Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Side 62
300 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR dæmi væri laust til umsóknar í annað sinn. Hann fékk einhvers konar æðri vísbendingu um hann væri réttur maður í þessa stöðu, hvort heldur það nú stafaði af rómantískum hljómi nafnsins Veder- sö eða af því, að vinur hans hafði vakið athygli hans á sérkenni- legri og stórbrotinni náttúru Vestur-Jótlands og mannkostum fólks- ins og guðhræðslu. Kaj Munk skrifaði sóknarnefndinni og sagðist bráðlega verða guðfræðikandídat og geta vel hugsað sér að verða prestur í Vedersö, „ef húsaskipun á prestssetrinu væri í fjórum álmum“. Þremur dögum síðar kom það svar, að húsin á prests- setrinu væru í þremur álmum og því næstum í samræmi við óskir hans, og varð það þá úr, að Kaj Munk skyldi halda reynslupré- dikun sína á nýjársdag. Þannig varð Kaj Munk prestur í þeirri sókn, sem varð starfssvið upp frá því og jafnframt varð honum ímynd allrar Danmerkur. 1. júní 1924 hélt hann innreið sína í Vedersö. Hann, sem var lík- astur þvengmjóum flækingsstúdent, lotinn í herðum og veiklulegur í útliti, var nú orðinn prestur og gaf sig brátt allan að embættis- störfum. Hann heimsótti gamalmenni og sjúklinga, prédikaði, rök- ræddi og tók fólk tali, hristi af sér stúdentsrykið, lærði að fara með byssu og varð fyrr en varði góð skytta. En hann sneri samt ekki baki við ritstörfunum í nýja umhverfinu. í tómstundum lauk hann við leikritið um Heródes („En Idea- list“) og sendi það Konunglega leikhúsinu undir dulnefni. Leikritið var endursent, það þurfti að stytta það. Kaj Munk varð fyrir mikl- um vonbrigðum. Væri leikritið of langt, því skyldu þeir þá ekki geta leikið það á tveimur, jafnvel þremur kvöldum Hann endur- samdi samt leikritið í styttri mynd, og fór um leið sjálfur til Kaup- mannahafnar til þess að tala við ritskoðara Konunglega leikhúss- ins, Hans Brix prófessor. Þetta viðtal, sem hófst á því, að Kaj Munk gekkst við faðerni leikritsins, varð upphaf einlægrar vin- áttu þessara gagnólíku manna og merkilegrar samvinnu óstýriláts skálds og gagnrýnanda, sem í senn skildi hann og vildi honum vel. Erfitt er að gizka á, hvað tengdi þá saman annað en aðdáun hvors tveggja á hinum, enda þótt hún væri oft blandin hvassri gagn- rýni. Benda má þó á, að báðir voru þeir nokkuð einmana um þetta leyti og þóttust ekki bera úr býtum þá viðurkenningu, sem þeim

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.