Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 69
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 69 Þegar þessar verðkannanir eru skoðaðar ofan í kjölinn kemur í ljós að verðmunurinn er ekki mikill og í mjög mörgum tilfellum óverulegur. Þar er ekki tekið tillit til meiri þjónustu í okkar verslunum og í mörgum tilfellum meira úrvals. Samkeppnin er hörð og fyrirtæki keppa bæði um verð og gæði ásamt öðrum þáttum. Ég tel okkur vera samkeppnisfær á báðum sviðum. Við settum okkur markmið fyrir þessa vertíð og héldum okkur við aðgerðir sem við töldum styðja við þau markmið. Og við erum verulega ánægð með hvernig tókst til. Svo má nefna það sem aldrei er tekið inn í verðkannanir, skipti- bókamarkaðina, þar sem við höfum algera forystu og spörum náms- mönnum ótaldar fjárhæðir á hverju ári. Markaðurinn hefur verið tölvuvæddur og er nú frábærlega skilvirkur. Þetta fyrsta álagstímabil hjá Pennanum eftir að við tókum við hefur gengið vel og það er mikilvægt að ná góðum árangri í hausttörn- inni og svo aftur fyrir jólin en þessi tvö tímabil eru þau mikilvægustu fyrir smásöluna hjá okkur,“ segir Kristinn Vilbergsson. - Telurðu að stór hluti fólks kaupi þessar vörur þar sem lægsta verðið er boðið, og þá án tillits til þjónustu og gæða? „Það er mjög mikilvægt að menn aðgreini sig líka með aukinni þjón- ustu og úrvali sem við státum af. Það er athyglisvert að á þessum markaði telja menn það eingöngu hagkvæmt að keppa í verði. Það er stundum gott fyrir viðskipta- vinina, en ekki alltaf. Í samkeppninni má ekki eingöngu horfa til þess að ná aukinni markaðs- hlutdeild og auka veltuna og missa sjónar af fram- legðinni. Það getur verið mikill fórnarkostnaður því samhliða. Þá er mikilvægt að skoða kostnaðarsamsetning- una, og hér hefur verið unnið vel í þeim málum og það er enn tækifæri til að auka hagræðinguna og gera betur. Viðskiptavinurinn þarf einnig að fá að njóta þeirrar hag- ræðingar.“ - Þið bjóðið einnig upp á mikið úrval skrifstofuhúsgagna. Er hagur í því að vera með svona fjölþætta starfsemi? Kannski sjá margir hag í því að geta keypt allt á skrifstofuna á einum stað, en kannski er sérhæfingin heppilegri þegar öllu er á botninn hvolft? „Sérhæfing er mikilvæg og gefur mönnum forskot En stundum fer það ekki saman að geta keypt allt á sama stað því kröfurnar eru svo fjölbreytilegar. En hins vegar er gott að viðskiptavinurinn þekki vöruúrvalið en valið í húsgögnum er oftast erfiðara og flóknara en í ritföngum. Það byggir líka á útboðum eða öðrum þáttum. En góð þekking starfsmanna Pennans á þessum markaði nýtist vel. Kristinn Vilbergsson hefur stýrt Pennanum í liðlega tvo mánuði. „Félagið hefur vaxið hratt síðustu árin og mörg spennandi verkefni eru framundan.“ „Samkeppnin er hörð og fyrirtæki keppa bæði í verði og þjónustu. Það er ljóst að Penninn er fyllilega samkeppn- isfær.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.