Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Blaðsíða 103
UMSAGNIR UM BÆKUR A. S. Makarenko: Vegurinn til líísins I—II Jóhannes úr Kötlum þýddi. Reykjavík, Heimskringla 1958. ECAit ég hóf að lesa „Veginn til lífsins“, hafði ég ekki alls fyrir löngu farið gegnum annað rit úkraínsks höfundar, „Hetjuraun" Ostrovskis, bókina um dáðir þeirrar æsku sem fyrst allra gat borið heiti sovét-æsku. Ég kemst varla hjá að geta þessa hér, því að vart mun hægt að hugsa sér ólíkara andrúmsloft en í þessum tveim bókum — á flestan hátt — endaþótt báðar fjalli. að mestu um sömu kynslóð í sama landi, og báðar eigi það sameiginlegt að vera persónuleg heimildarrit um byltingu og eftirköst hennar. — Þar sem „Hetjuraun" greinir frá fórn og sigri framsækinna afla, sem að vísu gátu háð beinskeytt innbyrðis- stríð, en voru þó í eðli sínu jákvæð hlið byltingarinnar, þá sannar „Vegurinn til lífs- ins“, að til var einnig í landinu annars kon- ar æska — harla fyrirferðarmikil að hófða- tölu — og bein andhverfa þeirrar sem Ost- rovski segir frá. Það var sá heillum horfni æskulýður, sem ýmist sakir aldurs eða upp- runa varð að sannkölluðum vonarpening og nánast hættulegu afli í þjóðfélaginu: umkomulaus, rótslitin, jafnvel gjörspillt æska, fákunnandi og harla skilningssljó á það sem var að gerast. — Að líkum lætur, að bók eins og „Vegurinn til lífsins“ hefði aldrei verið skrifuð, ef alls ekki hefði verið um slíka umkomuleysingja að ræða. Bók um þann lýð hefði einnig orðið öðruvísi — og sennilega mátt bera annað heiti — ef ekki hefðu verið tiltækir á réttum stað og stundu menn og mannvinir slíkir sem höf- undur hennar; en af sjálfu leiðir jafnframt, að fleiri ágætismenn en hann hafa lagt hönd á plóg í sama ræktarreit árin eftir byltinguna. „Vegurinn til lífsins" er sem sagt bók um skuggahliðar fyrstu sovétæskunnar, — en þó einkum um hitt, hvernig þeim skugg- um var útrýmt og vandamálin yfirunnin af markvissum dugnaði, einbeitni og fórnar- lund — og með ljósi aukinnar þekkingar til handa þeim fáfróðustu og aumustu meðal þeirra, sem erfa skyldu landið. Það er meira en lítið ánægjulegt, að jafn hreinskilin bók sem þessi skuli hafa verið samin um eitt af mörgum vandamálum byrj- unarára ráðstjórnarinnar; beimildarrit frá fyrstu hendi um baráttu við eina þá hættu- legustu meinsemd, er um getur í þjóðfélagi: spillingu og eymd viss hluta æskunnar ■— og að í ljós skuli m. a. koma á sannfærandi liátt, að sú barátta var ekki með öllu laus við innbyrðis átök þeirra sem leysa áttu vandann. Hreinskilnin varðandi t. d. þetta atriði, sem Makarenko er svo eiginleg, er meðal stærstu kosta þessa ritverks; en þeir eru svosem fleiri, og drep ég á nokkra þeirra síðar. Hér er ekki rúm til að rekja söguþráð bókarinnar nema í megindráttum: Uppeld- isfræðingnum Antoni Semjonóvitsj Maka- renko er falið að grundvalla og sjá um stofnun fyrir heimilislaus vandræðabörn — og hann stendur uppi í byrjun bókar með svo gott sem tvær hendur tómar. Honum er lagt til afdankað heimili munaðarleysingja, frá því fyrir byltingu; það er húsakostur- inn. Með aðstoð tveggja kennara og roskins bústjóra tekur hann við ábyrgðinni og upp- eldisstarfinu. Honum eru í fyrstu sendir að- eins sex vandræða-unglingar, en byrjunin er nógu örðug þótt ekki séu þeir fleiri. — Síðan spinnst sagan, ærið viðburðarík og margbreytileg. Stig af stigi er komizt yfir örðugustu hjalla í samskiptum æskufólks- ins og uppalendanna innbyrðis. En afstað- an til umhverfis og þjóðfélags er engu minna vandamál. Einnig það leysist. Upp- alandanum Makarenko virðist ekkert ómátt- ugt í viðureign sinni við erfiðleikana — 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.