Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 55
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 55 N ýr mjólkurrisi, sem varð til við sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna og ber tímabundið nafnið MS/MBF, er samvinnu- félag um 550 bænda og nær félagssvæðið frá Hellisheiði eystri suður um og norður að Vatns- skarði. Fyrirtækið fær reyndar nýtt nafn á næstu vikum að undangenginni samkeppni meðal starfsmanna og mjólkurframleiðenda fyrirtækisins. Starfsstöðvar hins nýja mjólkurrisa eru í Búðardal, Blöndu- ósi, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Hjá hinu nýja fyrirtæki starfa 375 manns og áætluð velta er um 7 milljarðar króna. Til- gangur sameiningarinnar er fyrst og fremst sá að þjóna betur neytendum og tryggja að framhald verði á þeirri hagræðingu sem átt hefur sér stað undanfarin misseri. Tekið hefur verið upp nýtt skipulag, svokallað matrixus- skipulag sem hentar vel þeim verkefnum sem framundan eru, en jafnframt er markvisst reynt að láta þessar breytingar hafa sem minnst áhrif á daglegan rekstur. Framleiðslueiningar félagsins munu mynda fjögur sjálfstæð afkomusvið en þvert á þau ganga svo fimm stoðsvið sem veita miðlæga þjónustu og samhæfa starfsemi félagsins í gæða- og umhverfismálum. Dótturfyrirtæki MS/MBF verða EMMESS ís, Smásöluvörur, Bitruháls og Remfló. Nýráðinn forstjóri MS/MBF, Guðbrandur Sigurðsson, segir að leitað hafi verið eftir því af ráðgjafafyrirtæki að hann tæki að sér forstjórastarf í fyrirtæki þar sem verið væri að sameina tvö fyrirtæki í eitt. Hann segir að það hafi kitlað hann fljótt að taka þetta að sér, þetta væru áhugaverð félög sem væri í mikilli matvælavinnslu. Guðbrandur starfaði m.a. áður sem forstjóri ÚA á Akureyri og Brims og hann segir að sú reynsla sem hann hafi fengið þar nýttist vel enda einnig um matvælaframleiðslu að ræða, en hann er matvælafræðingur frá Háskóla Íslands. Á sínum tíma var hann fyrst og fremst ráðinn til Akureyrar til að koma góðu lagi á landvinnsluna en þá starfaði hann hjá Íslenskum sjávarafurðum við erlend verkefni, m.a. í Namibíu og Rúss- landi. Guðbrandur segir að auðvitað eigi hann margt ólært á nýjum vinnustað og mjólkin sé hráefni sem hann hafi litla reynslu af og vinnsluferillinn sé gjörólíkur því sem hann eigi að venjast frá fiskvinnslunni. En hann takist á við nýtt verke- fni af miklum áhuga. M J Ó L K U R I Ð N A Ð U R Guðbrandur Sigurðsson er forstjóri nýja mjólkurrisans, hins sameinaða fyrirtækis Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Fyrirtækið veltir 7 milljörðum og spannar félagssvæðið meira en hálft landið. TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON ER GÓÐ MJÓLK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.