Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 48

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 Þ að verður æ algengara að fyrir- tækjahópar komi saman til að efla liðsheildina. Efasemdarmenn spyrja hvort þetta þjóni nokkrum tilgangi en aðrir hafa lært af reynslunni að það felst í því heilmikill ávinningur að æfa sig í að ná árangri með leikjum og þrautum, að ekki sé talað um kosti þess að vera glaður í vinnunni. Aðferðafræðin Lært af reynslunni (Experiential learning), sem IMG Ráðgjöf beitir, gagnast fyrirtækjum til að ná árangri og verðmætaaukningu og starfsfólkið fær tækifæri til að æfa sig í öruggu umhverfi. Ég kynntist aðferðafræði bandaríska fyr- irtækisins Project Adventure (PA) árið 1999 og fór á fyrsta námskeiðið hjá þeim árið eftir. Ég hef notað þessa aðferð upp frá því við eflingu liðsheilda hjá fyrirtækjum, í kennslu í grunnskóla, við kajakkennslu og leiðsögn í göngu og kajakferðum. Aðferðin hefur reynst vel og sýnt að með því að læra af reynslunni og hafa gaman af verður margt skiljanlegra og auðveldara. Upplifunarfræðsla, hvað er það? Project Adventure er leiðandi í aðferðafræði upplifunarfræðslu, öðru nafni lært af reynsl- unni (experiential learning) sem hentar ein- staklega vel við þjálfun stjórnenda og starfs- manna. Aðferðir fyrirtækisins eru vel til þess fallnar að bæta samskipti og auka árangur bæði einstaklinga og hópa. Lögð er áhersla á samvinnu, samskipti, lausn verkefna og að skapa andrúmsloft trausts og gleði. Það sem einkum einkennir þessa aðferða- fræði Project Adventure er að hún byggir á leikjum, þrautum og útivist til að skapa reynslu sem nýtist við að leysa verkefni dagsins, byggja upp reynslubanka sem hægt er að sækja í, til að finna lausnir á þeim þrautum sem upp koma í vinnunni. Hug- myndin er, að í hópum séu einstaklingar með mikilsverða þekkingu og ólíka reynslu, sem þarf að virkja og muni nýtast hópunum til góðra verka. Virðing, umhyggja fyrir náunganum og gleði við vinnuna eru þættir sem gera góðan hóp að frábærum. Þegar unnið er með eitthvað nýtt og farið fram á þátttöku í verkefni þarf að útskýra leikreglurnar vel. Það þarf að sannfæra hóp- inn um að ekki sé verið að fara fram á meira en þátttakendur eru með góðu móti tilbúnir að leggja á sig. Sameiginleg gildi PA hefur lagt hornsteina í sinni starfsemi, hugtök sem nýtast vel í inngangi verkefna. Fyrst má nefna sameiginleg gildi fyrir hóp- inn (Full value contract). Þegar hópurinn velur sér sameiginleg gildi er sammælst um að hver og einn hafi eitthvað gagnlegt fram að færa. Þetta er venjulega látið í ljós með hvatningu, mark- miðasetningu, umræðum í hóp og andrúms- lofti þar sem hvatt er til þess að fyrirgefa og að taka á árekstrum. Hvatt er til þess að allir þátttakendur virði sjálfa sig, hvern annan, og námið. L E I K I R Á N Á M S K E I Ð U M Í S T J Ó R N U N Oftar en ekki eru notaðir leikir á námskeiðum um stjórnun og finnst þátttak- endum stundum sem um „fíflagang“ sé að ræða. En hvers vegna leikir? Hvað geta leikir gert til að leysa úr raunverulegum málum í vinn- unni? Á ekki vinnan að vera alvarleg? Er nokkuð rúm fyrir svona „fíflagang“ þar? AF HVERJU LEIKIR? TEXTI: SIGURJÓN ÞÓRÐARSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.