Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1954, Qupperneq 80
190 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sést, hvert krókurinn beygist, þegar skáldið hefur hafnað gylliboðum guðs og mammons, segir svo: Ég sneri til hins lúna, þjáða lýðs. Mitt líf, mitt starf, mitt vit ég helga þér. I þessari bók eru nokkur ættjarðarkvæði, t. d. 17. júní 1944 og Island, býsna þróttmikil kvæði, en hezt lætur Kristjáni enn að yrkja um bemskustöðvarnar. Bezta kvæði bókarinnar er máski Mín gamla œskusveit. í næstu ljóðabók, / þagnarskóg 1948, er Kristján orðinn innhverfari en áður og yrkir meira um persónulega reynslu en umhverfið, eins og reyndar bar nokkuð á í næstu bók á undan, t. d. í fyrstu kvæðum bókarinnar: Hver skilur þau rök? og Hver er ég? I þagnarskóg eru mörg veigamestu og beztu kvæði Kristjáns fram að þessu, t. d. HiS þögla hús, AS veturnóttum, Flóttinn, ÞaS nálgast og Vagn draumsins, sem er rismikið kvæði. Síðasta erindi kvæðisins, AS veturnóttum, er gott dæmi um kjarn- yrt mál og haglega notkun ömefna líkt og hjá Jóni Helgasyni í Áföngum og víða bregður fyrir í ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar: Ég bið ekki um vægð þína, vetur. Nei, volduga stórhríð og hvínandi rok. Lát helföla mjallþekju hylja haustgulra laufhlaða fok og þyrlast um skriður Kaldbaks og Kinnar, um Kjalveg, Bláfjöll og Ok. Kvæðið, Slysaskot í Palestínu, er gott dæmi um hnitmiðað form og hvassyrt skeyti, sem hittir beint í mark. Ekki þarf að taka það fram, að Kristján byggir á traustum grunni íslenzkrar Ijóð- hefðar án þess þó að vera um of háður nokkrum fyrirrennara sinna. Traust skap- höfn lians setur persónulegan blæ á kvæðin. í síðasta kvæði þessarar bókar kveður hann upp úr um afstöðu sína til Ijóðformsins: Hornsteinn míns lífs er ljóðið með stuðlum og rími. Lék það á tungu, söng það í huga mér. Á honum ég skýjaborgir í bernsku reisti um bækur, sem frægð og vinsældir ynnu sér. Og ef nú í dag, þó hver borg sé löngu brunnin, ég byggði á ný, mun hann lagður fyrstur í grunninn. Þessi bók kom einmitt út, þegar hið rímlausa form var að byrja að ryðja sér til rúms. Hafi einhvem tíma hvarflað að Kristjáni að loka sig inni í fílabeinsturni í þagn- arskógi, kanna þar hinztu rök tilverunnar, kafa í djúp undirvitundar sinnar og miðla svo öðrum af reynslu sinni með torræðum orðasamböndum, eins og hefur ver-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.