Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 leggja svonefnda klæðningu á vegi landsins. Árið 1980 hafi aðeins 358 km af þjóðvegum verið lagðir malbiki, en þegar klæðningin kom til sögunnar hafi verið hægt að marg- falda þessa vegalengd á fáum árum. Nú sé á hinn bóginn komið að skuldadögum þeirrar byltingar í vegagerð sem klæðningin var. Breiðari vegir og hættuminni „Vegagerðin gerir umferðarspár tuttugu ár fram í tímann og leggur þær til grundvallar þegar farið er í vegaframkvæmdir. Í þeim er að jafnaði miðað við að tíundi hluti umferðar séu stórir bílar og því er ég ekki svo viss um að álagið á vegina sé eitthvað stórkostlega mikið meira en spár sögðu okkar,“ segir Jón Rögnvaldsson. Hann bætir því þó við að fyrir fáum árum hafi leyfilegur öxulþungi bifreiða verið aukinn úr 10 tonnum í 11,5 og slíkt hafi að sjálfsögðu áhrif. Miklu ráði sömuleiðis um endingartíma vega úr hvernig efni þeir séu byggðir og yfirleitt hafa vegagerðarmenn komist í góðar námur. Í ár ver Vegagerðin rúmlega 2,6 milljörðum króna til endurbyggingar og viðhalds vega. Þar af fer um 1 milljarður til viðhalds á bundnu slitlagi og 780 milljónir til að styrkja og endurbæta vegi. Afgangurinn af nefndri upphæð skiptist síðan á nokkra smærri liði. Endurbygging vega hangir reyndar saman við nýframkvæmdir. Meðal annars nefnir Jón Rögnvaldsson veginn í Stafholtstungum í Borgarfirði þar sem miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Þar er vegurinn allur byggður upp og aukinheldur breikkaður úr 6,5 metrum í 8,5. Þar munar um minna og vitaskuld dregur sú breikkun úr allri slysa- hættu. Rökin eru skýr Síðustu misserin hafa ýmsir, svo sem stjórn- málamenn, sett fram kröfur um að hefja strandflutningar að nýju, þá hugsanlega með opinberum tilstyrk að einhverju leyti. Í því sambandi hefur verið vísað til þess að víða í Evrópu sé nú kostað kapps að færa flutninga af vegum í skip eða þá yfir í lestarsamgöngur. Pálmar Óli Magnússon telur þessar bollalegg- ingar fjarstæðukenndar og bendir á að í Evr- ópu séu þessar ráðstafanir nauðvörn. Þar sé Þjóðvegirnir eru alls ekki gerðir fyrir þessa miklu umferð vöruflutningabíla sem er sífellt að aukast. Þyngd bílanna er oft alveg við leyfilegan hámarksþunga á vegunum. Á mörgum þeirra fáfarnari eru aðeins einbreið klæðning á miðju vegar og þegar bílar mætast þurfum við á stóru bílunum að víkja með því að fara alveg út í axlirnar. Afleiðingar þessa eru að kantarnir eru að brotna niður sem síðan étur út frá sér inn á veginn,“ segir Bjarni Gunnarsson vöruflutningabílstjóri. Hann starfar á vegum Landflutninga - Samskipa og er í reglulegum ferðum milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Stöðugt fleiri bílar Tíu til tólf flutningabílar eru í reglulegum ferðum að vestan og stundum raunar fleiri. Það segir Bjarni vera í samræmi við þróun undanfarinna ára. „Síðan ég byrjaði að keyra hér á milli hefur verið stöðugur vöxtur í landflutningum og bílunum verið að fjölga. Það að strandflutningum var hætt á síðasta ári þýddi alls engin straumhvörf heldur var það aðeins lokapunktur í langri þróun,“ segir Bjarni. Miðað við fimm öxla undir bíl og vagni má heildarþyngd ækis ekki vera meiri en 44 tonn. „Víða er undirlag veganna mjög slæmt, þeir mjóir og standa alls ekki undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Þetta er til dæmis raunin víða í Stranda- sýslu, til dæmis í Bitrufirði og á Ennishálsi. Sama gildir þegar er komið er í Ísafjarðar- djúpið. Við Reykjanes er ekið á vegi sem lagður var um 1950 og þú getur því rétt ímyndað þér hvernig ástand hans er. Það hefði átt að fara í endurbætur á veginum þar á undan veginum í Hestfirði og Skötu- firði, þar sem lagt var slitlag á síðasta ári,“ segir Bjarni sem telur forgangsröðun í sam- göngumálum oft undarlega. Fjárfestingin sé arðbærari „Vegirnir eru slíkir að fyrst og fremst heppni ræður því að vöruflutningabílstjórar hafi ekki lent í fleiri slysum en raun ber vitni. Á sumum stöðum eru komnir ágætir vegir, bæði breiðir og með sterku undirlagi. Um þá mætti raunar gjarnan vera meiri umferð þannig að fjárfestingin við uppbygg- ingu þeirra sé arðbærari en nú er.“ S A M G Ö N G U R BJARNI GUNNARSSON, VÖRUFLUTNINGABÍLSTJÓRI: Kantarnir að brotna niður Bjarni Gunnarsson, vöru- flutningabílstjóri á Ísafirði: „Fyrst og fremst heppni ræður því að vöruflutn- ingabílstjórar hafi ekki lent í fleiri slysum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.