Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 35
„STÖKKIÐ MIKLA“ í KÍNA kolaframleiðslan tvöfaldaðist og vel það, framleiðsla véla til stóriðnaðar jókst um 120% og framleiðsla á vefnaðarvörum um allt að 30%. Eins og sjá má af þessum tölum er langmest áherzla lögð á þungaiðnaðinn. (Sumar þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, eru áætlunartölur í lok þriðja ársfjórðungs 1958, svo endanlegar niðurstöðutölur hafa getað breytzt nokkuð og þá efalítið frek- ar til hækkunar). 1 iðnaðinum hafa verið unnin stórvirki, sem ekki eiga sér neilt fordæmi. 1 landbúnaðinum hafa þó gerzt enn furðulegri tíðindi. Á síðastliðnu ári varð framleiðslan á korni tvöfalt meiri en árið áður og bómullarframleiðslan meira en tvöfaldaðist og er þá orðin meiri en öll bómullarframleiðsla Bandaríkj- anna. Árið 1957 var kornframleiðslan í Kína tæplega 300 kg. á mann, en á fyrra ári komst hún upp í 375 miljónir lesta eða 550—600 kg. á mann. Ef uppskeran ykist enn um 45 % eða svo, yrði framleiðslan um 800 kg á hvert mannsbarn. En það er einmitt það mark, sem Kínverjar höfðu sett sér fyrst um sinn og gerðu ráð fyrir að það mundi laka mörg ár. En þegar því marki er náð, hefur Kína komizt jafnfætis þeim löndum, sem lengst eru komin í land- búnaði, að því er snertir kornframleiðslu á mann. Þegar ég var í Kína, var ekki búizt við að þessu marki yrði náð fyrr en eftir 2—3 ár, þótti að minnsta kosti varlegra að gera ekki ráð fyrir að það tæki skemmri tíma, en nú herma fréttir, að keppt verði að því að auka framleiðsluna enn um 40% þegar á þessu ári, og skortir þá lítið á að þeir hafi náð því, sem þeir ætluðu sér fyrsta sprett- inn. Þetta er meiri kornframleiðsla en Kínverjar þurfa á að halda til mann- eldis, og verður þá hægt að nota meira til skepnufóðurs, svo að hægt verði að snúa sér að því að auka kjöt- og mjólkurframleiðsluna og jafnframt leggja miklu meiri áherzlu á framleiðslu hráefna til iðnaðar. í sumar var áætlað, að eftir 2—3 ár yrði kjötframleiðslan orðin 50 kg. og bómullarframleiðslan 10 kg. á mann. Sennilega eru þessir frestir orðnir úreltir núna, svo að gera má ráð fyrir að þetta geti tekizt á skemmri tíma. Víxláhrifin milli landbúnaðar og iðnaðar munu verða til þess að braða mjög þróun beggja. Ef maður spyr bændurna í þorpunum hvað þá vanhagi helzt um, eru þeir fljótir til svars: Okkur vantar traktora, flutningavagna, raf- stöðvar og áburðarverksmiðjur. Jafnskjótt og iðnaðurinn verður fær um að verða við kröfum bænda að nokkru ráði, mun landbúnaðurinn á ný taka stórt stökk fram á við, ennþá stærra en nú. Hins vegar er aukning landbúnaðar- frainleiðslunnar nauðsynleg undirstaða fyrir stóriðnaðinn. Frá landbúnaðin- um þarf hann að fá nauðsynleg hráefni, mannafla og matvæli. Á fárra mánaða fresti verður að breyta kjörorðunum. Svo fljótt úreldast 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.