Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Side 75
I'ÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: VATNADAGURINN MIKLI Sumarið 1933 var hér sunnanlands eitthvert mesta vætusumar, sem elztu menn muna. I Austur-Skaftafellssýslu rigndi meira eða minna í tuttugu daga í ágústmánuði, og fyrstu tíu dagana í septem- ber féll þar í átta daga regn úr lofti, oftast helliregn. Þetta regngráa og sólarlitla sumar vorum við Margrét kona mín á ferð um Austur-Skaftafellssýslu frá 12. júlí til 10. september. Við fórum sjóleiðina austur, en ætluðum landveginn til baka, því að ferðir okkar liafði aldrei borið um þær slóðir áður. Miðvikudaginn 30. ágúst, 28 mínútum eftir hádegi, hófum við ferðina vesturá bóginn frá Hala í Suðursveit. Þann dag héldum við útyfir Breiðamerkursand og náðum að Fagurhólsmýri í Oræf- um klukkan níu um kvöldið. Þar héldum við kyrru fyrir í fjóra daga hjá Ara hreppstjóra Hálfdanarsyni, merkum manni og marg- fróðum. Og það var rautt septembertungl yfir sjónum á kvöldin. Frá Fagurhólsmýri var ferðinni heitið að Svínafelli í Óræfum. Það mun vera um þriggja thna lestagangur. En þaðan var gert ráð fvrir að við fengjum hesta og fylgdarmann vesturyfir Skeiðarársand. Við lögðum af stað frá Fagurhólsmýri mánudaginn 4. septem- ber klukkan hálfeitt. Ari hreppstjóri léði okkur hesta innað Svína- felli og Helgi sonur hans varð til að fylgja okkur. Þennan dag var þykkt loft, kafið skuggalegum haustþunga, og var sýnilegt, að hann var að draga í sig langæja stórrigningu. Mestallan daginn gekk á skúrum, ýmist í logni eða með vestan andvara. Það hafði rignt um nóttina og daginn áður frá klukkan fjögur, og allir lækir og minni- háttar ár í Óræfum höfðu vaxið að sýnilegum mun, en stærri vatns- föll leyna lengur vexti, sem kunnugt er. Það bar ekkert við öðru hærra á leið okkar innað Svínafelli fyrr en við komum að svonefndri eystri Virkisá, sem rennur fyrir austan Svínafell, milli þess og Sandfells. Það rigndi alltaf öðruhvoru. Út- litið varð æ þungbúnara eftir því sem á daginn leið. Fjöllin stóðu vatnsgrá uppí þokusvakkann. Og það kom ekki yfir mig neinn hærri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.