Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 99

Frjáls verslun - 01.04.2005, Qupperneq 99
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 5 99 KVIKMYNDIR Batman í 66 ár Batman, eða Leðurblökumaðurinn, eins og óþjál íslensk þýðing myndi vera, er ein vinsælasta teiknimyndasería sem framleidd hefur verið og hún á sér langa sögu í teiknimyndablöðum, kvik- myndum og sjónvarpi. Hér fara á eftir minnisverðustu tíðindi í 66 ára sögu Batmans: 1939 Teiknararnir Bob Kane og Bill Finger skapa Batman og sést hann fyrst á prenti í sög- unni The Case of the Chemical Syndicate í maíblaði Detective Comics. 1943 Kvikmyndaserían Batman er sýnd í bíósölum frá 16. júlí til 22. október. Lewis Wilson leikur Batman og Douglas Croft leikur Robin. 1949 Önnur kvikmyndaserían um Batman, sem nú heitir Batman og Robin, er sýnd í Bandaríkj- unum 26. maí til 1. september. Nú eru það Robert Lowry sem leikur Batman og Johnny Duncan leikur Robin. 1966 Batman The Movie er sýnd um mitt ár. Þótti hún takast mjög vel. Í hlutverki Batmans var Adam West og Burt Ward lék Robin. Um leið og upptökum var lokið á kvikmyndinni var farið að framleiða sjónvarpsþætti með sömu leikurum í aðalhlutverki. Náðu þeir einnig miklum vin- sældum og voru framleiddir 118 þættir sem sýndir voru á næstu árum. 1988 Warner kvikmyndafyrir- tækið tilkynnir að þeir ætli sér stóra hluti með Batman og til- kynnir í leiðinni að Tim Burton muni leikstýra fyrstu kvikmynd- inni og Michael Keaton muni leika Batman og Jack Nicholson erkióvininn, The Joker. Það sem vekur athygli er að Robin hefur verið skrifaður út úr handritinu. 1989 Batman er frumsýnd og slær aðsóknarmet. Batman æði grípur um sig og strax er farið að huga að framhaldsmynd. 1992 Batman Returns er frum- sýnd og enn er það Michael Keaton, sem leikur Batman og engin Robin er enn til staðar. Tim Burton er aftur við stjórnvöl- inn og Michelle Pfeiffer er í hlut- verki Kattarkonunnar (2004 var gerð sérmynd um Kattarkonuna með Halle Berry í titilhlutverkinu og vakti sú mynd litla hrifningu) og Danny DeVito í hlutverki Mör- gæsarinnar. Myndin olli nokkrum vonbrigðum þegar miðað var við væntingarnar, en náði góðri aðsókn. 1992 Teiknimyndaserían Batman er frumsýnd í sjónvarpinu og gengur hún í þrjú ár. Kevin Con- roy talar fyrir Batman og Lorin Lester fyrir Robin. 1995 Batman Returns er frum- sýnd í júní og nær miklum vin- sældum, mun meiri en Batman Returns. Búið er skipta um í brúnni og Val Kilmer er kominn í hlutverk Batman. Robin er kominn til sögunnar og í hlut- verki hans er Chris O’Donnell. Í hlutverkum vondu kallanna eru Tommy Lee Jones og Jim Carrey. Í leikstjórastólinn er sestur Joel Schumacher. 1997 Joel Schumacher leikstýrir einnig Batman and Robin og enn er skipt um leikara í hlutverki Batmans. George Clooney klæð- ist svörtu skikkjunni og Chris O’Donnell er aftur í hlutverki Robins. Arnold Schwarzenegger er fenginn til að leika herra Frosta og Uma Thurman, Eitr- aða Ivy. Myndin þykir með ein- dæmum vitlaus og veldur öllum vonbrigðum. 2005 Eftir miklar bollaleggingar, áætlanir og ákvarðanir sem ekki stóðust, er loks frumsýnd fimmta Batmanmyndin, Batman Begins. Margir leikarar voru orðaðir við titilhlutverkið, meðal annars Kurt Russell, Brendan Fraser, Aaron Eckhard, Ben Affleck og Josh Hartnett, en eftir að breski leik- stjórinn Christopher Nolan var fenginn til að leikstýra og skrifa handritið valdi hann landa sinn Christian Bale í hlutverk Bat- mans. Kvikmyndataka hófst á Íslandi í september í fyrra. BRESKI KVIKMYNDAIÐNAÐURINN: Konur fá lægri laun en karlar Konur hafa lengi kvartað yfir því að þær fái ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Breski kvikmyndaiðnaðurinn lét gera könnun á launum karla og kvenna þar í landi og kom berlega í ljós að karlar eru betur launaðir þrátt fyrir að konur séu yfirleitt betur menntaðar í fræðunum. Tekin voru tvö launaþrep. Í efra þrepinu þar sem miðað var við 50.000 pund í árslaun voru konur 16% en karlar 30%. Í lægri flokknum þar sem miðað var við 20.000 pund í árslaun voru 35% konur og 18% karlmenn. Þegar farið var að skoða hverjir höfðu menntun og hverjir ekki í kvikmyndafræðum kom í ljós að 60% af konunum voru með nám að baki en aðeins 39% karlanna. Skýringin á þessu er að hluta til að finna í störfum kynjanna. Fáar konur unnu við tækni- og iðnaðarstörf, voru meira í að hanna búninga, snyrtingu og hárgreiðslu. Auk spurninga um laun var spurt um margt fleira. Það koma meðal annars í ljós að karlar sem starfa í breska kvikmyndaiðnað- inum eru mun líklegri til að giftast og eignast börn heldur en konur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.