Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 48
KYNNING48 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 NEYTENDASTOFA tók til starfa 1. júlí síðast- liðinn og tók hún við hlutverki Löggildingar- stofu sem lögð var niður frá sama tíma. Auk þess tók hún við hluta af verkefnum sem áður voru á starfssviði Samkeppnisstofnunar og annast Neytendastofa nú framkvæmd nýrra laga um eftirlit með óréttmætum við- skiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Neyt- endastofa fer með rafmagnsöryggismál eins og kveðið er á um í lögum um öryggi raf- orkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Neyt- endastofa annast markaðseftirlit með raf- magnsvörum og öðrum almennum vörum sem skylt er að uppfylli öryggiskröfur og skulu vera CE-merktar. Einnig hefur stofn- unin yfirumsjón með mælifræði. Á sviði lögmælifræði annast Neytendastofa varð- veislu landsmæligrunna og hefur eftirlit með framkvæmd laga um vog, mál og annast framkvæmd faggildinga fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Á sviði hagnýtrar mælifræði starfrækir stofnunin kvörðunarþjónustu á mælitækjum fyrir atvinnulífið og opinbera aðila. Nýmæli er að lögum samkvæmt skal Neytendastofa vinna að stefnumótun á sviði neytendamála og beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á því sviði. Þá annast stofn- unin einnig dagleg störf og undirbúning mála fyrir talsmann neytenda í samræmi við ákvæði í þjónustusamningi. Á Neytenda- stofu eru alls 20 starfsmenn. Eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum „Neytendastofa er ríkisstofnun og starfar að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytenda- stofu. „Meðal nýrra þátta í starfseminni er eftirlit með ólögmætum viðskiptaháttum, til dæmis villandi auglýsingum o.fl., en ákvæði um þetta voru áður í samkeppnislögum. Í lögunum eru einnig ákvæði um gagnsæi markaðarins sem segir okkur að almenn- ingur eigi rétt á því að verð vöru og þjónustu sé tilgreint skýrt og réttilega.“ Tryggvi segir að Neytendastofa eigi að ann- ast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála og að vinna að stefnu- mótun og sýna frumkvæði í þeim málum sem hún hefur umsjón með. Mikilvægt er því að stofnunin miðli skipulega upplýsingum um neytendamál og þjóni þá bæði neytendum og atvinnurekendum þannig að allir hagnist. Sérþekking fyrir neytendur og framleið- endur „Á Neytendastofu hefur byggst upp sérþekking á rétti neytenda og geta jafnt neytendur, framleiðendur og innflytjendur sótt í þann þekkingarbrunn sem hér er til staðar. Jafnframt mun stofnunin stefna að því að miðla upplýsingum um neytendamál betur en verið hefur hingað til. Fáir eða engir seljendur vöru eða þjónustu hafa það að markmiði að beita óréttmætum viðskipta- háttum heldur er oft þekkingin ekki fyrir hendi. Öflug upplýsingagjöf til dæmis hvort einhverjir skilmálar hafi verið úrskurðaðir ólögmætir eða hvort tiltekin vara sé hættu- leg og eftirlýst á innri markaðnum í Evrópu getur forðað óþarfa tjóni. Þarna er ég að tala um að það eru tvær hliðar á sama peningi. Þegar talað er um réttindi og skyldur á mark- aði þá virkar það þannig að neytendur eiga oft mikinn rétt og atvinnulífið hefur sínar skyldur við neytendur. Þarna á að vera á ferðinni gagnkvæmur skilningur á hlutverk- inu og með hvaða hætti þessir hagsmunir tengjast. Samkeppnin fer sífellt vaxandi og seljendur á vörum og þjónustu vilja í æ ríkara mæli einbeita sér að því að uppfylla þarfir viðskiptavina og virða réttindi þeirra. Það er dýrt að tapa viðskiptavinum og dýrt að afla nýrra. Í framtíðinni má því ætla að Neytendastofa þjóni ekki einungis neyt- endum heldur einnig atvinnulífinu og þar með landsmönnum öllum með einum eða öðrum hætti. Neytendavernd og virðing fyrir réttindum neytenda er því allra hagur. Neytendastofa hefur margþætt hlutverk en grunnþráðurinn er samt neytendavernd. Við förum með öryggismál í sambandi við Neytendavernd, viðskiptahættir og öryggismál NEYTENDASTOFA Mælifræðisvið: • Varðveisla landsmæligrunna • Kvörðunarþjónusta • Eftirlit með löggildingu mælitækja • Löggilding vigtarmanna Rafmagnsöryggissvið: • Öryggisstjórnun löggiltra rafverktaka • Rannsóknir bruna og slysa • Markaðseftirlit með rafmagns- tækjum • Öryggisstjórnun rafveitna og iðjuvera • Markaðseftirlit með vörum unnum úr eðalmálmum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.