Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 62
300 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dæmi væri laust til umsóknar í annað sinn. Hann fékk einhvers konar æðri vísbendingu um hann væri réttur maður í þessa stöðu, hvort heldur það nú stafaði af rómantískum hljómi nafnsins Veder- sö eða af því, að vinur hans hafði vakið athygli hans á sérkenni- legri og stórbrotinni náttúru Vestur-Jótlands og mannkostum fólks- ins og guðhræðslu. Kaj Munk skrifaði sóknarnefndinni og sagðist bráðlega verða guðfræðikandídat og geta vel hugsað sér að verða prestur í Vedersö, „ef húsaskipun á prestssetrinu væri í fjórum álmum“. Þremur dögum síðar kom það svar, að húsin á prests- setrinu væru í þremur álmum og því næstum í samræmi við óskir hans, og varð það þá úr, að Kaj Munk skyldi halda reynslupré- dikun sína á nýjársdag. Þannig varð Kaj Munk prestur í þeirri sókn, sem varð starfssvið upp frá því og jafnframt varð honum ímynd allrar Danmerkur. 1. júní 1924 hélt hann innreið sína í Vedersö. Hann, sem var lík- astur þvengmjóum flækingsstúdent, lotinn í herðum og veiklulegur í útliti, var nú orðinn prestur og gaf sig brátt allan að embættis- störfum. Hann heimsótti gamalmenni og sjúklinga, prédikaði, rök- ræddi og tók fólk tali, hristi af sér stúdentsrykið, lærði að fara með byssu og varð fyrr en varði góð skytta. En hann sneri samt ekki baki við ritstörfunum í nýja umhverfinu. í tómstundum lauk hann við leikritið um Heródes („En Idea- list“) og sendi það Konunglega leikhúsinu undir dulnefni. Leikritið var endursent, það þurfti að stytta það. Kaj Munk varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Væri leikritið of langt, því skyldu þeir þá ekki geta leikið það á tveimur, jafnvel þremur kvöldum Hann endur- samdi samt leikritið í styttri mynd, og fór um leið sjálfur til Kaup- mannahafnar til þess að tala við ritskoðara Konunglega leikhúss- ins, Hans Brix prófessor. Þetta viðtal, sem hófst á því, að Kaj Munk gekkst við faðerni leikritsins, varð upphaf einlægrar vin- áttu þessara gagnólíku manna og merkilegrar samvinnu óstýriláts skálds og gagnrýnanda, sem í senn skildi hann og vildi honum vel. Erfitt er að gizka á, hvað tengdi þá saman annað en aðdáun hvors tveggja á hinum, enda þótt hún væri oft blandin hvassri gagn- rýni. Benda má þó á, að báðir voru þeir nokkuð einmana um þetta leyti og þóttust ekki bera úr býtum þá viðurkenningu, sem þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.