Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.09.2006, Qupperneq 79
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6 79 aðalfundur EUMA og ráðstefna og þá er alltaf ákveðið þema, eitthvað sem félagsmenn telja sig hafa gagn af. Síðastliðið haust var t.d. fjallað um það hversu hratt meðalaldur vinnuafls í Evrópu hækkar og nú í september sl. var yfirskrift ráðstefnunnar: Félagsleg ábyrgð fyrirtækja (CSR): Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir haft áhrif á þjóðfélag framtíðarinnar. Á vorin eru svokallaðir fræðsludagar um leið og stjórn- arfundir eru haldnir og næsta vor verður tekið fyrir efnið: „How to improve creativity and innovation.“ „Það er sem sagt alltaf verið að taka á málum sem nýtast beint í daglegu starfi félagsmanna,“ segir Björg. „Ég tel að þessi samtök hafi gert ótrúlega mörgum gott. Á ráðstefnurnar og fundina koma oft sömu konurnar ár eftir ár, konur sem fá jafnvel engan stuðning heiman að eða þora ekki að láta vita af því að þær tilheyri samtökunum af því að í heimalöndum þeirra eru konur einfaldlega lítils metnar. Við erum heppin hér á landi að búa við svo mikið jafnrétti sem raun ber vitni. Ég finn það mjög sterkt í mínu starfi að vera metin til jafns við aðra og er einfaldlega tekin með í stjórnendateymið.“ Fjölbreytt starfssvið Starfssviðið er fjölbreytt og starfsheitin misjöfn meðal félaga; ritari, einkaritari, persónulegur aðstoðarmaður, deildarstjóri, svo að eitthvað sé nefnt. „Starfsheitið skiptir ekki mestu máli, verkefni okkar er fyrst og síðast að halda utan um það sem yfirmenn okkar eru að gera.“ Björg Jóhannesdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Evrópusamtaka aðstoðar- manna yfirmanna, EUMA - European Management Assistants. „Starfsheitið skiptir ekki mestu máli, verkefni okkar er fyrst og síðast að halda utan um það sem yfirmenn okkar eru að gera. Það getur falist í fjölmörgu eins og því að sjá um móttökur, skipuleggja fundi og setja þá upp, fara með gesti í ferðalög, kaupa gjafir og fleira. Fyrst og síðast er starf okkar fólgið í því að vera vakandi gagnvart því sem þarf að gera hverju sinni og sinna því. Það er nauðsynlegt að hafa gott vald á mannlegum samskiptum, hafa tilfinningu fyrir ástandinu, hafa skipulagsgáfu í lagi og kunna að halda utan um skrár og skýrslur. Oft á tíðum sjáum við algerlega um að skipuleggja vinnutíma yfirmanns okkar og það krefst góðrar yfirsýnar. Eitt af því sem samtökin nýtast ákaflega vel til, er að við getum alltaf leitað eftir aðstoð eða upplýsingum frá félögum, bæði hér á landi og erlendis. Ýmislegt getur komið upp þannig að okkur vanti upplýsingar í skyndi og þá kemur sér vel að geta leitað víða til kunnugra. Stundum þarf að panta hótel á skrítnum stöðum, finna einhverjar upplýsingar um fyrirlesara eða erlenda gesti og fleira slíkt.“ Hver er Björg? Björg Jóhannesdóttir er fædd í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hún er stúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og fjögurra barna móðir auk þess sem hún á eitt barnabarn. „Ég stundaði myndlistarnám meðan ég var heima við barna- uppeldið en 1994 fór ég að vinna við textavarp Sjónvarpsins og var þar í ein fimm ár,“ segir hún. „Þá fór ég til Bandaríkjanna og var þar í skamman tíma en kom aftur um áramótin 2000 og fór þá að vinna hjá Urði, Verðandi, Skuld. Þegar Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson, minn yfirmaður, fór þaðan til TM árið 2004, bauð hann mér að koma með og ég þáði það. Hér er ég nú ritari á rekstrarsviði TM og sinni þar ýmsum verkefnum auk þess að vera persónulegur aðstoðarmaður Gunnlaugs Sævars. Annars hefur starf mitt breyst talsvert upp á síðkastið og ég er farin að nota æ meiri tíma í að vinna við handbækur og leiðbeiningar af ýmsu tagi.“ Að láta drauminn rætast Menntun er Björgu ofarlega í huga og hún segist alla tíð hafa sótt námskeið af miklum áhuga. „Ég lít á starf mitt hjá EUMA sem nám. Mig hefur alltaf langað til að læra meira og þegar þetta tækifæri gafst til að sinna yfirgripsmiklu ábyrgðarstarfi fannst mér það alveg kjörið menntunartækifæri. Ég vissi að ég hefði tíma og orku í það og ákvað að nú væri rétti tíminn til þess að láta draum- inn rætast.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.