Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1946, Blaðsíða 35
LÝÐRÆÐI 273 ef stríðslukkan hefði hneigzt í þá áttina, sem fyrr nefnd auðborg- arastétt vonaði og trúði lengi vel, eða þar til straumhvörfin urðu á vígvöllum hins marghataða Rússlands. En vér erum bissnessmenn og seljum því umsvifalaust á dollara það, sem ekki selst lengur á mörk. Slík verzlun mundi einnig vera stórlega ábatavænleg í öðru tilliti, því að hver veit, hversu langt þess yrði að bíða, að sósíalismi kæmist hér á með lýðræðislegum kosningum, svo mjög sem verk- lýðshreyfingunni og hinni sósíalísku stefnu hefur aukizt fylgi síðast liðin ár. Alþýðustjórn á íslandi er sú raunverulega hætta, sem að auðborgarastéttinni steðjar, þó að Rússlandsgrýla sé höfð að yfir- varpi, af því að alþýðunni stendur vitanlega engin ógn af yfirráð- um sjálfrar sín. Og með bandarísku áróðursauðmagni ætti að mega hindra slíka þróun eða þá með bandarískum lögreglukylfum, ef ekk- ert annað dygði til. Þeir forystumenn hinna borgaralegu lýðræðis- flokka, sem selja vilja landið á leigu (það er að segja flestir af for- ystumönnum þessara þriggja flokka),* fara yfirleitt ekki dult með þá von sína, að bandarískt auðvald, sem hér hefði herstöðvar og réði þar með lögum og lofum, mundi aftra því með illu eða góðu, að sósíalistaflokkur næði hér meiri hluta á þingi og í stjórn. Lýð- ræði er að vísu gott, á meðan hinir borgaralegu flokkar geta tryggt pólitísk yfirráð sjálfra sín samkvæmt leikreglum þess, en undir eins og hilla tekur undir þann möguleika, að þeir verði í minni hluta samkvæmt þessum leikreglum, skulu þær ekki lengur í gildi, þá skal jafnvel ekki skirrzt við að leita á náðir erlends valds. Nú er það að * Síðan þetta var skrifað, hafa gerzt þeir atburðir, er sýna, að það er sízt ofsagt, sem fullyrt er í þessu svigainnskoti. I sumar fellir meiri hluti Alþingis- fulltrúa tillögu um að krefjast brottfarar Bandaríkjahers, sem þá situr með ólögum á íslandi, og nú í haust drýgir þingmeirihlutinn það, sem þó er hundr- að sinnum svívirðilegra, — samþykkir að löggilda hinar ólöglegu herstöðvar útlendinga hér á landi og semja af Islendingum landsréttindi með samningi, er orðið gæti þjóðinni ennþá háskalegri en Gamli sáttmáli og kynni meira að segja að verða til þess að kalla kjarnorkusprengjur yfir höfuð landsbúa, ef til styrjaldar kæmi. Þennan glæp fremur meiri hluti þeirra þingfulltrúa, sem hétu því hátíðlega fyrir kosningar í sumar, að þeir mundu aldrei fallast á neins konar afsal íslenzkra landsréttinda. Er hugsanleg sorglegri staðfesting þeirrar gagnrýni á hinu borgaralega yfirstéttariýðræði, sem fram hefur verið sett í þessari ritgerð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.