Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 19

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 19
19 V I Ð TA L björgun Baldvins í gegnum fjöl- miðla. Í einu dagblaðanna, DV, var ekki allt jákvætt skrifað um Árna og hans menn á Baldvin. Meðal annars var látið að því liggja að þeir, ásamt öllum öðrum sem voru á loðnuveiðum á þessu svæði, hafi farið ógætilega við veiðarnar, sem hefði haft sitt að segja í því að nótin fór í skrúfuna. Árni segist hafa leitt þessa blaðaumfjöllun hjá sér, hins vegar hafi margir skipstjórar loðnuskipa og togara reiðst henni mjög. „Ég lét þetta ekkert trufla mig, en ég get sagt að ég hef mjög takmark- að álit á þeim sem stjórna ferð á DV; Illuga Jökulssyni, Mikael Torfasyni og Reyni Traustasyni. Þessum mönnum er vorkunn þegar þeim er fyrirmunað að fara með rétt mál. Þeir birtu meira að segja speglaða mynd af skipinu, sem af þeim sökum gaf ekki rétta mynd af aðstæðum. Þessir menn eru bara ekki meiri bógar en þetta, ég vildi ekki hafa þá í minni áhöfn. Það var mér og okk- ur sem að þessari björgun stóðu meira virði að finna þann stuðn- ing sem þjóðin veitti okkur á meðan á þessu stóð, en þeir félag- ar á DV, sem mér sýnist að þrífist öðru fremur á baknagi.“ Líkar ekki leigubraskið Frá strandinu í Skálafjöru í allt annað. Árni V. Þórðarson segist að sumu leyti aldrei hafa verið allskostar sáttur við fiskveiði- stjórnunarkerfið. „Ég hef aldrei getað skilið hvernig menn geti selt eða leigt óveiddan fisk, það finnst mér út úr öllu korti. Það hefur farið í taugarnar á mér þeg- ar menn hafa fengið úthlutað kvóta, leigt Jóni Jónssyni síðan réttinn til þess að veiða fiskinn og tekið hundruð milljóna króna í vasann. Hins vegar finnst mér eðlilegasti hlutur þegar menn skiptast á veiðiheimildum. En sú gagnrýni sem margir út- gerðarmenn verða oft fyrir, finnst mér oft afar ósanngjörn. Útgerð- armenn hafa verið að vinna eftir þeim lögum sem hafa verið í landinu á hverjum tíma. Þeir sem stjórna ferðinni hjá Samherja hafa til dæmis verið að vinna sam- kvæmt þeim leikreglum sem gilda. Þeir hafa gert það mjög vel og af miklum dugnaði. Ég held að öfund í garð þessara manna hafi fyrst og fremst drifið þetta ómálefnalega nag áfram.“ Kannast ekki við brottast Árni segist aldrei hafa tekið þátt í brottkasti á fiski og því kannist hann ekki við þær tröllasögur sem af því fari. „Af því sem ég þekki er þessi brottkastumræða fyrir neðan allar hellur. Ef menn eru hins vegar að koma með ákveðna fiskstærð að landi á sama tíma og aðrir eru að fá breytilegar stærðir af fiski á sama hafsvæði, þá er eitthvað að.“ Árni segir að umræða um slæma umgengni sjómanna um auðlindina pirri sig. „Ég veit hins vegar betur. Ég veit hvað ég hef verið að gera í gegnum tíðina og það nægir mér. Ég og mínir menn höfum ekki efni á öðru en að gera sem mest úr því sem við fáum, við gerum það ekki með því að henda fiskinum í sjóinn. Hér áður fyrr var það helsta keppikefli manna að fiska sem mest, en nú horfa menn fyrst og fremst á það hversu mikið verð- mæti fæst út úr aflanum.“ Djúpkarfi/úthafskarfi Árni segist í gegnum tíðina lítið álit hafa haft á fiskifræðingum. „Þeir eru aldrei þar sem hlutirnar eru að ske. Að mínu mati eru miklu fleiri og betri fiskifræðing- ar til meðal starfandi sjómanna. Í gegnum tíðina hef ég spurt fiski- fræðinga margoft hvar djúpkarf- inn haldi sig þegar hann er í upp- vexti. Að mínu áliti og margra annarra skipstjóra er ungur djúp- karfi svokallaður úthafskarfi sem erlend skip hafa verið að drepa stjórnlaust fyrir utan landhelgis- línuna suðvestur af landinu. Það liggur að mínu áliti í augum uppi að hér er um einn og sama stofninn að ræða og það er mark- visst verið að þurrka þennan karfastofn upp. Þennan stofn eig- um við að stærstum hluta ásamt Grænlendingum, en stór floti er að veiða úr honum eftirlitslaust. Stofninn hefur verið að minnka ár frá ári, því miður,“ segir Árni V. Þórðarson. Árni Þórðarson: Ég var aldrei gripinn hræðslu, ég vissi að skipið var á hægri leið upp í sandinn og þar væru engir klettar sem stæði ógn af. Skipið þekki ég vel og ég taldi mig vita hvernig það myndi haga sér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.