknis er Elsa Sigrún Elísdóttir. Yngsta deild Leiknis er fimleikadeildin sem stofnuð var á síðasta ári, 2014. Fimleikar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi síð- ustu ár og það má eflaust þakka frábæru starfi Gerplu og fleiri íþróttafélaga. Krafturinn í starfi Fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum hefúr líka haft hvetjandi áhrif hér eystra. Veturinn 2011 fékk Elsa Sigrún Elísdóttir, íþróttakennari á Fáskrúðsfirði, þá hugmynd að hefja fimleika- æfingar. Hún hafði í fyrstu samstarf við Frjáls- íþróttadeild Leiknis um tíma í íþróttahúsinu en áhuginn reyndist strax svo mikill að sérstökum fimleikaæfmgum var komið á og fimleikadeildin síðan stofnuð. Starf Fimleikadeildar Leiknis hefur farið vel af stað og í vetur stunduðu um 70 börn víðsvegar að úr Fjarðabyggð æfmgar í íþrótta- húsinu á Fáskrúðsfirði. Fyrsta mót deildarinnar, einstaklingsmót í stökkum, var haldið í vetur og stúlkur úr deildinni kepptu á Vormóti Fimleika- sambands íslands sem haldið var á Egilsstöðum í maí síðastliðnum. Þessi fyrstu mót voru góður skóli fyrir hina ungu þátttakendur. Skortur á nauðsynlegum búnaði hefur eðlilega hamlað starfseminni þar sem byggja þurfti allt starfið upp frá grunni. Vel hefur gengið að afla styrkja og strax hefur tekist að festa kaup á tramp- ólíni og einnig loftdýnu sem kostaði yfir eina og hálfa milljón króna. Formaður Fimleikadeildar Leiknis er Valborg Jónsdóttir. Lokaorð I þessari stuttu samantekt hefur þurft að stikla á stóru í sögu Leiknis og aðeins nefndir fáir félagar sem borið hafa starfið uppi í þrjá fjórðu hluta aldar. Eg get þó ekki látið hjá líða að nefna það fólk sem skipar stjórn Leiknis á þessum tímamótum í sögu félagsins. Arnfríður Hafþórs- dóttir er formaður Leiknis og með henni í stjórn eru Gunnar Geirsson, Hafdís Pálsdóttir, Ólafur Atli Sigurðsson og Rakel Nguyen Halldórs- dóttir. Arnfríður tók við formennsku félagsins árið 2013 af Steini Jónassyni sem hafði gegnt starfi formanns frá árinu 2003. Heimildir: Arsskýrslur Leiknis 1941-1943 og 1950—1955. Formenn deilda Leiknis. Tölvubréf íjúm'2015. Fundargerbabœkur Leiknis 1972-2010. Fundargerdabók skemmtinefndar Leiknis 1954— 1955. Gunnar Olafsson. Sendibréf tilstjórnarLeiknis 15. desember 1970. Jón Ivarsson. 2007. Vormenn Islands. Saga UMFI í 100 ár. Reykjavík, UMFÍ. Magnús Stefánsson. 1991. Viðtalvið Gunnar Olafs- son. Sjððbók Leiknis 1941-1955. Snœfell (eldra) (1). 1946. Snæfell (yngra) (1). 1979. Sundhöllin á Fáskrúðsfirði. 1947. Gerpir (1. árv., l.tbl.): 13-14. Viðar Hreinsson,Jón Torfason, Höskuldur Þráinsson. 1992. Saga /andsmóta UMFÍ. Reykjavík, Jðhann Sigurðsson og Sigurður Viðar Sigmundsson. Vtðir Sigurðsson. Tölvubréf 10.júní2015. Þorsteinn Einarsson. 1997. Félagatal ungmenna- og ipróttafélaga. Reykjavík, UMFI. Greinin er að hluta til byggð á erindi sem höfundurflutti á sjötíu ára afmœlishátíð Leiknis haustið 2010. Bréf sem stofnandi Leiknis, Gunnar O/afsson, skrifaði stjórn félagsins í árslok 1970, pegar Leiknir varð prítugur. Þessi næstum hálfrar aldar kveðja lýsir velhógværð bréfritarans og hún er einniggóð hugvekja öllum peim sem starfa að iprótta- ogfé/agsmá/um. Neskaupstað, 15. desember 1970 Stjórn Umf. Leiknis, Búðum Ekki vil ég láta árið líða svo, að ég ekkipakkifýrirpá óvæntu kveðju, er Umf. Leiknir sendi mér ísumar. Egsegi ðvæntu,pvíað sattað segja átti ég hennar ekki von m. a. afpví, að ég mundi ekkert eftirpessum tímamótum og íannan stað hafði ég ákaflega lítið tilpessarar viðurkenningar unnið. Satt að segja fannst mér ég ekki vera að gera neitt fyrir neinn á peim árum, sem ég átti hlut að stofnun Leiknis. Eg hafði ánægju af pessu stússi og vann með ágætu fólki. I stuttu bréfi ætla ég ekki að rekja neinar endurminningar, en vissulega minnist maður margragóðra stundafráfyrstu árunum, og ég hef verið svo lánsamur að halda vináttu viðpaðfólk, sem égpá kynntist, allt tilpessa dags. Eg varpeirrar skoðunar ípá daga og erpað raunar enn, aðpátttaka ungs fólks i einhvers konar skipulögðu félagslífi, sépví ekki aðeins holl tóm- stundaiðja heldur einnigparfur undirbúningurfyrirfélagsmálastörffull- orðinsáranna. Þeir sem ve/jast til forystu í æskulýðsfélögum fápar ómetan- legan æf ingaskóla, sem kemurpeim að margvíslegu haldi á lífsleiðinni. En að sjálfsögðu kostarpað vinnu og margs konar fyrirhöfn. Eg hef stundum sagt pað hin stðari ár, bæði í gamni og alvöru, eftir að ég að mestu hættifélagsmálastússi, að ég hefði getað byggt mér mörg hús Jýrirpærstundir er ipað fórpau ca. 25 ár, erflestar mínarfrístundirfóru ífélagsstörf, en hvort ég væri nokkuð sælli, pað efa ég stórum. Og a/drei hefurpað hvarflað að mér, að peim tíma hafi verið til einskis sóað. Góðu ungmennafélagar. Þetta áttu aðeins að verða nokkurpakkarorð, en engin ræða, enda skal nú staðar numið. Eg árna Umf. Leikni allra heilla á komandi árum og bið ykkur að færa öllum, yngri sem e/dri félögum kærar kveðjur og sérstakar pakkir vil ég fera öllum peim, er með mér störfuðu áfyrstu árum Leiknis. Islandi allt. Gunnar Olafsson 25

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.