Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.2004, Blaðsíða 36
36 F J Á R M Á L Þegar grannt er skoðað er vand- inn sem við er að eiga við nýtingu auðlinda sjávar að feta brautina af stigi mikillar sóknar í litla fisk- stofna yfir í stig lítillar sóknar í þróttmikla stofna. Sú leið virðist alltorfarin. Þegar litið er nokkra áratungi aftur í tímann lítur út fyrir að heldur hafi horft til verri vegar þar sem afli helstu nytja- stofna og stofnstæð hafa farið minnkandi á sama tíma og sókn hefir aukist. Með tilurð 25% afla- reglu í þorskstofninn virtist stefna í rétta átt, en varúðarreglan að eigi skyldu aflaheimildir drag- ast saman um meira en 30 þús- und lestir á milli ára varð þess valdandi að sókn fór verulega fram úr aflareglu án skerðingar. Ef markmið veiðireglu væri kjör- sókn er talið að hin gullna afla- regla ætti að vera nær fimmtungi stofns frekar en fjórðungi. Við þau skilyrði yrði fært að beita frá- vikum án þess að sókn yrði aukin úr hófi. Í ljósi þess er álitamál hvort heppilegt hefði verið til langs tíma litið að auka aflaheim- ildir þorsks yfirstandandi fisk- veiðiárs sem nam skerðingu þess liðna, þar eð sú aukning eykur að öllum líkum horfur á að draga verði aftur úr aflaheimildum er fram líða stundir, einkum vegna þess hvers rýr árgangurinn 2001 virðist ætla að verða samkvæmt fyrstu mælingum Hafrannsókna- stofnunarinnar. Efnahagur og raunvextir sjávarútvegs árið 2002 Kristjón Kolbeins, viðskiptafræð- ingur, skrifar. Tafla 1 – Útlán innlánsstofnana, fjárfestingarlánasjóða, sérgreindra lánasjóða ríkis ásamt beinum erlendum lántökum og endurlánuðu erlendu lánsfé til sjávarútvegs árin 1988 til 2002 í m.kr. 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Bankakerfið 33.001 40.304 37.198 38.780 41.174 43.229 38.538 41.849 50.381 58.671 80.445 91.361 137.807 149.563 127.311 Afurðalán 9.338 9.274 6.716 7.729 7.890 8.394 6.612 8.663 8.245 6.467 6.133 6.867 6.765 7.152 11.105 Gengistr. 8911 8663 6163 6903 7005 7689 5981 8046 7648 5910 5590 6425 6436 6756 10893 Önnur 427 611 553 826 885 705 631 617 597 557 543 442 329 396 212 Víxlar 834 1079 1055 1036 1053 975 797 727 624 613 564 542 423 321 320 Hlaupar. 980 1086 1323 1328 1614 1839 2043 2407 4579 5572 5736 5427 5711 6201 5269 Innl. ábyrgðir 166 110 206 161 318 229 229 196 115 70 12 31 23 19 14 Skuldabréf 5864 7.695 8.639 9.125 8.673 8.817 10.003 14.321 16.084 20.694 20.398 17.175 91.096 133.361 110.603 Verðtryggð 3644 5515 6700 7133 6589 6907 7504 7896 9004 8427 9022 9567 10488 9553 8854 Gengistr. 1776 1667 1354 1190 1070 936 1567 5111 5696 10448 10283 6293 79099 120481 99829 Önnur 444 513 585 802 1014 974 932 1314 1385 1819 1093 1315 1509 3327 1920 Erl. endurl. 15819 21060 19259 19401 21626 22975 18854 15535 20734 25255 47602 61319 33789 2509 0 Fjárfestlsj. 17337 27843 29505 30275 34268 37643 40764 38965 38879 42044 38739 38510 10772 11630 9731 Fiskveiðasj. 11269 14416 14225 14605 18463 22101 25286 23366 23965 26625 26480 26179 0 0 0 Byggðasj. 4046 5096 5144 5033 5330 5344 5049 4693 4821 4936 4246 4316 4070 6967 6490 Framkvsj. 160 229 160 110 133 186 89 33 40 35 21 0 0 0 0 Aðrir sjóðir 1862 8102 9976 10527 10342 10012 10340 10873 10053 10448 7992 8015 6702 4663 3241 Beinar erl. lánt. 398 734 1390 1388 2111 1830 2724 2876 2949 2803 2621 1901 4281 4556 3877 Alls 50.736 68.881 68.093 70.443 77.553 82.702 82.026 83.690 92.209 103.518 121.805 131.772 152.860 165.749 140.919 Kjaraskipting Erl. gengistr. 40.835 52.267 48.448 49.108 56.581 63.673 62.569 61.912 67.573 78.561 96.446 105.714 127.631 139.805 118.999 Innl. verðtr. 7.050 13.215 15.923 17.182 16.087 14.307 14.825 16.518 17.337 16.325 17.410 18.301 17.234 15.680 14.185 Innl. óverðtr. 2.851 3.399 3.722 4.153 4.884 4.722 4.632 5.261 7.300 8.631 7.948 7.757 7.995 10.264 7.735 Hlutfallstölur Erl. gengistr. 78,95 75,88 71,15 69,81 72,96 76,99 76,28 73,98 73,28 76,13 81,70 80,22 83,50 84,35 84,45 Innl. verðtr. 15,43 19,19 23,38 24,28 20,74 17,30 18,07 19,74 18,80 15,50 11,61 13,89 11,27 9,46 10,07 Innl. óverðtr. 5,62 4,93 5,47 5,90 6,30 5,71 5,65 6,29 7,92 8,37 6,69 5,89 5,23 6,19 5,49 Í upphafi er við hæfi að fara nokkrum orðum um auðlindagrunn sjávarútvegs og þeirrar óvissu sem hann veldur. Fram hefir komið að á flestum sviðum býr greinin við umtalsverðan hverfugleika jafnt er varðar aðfanga- og afurða- verð sem afla er byggist á ástandi fiskstofna, sókn til langs tíma auk umhverfisþátta. Fréttir af hruni eða yfirvofandi hruni fiskstofna valda ugg þótt hverfandi líkur séu taldar á slíku á Ís- landsmiðum sé farið að öllu með gát. Til þess að þorskstofninn komist þó algjörlega af hættu- svæði er talin ástæða til að ná hrygningarstofni þorsks upp fyrir 500 þúsund lestir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.