Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 19
19 Ú T F L U T N I N G U R S J Á VA R A F U R Ð A og Bandaríkjunum. Þess vegna segir Níels að verðsamkeppnin í sölu þorskflaka á meginlandinu sé erfið, jafnvel þó að evran sé sterk. Sjófrystingin hefur verið að gefa töluvert eftir í verðum, eink- um á síðari hluta síðasta árs. Á sama tíma hafa sjávarútvegsfyrir- tæki verið að auka áhersluna á út- flutning á ferskum fiski. Dæmi um það er Samherji á Dalvík og nýverið hóf rekstur á Seyðisfirði nýtt fiskvinnslufyrirtæki á grunni Dvergasteins, sem ÚA hætti rekstri seint á síðasta ári. Þetta nýja fyrirtæki horfir m.a. til vinnslu á ferskum fiski, sem ekki var áður á Seyðisfirði. Níels Guð- mundsson segir erfitt að svara því hversu lengi ferskfiskmarkaðir geti tekið við fiski, en hann bind- ur vonir við að þeir haldi áfram að vaxa og einnig að aðrir markaðir, t.d. saltfiskmarkaðir, verði Íslend- ingum hagstæðir á þessu ári. Framboðs- og eftirspurnardrif- inn markaður „Auðvitað hafa ekki allir mögu- leika á því að fara yfir í vinnslu á ferskum fiski. Ferski markaður- inn er meira framboðs- og eftir- spurnardrifinn en margir aðrir markaðir vegna þess að salan fer eftir eftirspurninni á hverjum tíma og ekki er um neina birgða- söfnun á ræða. Það framleiðir ein- faldlega enginn ferskan fisk ef ekki eru kaupendur til staðar. Á mörkuðum eins og ferskfiskmark- aðnum gerist það oft að þegar hægir á vextinum, eykst sam- keppnin og verðið lækkar. Það er hins vegar erfitt að segja til um hvar á þeirri kúrfu við erum staddir,“ segir Níels. Þrjú markaðssvæði Tros ehf. hefur verið að selja ferskan fisk fyrir fjölmarga fram- leiðendur. Eins og áður segir var síðasta ár það stærsta í magni hjá Trosi til þessa, en Níels vill ekki spá fyrir um hvort áfram megi vænta aukningar á þessu ári. „Auðvitað vonar maður það, en fyrirfram er ómögulegt að spá fyr- ir um þróunina. Við bindum að sjálfsögðu vonir við að ferskfisk- markaðarnir komi til með að stækka, en ég sé ekki ákveðin teikn um að það muni gerast á næstunni. Það má segja að við höfum verið að vinna á þremur mörkuðum, Bandaríkjunum, Bretlandi og meginlandi Evrópu - Frakklandi, Belgíu og Þýska- landi. Ég sé ekki í fljótu bragði að þessir markaðir séu að stækka. Mestu möguleikarnir til vaxtar liggja að mínu mati fyrst og fremst í að ný markaðssvæði taki við þessari vöru.“ Auk þess að flytja út fisk fyrir fjölmarga framleiðendur um allt land hefur Tros til fjölda ára rekið fiskvinnslu í Sandgerði, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á ferskri ýsu til útflutnings. Hráefnið er að stærstum hluta keypt á markaði, en einnig kemur það m.a. af bát- um í Sandgerði. Um 25 manns starfa hjá Trosi, þar af 15-20 manns í fiskvinnslunni. Styrkur af sjóflutningum Sem kunnugt er fer langmest af ferskum fiski frá Íslandi í flugi og það er engin tilviljun að fyrirtæki eins og Tros, sem er staðsett í næsta nágrenni við Keflavíkur- flugvöll, hefur haslað sér völl á þessu sviði. Níels Guðmundsson segir það mikinn styrk fyrir fersk- fiskútflutninginn ef unnt verði í framtíðinni að flytja ferkfisk á er- lenda markaði með skipum, sem er mun ódýrari flutningsleið en flugið. „Ég bind við það vonir að þær tilraunir sem hafa verið gerð- ar á þessu sviði á síðasta ári stað- festi að sjóflutningar á ferska fisk- inum verði vel gerlegir. Það myndi styrkja þennan útflutning umtalsvert að geta bæði flutt fiskinn út í flugi og með skipum, enda erum við í ferskfiskinum ekki síst að keppa við Norðmenn og þeir eru nær eingöngu að flytja sínar framleiðsluvörur með flutningabílum niður á megin- landið. Þó svo að þeir flutningar taki einhverja daga, sérstaklega frá Norður-Noregi, þá er það samt mun ódýrari flutningsmáti en flugið,“ segir Níels Guð- mundsson. Níels Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Trosi ehf. í Sandgerði. „Á mörkuðum eins og ferskfiskmarkaðnum gerist það oft að þegar hægir á vextinum, eykst samkeppnin og verðið lækkar. Það er hins vegar erfitt að segja til um hvar á þeirri kúrfu við erum staddir.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.