Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR horfa, sagði ég. Já ég veit þér trúið mér ekki, og þetta er líka eftilvill eitt meðal hins fáa yfirnáttúrlega í heiminum, að á íslandi fljúga allir: sjómenn fljúga í verið, kaupakonur fljúga í kaupavinnu, gamlar konur fljúga þegar þær hætta að geta geingið, lömbin fljúga þegar verið er að hafa fjárskifti — þessar litlu brosmildu skepnur taka sig jarmandi uppí tvö þúsund metra hæð yfir Vatnajökul; á íslandi fljúga jafnvel gul- rófurnar austanúr Oræfum á haustin: morötter, kálrabbi . . . Og um það leyti sem maðurinn kom, sem ég ætlaði að finna, þá hélt þessi stúlka sig hafa heyrt eina mestu lygasögu ævi sinnar, samansetta af rithöfundi handa henni sérstaklega og án endurgjalds. Vegir og viský Ég hitti írskan mentamann sem hafði verið á íslandi. Hann sagði að íslendíngar og írar væru líkir í því að þeir héldu hvor um sig að land sitt væri miðdepill alheimsins. Þrent hafði honum líkað vel á íslandi: vatn, loft og kaffi; tvent væri það sem íslendíngar ekki kynnu, annað var að drekka whisky, það drykkju þeir einsog þegar börn væru að drekka mjólk, þángað til þeir væru farnir að veifa með handleggjunum einsog menn sem eru að slá þýfi, og tala hver við annan með raddstyrk einsog þeir væru að ræða við heyrnarlausa ömmu sína; hitt sem þeir virtust ekki kunna var akstur bíla, hann hafði víða farið en aldrei séð menn aka bílum jafnruddalega, hélt því fram að íslendíngar mundu vera verstu bílstjórar í heimi, tók þó lángleiðabílstjóra á akureyrar- leiðinni undan. Ég hef oftar heyrt útlendínga undrast hvað við íslendíngar ækjum bílum klaufalega, og stundum verið að að hugsa um í hverju það lægi. Ég held að ástæðan sé sú að vegir á íslandi eru mun verri en á öðrum löndum þar sem tíðkast að almenníngur aki bílum. Utlendíngi blöskrar að sjá okkur aka í þriðja gíri á vegum eða réttara sagt óvegum svo furðulegum, að þar mundi aungvum erlendum ökumanni koma til hug- ar að fara öðruvísi en í fyrsta. Okkar vegir eru yfirleitt ekki gerðir þeim farartækjum sem hér eru notuð, þeir eru nokkurskonar abstrakt- vegir, og virðast ekki nema að litlu leyti hugsaðir með tilliti til um- ferðarinnar. Ef við ættum að aka þá einsog útlendíngar mundu aka á samskonar vegum, væri það sama og taka upp aftur lestagáng á ís- landi. Á þjóðbrautum Evrópu og Bretlandseya er óðar sett upp hættu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.