Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 63
skýr er sett niður á blað hverju þurfi að breyta fyrir hvaða tíma og hver sé ábyrgur fyrir hverjum verkþætti í umbótastarfinu. „Starfið byggist samkvæmt mínum áherslum á virkum aðgerðum en ekki skýrsluskrifum, eins og oft hefur viljað loða við ráðgjafastörf,“ segir Páll og bætir við að algengt sé að starf hans með hverju fyrirtæki spanni tólf til átján mánuði. Þó að markviss stjórnun og stefnumótun séu mikilvægir þættir í rekstri fyrirtækja verða þeir oft afgangsstærð í önn rúmhelgra daga. „Margir telja stefnumótun aðeins á færi sérfræðinga og óttast vafstur, skýrsluskrif og háa reikninga frá ráðgjöfum. Þessi hræðsla er slæm fyrir alla aðila og varð meðal annars kveikjan að því að ég ákvað að skrifa þessa bók, þar sem ég reyni að setja fram helstu og mik- ilvægustu atriðin í stefnumótun og stjórnun á skýran og aðgengilegan hátt,“ segir Páll, sem hefur unnið að bókarskrifunum síðastliðin tvö ár. Rekstur er töff Páll segir mikla viðhorfsbreytingu hafa orðið í íslensku atvinnulífi undanfarin ár. Fyrirtækin séu í sífellt ríkari mæli markaðsdrifin eins og vera þurfi. „Það er mikil hætta á ferðum þegar stjórnendur fara að ergja sig yfir breyttum ytri aðstæðum og telja að þær öðru fremur séu orsök erfiðleika í rekstri. Þannig má ekki hugsa. Vissulega ráða ytri aðstæður miklu, en menn mega ekki lifa í slíkum blekkinga heimi að kenna til dæmis ríkisstjórninni um ófarir sínar. Rekstur er oft virkilega töff og ef þú rekur fyrirtækið fyrst og fremst sem hugsjónamaður verður sjálfsagt farið illa með þig. En svona er heimur viðskiptanna. Hæfustu fyrirtækin, sem leggja áherslu á að þekkja og uppfylla þarfir markaðarins, ná lengst og þess njóta neytendur.“ Þú byggir kaflann um siðferði í viðskiptum meðal annars á frásögn sr. Halldórs Reynissonar, sem á ráðstefnu fyrir nokkrum misserum sagði mikilvægt að ekki giltu önnur siðferðislögmál í viðskiptalífinu en í tilverunni almennt. Er raunin hins vegar sú? „Í einhverjum tilvikum er það svo, eðlilega. Engu að síður þarf fólk að vera samkvæmt sjálfu sér. Það er ótrúverðugt ef maður er fullur siðferðiskenndar í vinnunni og síðan allt annar persónuleiki í einkalífi, eða heilagur fjölskyldufaðir sem situr í sóknarnefnd, en veður í starfi sínu út fyrir alla þá ramma sem viðskiptalífinu eru settir. Í hinu fræga Enron-máli í Bandaríkjunum ánetjuðust menn græðgi af offorsi, sem á sér varla hliðstæður. Það mál var siðlaust græðgisflipp með afleiðingum sem allir þekkja.“ F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 63 „Margir telja stefnumótun aðeins á færi sérfræðinga og óttast vafstur, skýrslu- skrif og háa reikninga frá ráðgjöfum. Þessi hræðsla er slæm fyrir alla aðila,“ segir Páll Kr. Pálsson, hér með bókina góðu. AÐ KOMA REYNSLUNNI TIL SKILA „Heilagur fjölskyldufaðir sem situr í sóknarnefnd, en veður í starfi sínu út fyrir alla þá ramma sem viðskiptalífinu eru settir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.