Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Síða 25
19 l TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hrópið: „Herr, Herr, Herr, unser Herrscher“ („Guð, guð, guð, drottinn vor“) o. s. frv. Þá tekur við les (recitatio) guðspjallsins, orð Jesú, postulanna, Pílatusar, hermanna og fólksins, fléttað hug- leiðingum trúaðra sálna og safnaðarins í aríum og sálmum. Við heyrum lianann gala, Pétur gráta beisklega, hermennina varpa hlut- kesti, fortjald musterisins rifna og björgin klofna, og að lokum hljómar ákall safnaðarins til Jesú um náð. í íslenzku þýðingunni hefur frumtextinn verið felldur burt á nokkrum stöðum, svo sem í upphafi og nokkrum sálmum, en í stað þess teknir nokkrir af passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar og er þá söngröddin ýmist löguð eftir sálmunum eða þeir eftir laglínunni (t. d. Upp, upp mín sál), sem mjög er sundurslitinn. Þetta tel ég ekki til hóta. Að vísu má segja að sálmar Hallgríms Péturssonar gnæfi að skáldlegri fegurð himinhátt yfir frumtexta Brockes, en mér finnst bæði tónverkið og sáimarnir hafa orðið fyrir of miklu raski við þessar breytingar. Ákallið „Herr, Herr, Herr“, er t. d. allt annars eðlis, en sjálfshvöt skáldsins „Upp, upp mín sál“, og hrynjandi sáhnsins „Úrræðin bezt er auðmýkt geð“ er alveg öfug við hljóðfall Iagsins sem hann er sunginn við, svo nefnd séu tvö dæmi. Hitt er annað mál að sálm- ar Hallgríms hafa eflaust átt sinn þátt í að opna lijörtu íslenzkra áheyrenda fyrir þessu dýrðlega tónverki og er þá skaðinn ef til vill að nokkru bættur. Hvað sem því líður er starf söngstjórans dr. Urbantschitsch aðdáunarvert. Honum hefur tekizt að vekja söng- fólk og hljómsveit til dáða, en það hefur í mörg ár verið nær ó- kleift að smala saman fólki í samkór vegna þess, að karlmennirnir hafa heldur viljað púa undir einhverri karlakórssólónni (fyrtist nú ekki, góðir hálsar! ) en syngja guði lof og dýrð í samkór. Það er gaman að minnast þess, að Bach átti sjálfur í sama basli með söng- menn. Matteusarpassían var sungin af 24 söngnemum Tómasarskól- ans og stúdentum. Á þeim dögum gleypti óperan beztu söngradd- irnar. Síðan striðið hófst höfurn við fengið að heyra þessi stórkórverk, „Sköpunina“ eftir Haydn, „Messías“ eftir Hándel, „Stabat Mater“ eftir I-’ergolese, „Requiem“ Cherubinis, „Requiem“ Mozarts, „Árs- tíðirnar“ eftir Haydn og „Jóhannesarpassíu“ Bachs. Páll ísólfsson, dr. Urbantschitsch og Róbert Abraham stjórnuðu verkunum. 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.