Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1952, Page 110
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Á undan fundi Atlanzhafsráðsins höfðu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands rætt í London við Adenauer, kanzlara Vestur-Þýzka- lands. Af tilkynningum þeim, sem gefnar voru út eftir þennan ráðherrafund, var Ijóst, að ekkert samkomulag hafði náðst um mikilvægustu rilálin: Evrópu- herinn og eftirlitið með endurvopnun Þýzkalands. Það var því engin furða, þótt hinn kanadíski formaður Atlanzhafsráðsins varaði menn við því í byrjun fundarins að gera sér of bjartar vonir um árangur af ráðstefnunni. Sú hefur og orðið raunin á, að þessi varnaðarorð voru ekki út í bláinn mælt. Eftir tveggja daga umræður var samþykkt að stofna Evrópuher, er Vestur- Þýzkaland skyldi taka þátt í. Þó var það tekið fram, að Frakkland mundi ekki geta lagt fram 14 herfylki, heldur aðeins 12, en hertillag Vestur-Þýzkalands var ekki ákveðið að fullu. Einnig tókst að berja saman samþykkt um það, að Vestur- Þýzkaland skyldi hafa atkvæöisrétt og neitunarrétt í Atlanzhafsbandalaginu þótt það sé ekki meðlimur þess, og nær réttur þessi til allra mikilvægra ákvarðana í sambandi við Evrópuherinn. Vestur-Þýzkaland virðist þannig vera komið hálft inn í Atlanzhafsbandalagið, þótt smeygja verði því inn bakdyramegin. Atlanzhafsráðið samþykkti að koma sér upp 50 herfylkjum í Vestur-Evrópu fyrir árslok 1952, og flugherinn skal aukinn svo, að bandalagið hafi um 4000 herflugvélar búnar til þjónustu. Þá var einnig samþykkt, að herafli í Vestur-Evrópu skyldi nema 100 her- fylkjum í árslok 1954. Þegar samþykktir Lissabonráðstefnunnar urðu kunnar var það flestra manna mál, að þær væru alveg út í hött og fjarri öllum veruleika. Eitt er að samþykkja herfylkjafjölda Vestur-Evrópu og endurreisn þýzka nazistahersins, annað er að framkvæma samþykktirnar. Hið gamla brezka íhaldsblað Times skrifaði óvenju skorinoröan leiðara um Lissabonsamþykktimar og komst m. a. svo að orði: „Orðalag hennar (þ. e. Lissabontilkynningarinnar) virðist næstum vera viljandi valið vegna tvíræðni sinnar — það er að öðru leyti meiningarlaust. Sennilega hef- ur tilkynningin ætlað sér að orka á einhvern, en hún mun ekki vaxa Rússum í augum, sem vita vel, hvemig málunum er í raun réttri komið, og eru svo hyggnir, að þeir skilja, að sérhver raunvemleg áætlun um raunveruleg herfylki er ekki birt.... Ef til vill hefur tilkynningunni verið æt'að að hafa áhrif á sjálf Evrópu- löndin, sem munu finna, að eitthvað sé gert svo um munar og réttlæta megi byrðar þeirra og útgjöld. Til allrar óhamingju mun tilkynningln hafa öfug áhrif með því að skapa óraunhæfa öryggistilfinningu. Þótt tilkynningin eigi aðeins að hafa áhrif á ameríska þingiö — og liún er öll með amerískum blæ — mun hún tæpast ná tilgangi sínum, því að viðbrögðin munu að sjálfsögðu verða snögg, er ameríska þjóðin kemst að þeirri niðurstööu, að hin 50 herfylki, sem lofað er, em í raun og veru ekki 50 herfylki, og nauðsyn- kgt verði að ausa út meiri peningum og leggja meira á sig, ef Evrópa á að kenna öryggis." Og blaöið lýkur þessum leiðara, sem ber nafnið Vofuherinn á þessa leið: „Höfundar áætlunar þessarar vita í raun og veru ekki hvað þeir vilja né hvað þeir þurfa.“ Það er ekki venjulegt, að hið brezka íhaldsmálgagn sé svo hvassyrt við pólitíska
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.