Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 27

Ægir - 01.05.2004, Blaðsíða 27
27 rækjuna til Japans og því fer meira af henni til vinnslu í verksmiðjunum,“ segir Bergsteinn Gunn- arsson. Um 11 þúsund tonn á ári Íshaf hf. hefur yfir að ráða um 18% af úthafsrækju- kvótanum við landið og auk þess 30% af inn- fjarðarækjukvóta á Skjálfanda og 4% af rækjukvóta á Flæmingjagrunni. Útgefinn úthafsrækjukvóti á þessu ári er um 20 þúsund tonn og hlutur Íshafs er því um 3.600 tonn auk um 400 tonna sem voru óveidd í fyrra og færðust á milli ára. Heildarkvóti fé- lagsins í úthafsrækju á Íslandsmiðum er því um 4.000 tonn á þessu ári. Bergsteinn segist gera sér vonir um að kvótinn verði aukinn á næsta fiskveiði- ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir að um 11 þúsund tonn af hráefni fari í gegnum vinnsluna hjá Íshafi, sem þýðir 4-5.000 tonn af afurðum. Þar af verði 40-50% af hráefninu fersk rækja, en 50-60% frosin iðnaðar- rækja sem keypt er af erlendum vinnsluskipum. Við það er miðað að fjögur skip Íshafs landi einu sinni í viku á Húsavík. Túrarnir taka því að jafnaði sex daga, þar af fimm daga á veiðum. Auk þess hefur Íshaf verið með einn bát í föstum viðskiptum, Björn RE, undanfarna mánuði. Og Kambaröstin á Seyðis- firði mun einnig leggja upp afla hjá Íshafi. Ekki hefur verið mikill verðmunur á einfrystri og tvífrystri rækju, en þó hefur verið eilítið léttara að selja þá einfrystu. Þess vegna telur Bergsteinn mikil- vægt að fyrirtækið leggi áherslu á að fá umtalsvert magn af ferskri rækju til vinnslu. Stórar verslanakeðjur ráða ferðinni Langstærsti markaður fyrir rækju Íshafs er Bretland, en einnig fer eitthvað af afurðum til Danmerkur. Stærsti hluti afurða fyrirtækisins er seldur í gegnum SÍF. „Almennt er rækja frá Íslandi að fara langmest inn á Bretland. Það hefur verið þrýstingur á enn frekari lækkun afurðaverðs í Bretlandi, en sem stend- ur er skilaverðið sem næst fjögur hundruð krónum á kíló að jafnaði, mismunandi eftir því í hvaða pakkn- ingar rækjan fer. Við eigum erfitt með að svara kröf- um um frekari lækkanir, en reynum þó eins og við getum að standa í ístöðin. Þann skamma tíma sem ég hef komið að þessum málum þá sýnist mér það fyrst og fremst vera stórar verslanakeðjur sem kaupa rækjuna. Í Bretlandi hefur orðið mikil samþjöppun á matvörumakaði og því má segja að í stórum dráttum ráði fimm verslanakeðjur þar stærstum hluta mark- aðarins. Þessi fyrirtæki ráða því ferðinni að miklu leyti og hafa allt um það að segja hvort rækjan fái hillupláss í verslunum innan þeirra vébanda eða ekki. Rækjan var hér á árum áður lúxusfæða í Bretlandi, en verðið hefur lækkað verulega á undanförnum árum og misserum og nú er svo komið að í rauninni getur hver sem er keypt rækju. Verðgildi rækjunnar hefur þannig fallið verulega og ég sé ekki að sú þró- un muni aftur snúa við. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að það er mikið framboð á rækju héðan frá Bergsteinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íshafs.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.