Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Side 107
ANNÁLL ERLENDRA TÍÐINDA 97 ingarnar árangri. En vonda vöru gerum við aldrei útgehgilega, hversu góð sem aug- lýsingastarfsemin er.“ Og New York Times skrifar í byrjun þessa árs erfimælin um hinn pólitíska áróður Bandaríkjastjórnar, er blaðið lýsir innanlandshögum Frakk- lands á þessa leið: „Það eru andkommúnistarnir, sem hafa haft flest áróðursvopnin og hafa beitt þeim með eins mikilli leikni og kostur var á. En mennirnir geta hvorki borðað áróður né klæðst honum, og ekki heldur leitað húsaskjóls í honum, hversu' vel sem hann kann að vera úr garði gerður í Washington. Hvernig væri annars hægt að skýra það, að andstaða vinstri manna harðnar, þrátt fyrir yfirgnæfandi vald andkommúnista í blöðum, kvikmyndum og útvarpi? Það nær engri átt að blekkja almenning Ameríku með villandi skýrslum um sigra á kommúnistum, þegar þeim fylgja reglulega játningar um ósigra vora í baráttunni við kommúnista.“ Hin pólitísku vonbrigði, er Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðasta ári hafa sýni- lega vakið marga áhrifaríka og volduga Bandaríkjamenn til umhugsunar um það, hvort það svari kostnaði að heyja öllu lengur hið kalda stríð við „kommúnismann“, að minnsta kosti í því formi, sem það hefur verið háð. Ef slík hugarfarsbreyting yrði almenn með valdamönnum Bandaríkjanna, væri mikið unnið. Því fyrr sem Bandaríkin skilja, að þau verða að sætta sig við að búa i tvíbýli á hnettinum með „kommúnismanum", að friðsamleg samskipti auðvalds og sósíalisma eru æskileg og möguleg, því bjartara verður yfir framtíð alls mannkynsins á komandi árum: Hin mikla friðarhreyfing, sem getið var í upphafi þessa máls, grundvallast á þeirri sannfæringu, að kostur sé á að skipa svo málum þessara tveggja heimsafla, auðvalds og kommúnisma, að þau rífi ekki hvort annað á hol í átökum, er gætu stefnt sjálfri tilveru mannkynsins í tvísýnu. II Indland og indversku kosningarnar Um fjögurra mánaða skeið hafa farið fram kosningar í næst fjölmennasta ríki- veraldarinnar, Indlandi. Um 180 milljónir manna eru þar á kjörskrá, og þetta eru fyrstu almennu kosningamar í sögu landsins. Furðu hljótt hefur verið um þessar kosningar, og það var ekki fyrr en nokkuð var liðið á þær og úrslitin tóku að verða kunn, að menn í Evrópu og Ameríku fóru að leggja við hlustimar. Hinir furðulegu sigrar kommúnistaflokksins indverska og samfylkingar þeirra, er hann hefur forystu fyrir, hafa enn á ný staðfest þá staðreynd, að hin alþýðlega hreyfing kommúnismans í Asíu er í nýrri sókn. Um langan aldur hefur Indland þótt slíkt hnoss, að það hefur verið draumur mestu sigurvegara sögunnar að eignast það að herfangi, Alexanders mikla og Napóleons mikla. Óbreyttir brezkir kauphöndlarar urðu þó hlutskarpastir í keppn- inni um Indland, og á 19. öld var það kallað fegursti gimsteinninn í kórónu Bretakonungs. Bretar stjórnuðu þessu mikla landi í hartnær 300 ár og slepptu ekki tökum á því fyrr en í fulla hnefana. Sagan kann tæplega að herma frá æm- lausari viðskilnaði drottnandi ríkis við nýlendu sína. Bretar unnu það afrek að Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1952 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.