Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 26
264 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Fólkaflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn mótmæltu þingrofinu og höfnuðu rökum dönsku stjórnarinnar. Þeir kveðast halda fast við Lögþingssamþykktirnar um forræði landsins. Það sé staðreynd sem ekkert nýtt Lögþing geti nokkru sinni haggað. Þingrofið sé brot gegn lýðræðisvenjum. Með þessum mótmælum láta þeir undan boði dönsku ríkisstjórnarinnar og ganga til nýrra Lögþingskosninga. Þetta var samþykkt —- eftir langar og miklar deilur — af fulltrúum stjórnmálafélaga þessara tveggja flokka á fundi í Tórshavn 1. okt. Eftir þingrofið sendi danska stjórnin pólitíska sendinefnd til Fær- eyja á eimskipinu ,,Hróari“. Fólkaflokkurinn og Sjálfstjórnarflokk- urinn hafði viðræður við þessa nefnd, en með því að Danir vildu ekki viðurkenna að landsforræði væri komið í hendur Færeyinga með þjóðaratkvæðagreiðslunni, lauk viðræðunum án nokkurrar niðurstöðu. Réttur Dana? Atti danska stjórnin rétt eða heimild til þess að rjúfa þing? Þetta verður efalaust deilumál Dana og Færeyinga, og sýnist sitt hvorum. Sjónarmið Færeyinga eru í stuttu máli þessi: Það verður ekki dregið í efa að úr því að danska stjórnin hefur tvisvar —- fyrst í tilboði sínu við færeysku sendinefndina í Kaupmannahöfn og síðan með því að samþykkja efni og form þjóðaratkvæðagreiðslunnar — lofað Færeyingum að þeir geti fengið skilnað frá Danmörku, þá er þetta loforð bindandi og verður ekki aftur tekið. Og loforðið skuldbind- ur ekki aðeins þá ríkisstjórn sem nú situr, heldur sjálft danska ríkið. Formlega voru ákvæðin um þjóðaratkvæðið fœreysk lög, en að ejni til voru þau þjóðréttarlegur samningur tveggja aðilja, Fær- eyja og Danmerkur. Lögþingið gerði þennan samning af hálfu Færeyja, danska stjórnin af hálfu Danmerkur. Danir buðu Færey- ingum sjálfstæði og skilnað, og Færeyingar tóku því. Hefðu Fær- eyingar tekið danska tilboðinu (stjórnarfrumvarpinu), hefði átt að fara með málið að reglum dansks ríkisréttar. En Færeyingar kusu skilnað við dönsku ríkisheildina, og því eru þeir aðeins háðir ákvæðum þjóðaréttar, og allur danskur ríkisréttur kemur þeim að því leyti ekki við. Danska stjórnin getur ekki tekið tilboð sitt aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.