Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 5
Aldrei í vafa um að skipið færi út „Fyrst skipið fór þarna upp, þá var ég sannfærður um að það færi aftur út. Og ég var enn sannfærðari um það eftir að ég sá hvern- ig skipið snerist í fjörunni. Spurningin var bara sú í mínum huga hversu langan tíma það tæki að ná skipinu út,“ segir Árni V. Þórðarson, skipstjóri á Baldvini Þorsteinssyni EA, í viðtali við Ægi, þar sem hann ræðir um skipsstrandið í Skálafjöru o.fl. Getum margt lært af Kanadamönnum „Við höfum kynnt okkur kræklingarækt víða í Evrópu, en okkur vantaði að sjá ræktun sem væri eitthvað nálægt þeim aðstæðum sem við þekkjum hér heima. Það sem við sáum í Kanada sannaði fyrir mér að við ættum að hætta að væla,“ segir Víðir Björnsson, kræklingaræktandi í Hrísey, um ferð sem hann fór í apríl sl. til Prince Edward eyju í Kanada að kynna sér þarlenda kræklingarækt. Stöðug barátta í rækjunni Rækjuvinnsla á Íslandi hefur átt í erfiðleikum í mörg undanfarin miss- eri. Verð fyrir afurðirnar hefur stöðugt verið að lækka og enn er þrýst- ingur á frekari lækkanir. Ægir sótti heim hið nýja rækjuframleiðslufyr- irtæki á Húsavík, Íshaf hf., og ræddi um stöðu mála við Bergstein Gunnarsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Fiskmarkaðir í landvinninga? Ragnar Kristjánsson, formaður Samtaka fiskmarkaða, segir að menn hafi uppi væntingar um að evrópskir fiskmarkaðir komi inn í viðskipti við ís- lenska fiskmarkaði. „Við munum byrja rólega í þessu. Hins vegar er ákveðið vandamál þesssu tengt, sem felst í þeirri hefð hér að selja fiskinn óslægð- an úti í sjó og áætla einhverja meðalvigt.“ Varpað er ljósi á málið og um- svif hérlendra fiskmarkaða á fyrstu mánuðum ársins. Beituframleiðslan á Ísafirði „Tæknilega hefur þetta gengið prýðilega. Við erum komnir með verksmiðju á Ísafirði sem getur framleitt beitu í umtalsverðu magni. Það hefur verið lagt í mikla vinnu við rannsóknir og sumt af þeirri vinnu á sér ekki hlið- stæðu í veröldinni, og nýtist vonandi við val á hráefni í framtíðinni. Fjár- hagslega er þetta dæmi hins vegar nokkuð snúið,“ segir Sveinbjörn Jóns- son, framkvæmdastjóri beituverksmiðju Aðlöðunar hf. í Norðurtangahúsinu á Ísafirði. Enn frekari hagræðing er lykilatriði Atli Rafn Björnsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir í viðtali við Ægi að nú- verandi rekstraraðstæður í sjávarútvegi kalli á frekari hagræðingu. Gengi krónunnar sé enn hátt, olíuverð hafi hækkað verulega og verð á nokkrum tegundum sjávarafurða lækkað. Við þessar aðstæður segir Atli Rafn að geti verið fýsilegur kostur, fyrir þau fyrirtæki sem hafa næga fjárhagslega burði, að leita nýrra tækifæra, ekki síst erlendis. Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Óskar Þór Halldórsson (ábm.) Sími: 461 5135 GSM: 898 4294 Netfang: oskar@athygli.is Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Netfang: augl@athygli.is Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5206 GSM 898-8022 Netfang: inga@athygli.is Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Prentun: Gutenberg ehf. Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2004 kostar 6800 kr. Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5205 Á forsíðumyndinni er Íris Hörn Ásgeirsdóttir hjá Íshafi á Húsavík með rækjupoka fyrir Tesco í Bretlandi. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 18 35 26 24 41 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.