Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1943, Qupperneq 88
82 TIMARIT MALS OG MENNINGAR hnakknum. Mátuðum fyrir taumhaldinu. Gefðu tauminn hálf laus- an! Stattu ekki í ístöðunum! Haltu þér fast í faxið! Horfðu ekki á strauminn! Einblíndu á Lómagnúp. Hún heyrir ekkert.... Hest- arnir voru komnir á rás framaf hafsbakkanum. Fyrst Runólfur í Skaftafelli, svo Runólfur í Svínafelli og pósturinn með Margréti á milli sín og ég fast á eftir þeim. Runólfur reið forstreymis og hélt um tauminn á hesti Margrétar. Pósturinn hinumegin og hafði gætur á hreyfingum hennar í hnakknum. Vatnið var komið uppí kvið og þrýstist í sama vetfangi uppá miðjar síður. Hestarnir svömluðu skref fyrir skref sniðhallt niðureftir straumflákanum. Stundum var einsog þeir svifu í rykkjum afturábak. Ef hestur hras- aði fæti, þá væri alll búið. Ef straumflugið skákaði honum tvö skref til vinslri, þá væri ekkert fyrir nema botnlaus dauðinn. Það er ekkert annað líf til, þegar maður er staddur útií miðri Skeiðará eftir fimm daga haustrigningu. Bilið milli okkar og auslurlandsins varð breiðara og breiðara. Vesturströndin var ennþá í órafjarlægð. Loks sneri Runólfur í Skaftafelli hesti sínum þvert vesturyfir. Við fylgdum á eftir. Straumflugið hoppaði uppfyrir miðjar síður. Hestarnir hölluðu sér ennþá meira á móti vatnsaflinu. Stundum var einsog þeir lægju flalir í vatninu. Stundum einsog þeir hent- ust til hliðar uppá móti straumnum. Stundum einsog þeir losnuðu við hotninn og flytu með flaumiðunni. Straumhafið valt áfram í einni lotulausri síhreiðu einsog stormúfinn brimsjór, kolmórautt og hamslaust. Allt umhverfið sýndist á ferð og flugi. Vesturströndin rann upptil jökla einsog endalaus trossa af járnbrautarlestum. Ský- laust himinheiðið hringhvolfdist yfir höfði okkar. Og Lómagnúp- ur, sem átti að halda Margréti lóðréttri á hestinum, var á harða- hlaupum inntil óbyggða. Þarna situr hún í hnakknum, elskan litla, og riðar dálítið útí hliðarnar, dregst annað veifið að straumnum, eins og hún sé dáleidd af seiðmögnuðum hreimi einhverra kvnngi- krafta, en svo er einsog hún rámki við sér og tekst að tosa sér aftur uppí lóðrétta stellingu. Runólfur og póstur ríða meðfram hesti hennar. Og nú titrar hún af átökunum að halda sér í faxið. Ég gæti þess að halda hesti mínum straumhallt aftanvið hömina á hrossi hennar. Það er alltaf vissara að vera ofantil á hrotinu. Straum- fossinn bylur á hestunum og flýgur framhjá okkur í ótal mvndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.