Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ing fyrir hann, en jafnframt gat þar að líta myndir af geysi-víðáttumikl- um og blómlegum kornökrum og stór- stígum efnahagslegum framförum sem ekki urðu til að varpa rýrð á Rússland. Hvert liggur leið þín, Ind- land?“ spyr Ole Björn Kraft með spá- mannlegum þyngslum fyrir brjósti. Og hann heldur áfram: „Baráttan um Indland verður háð um sál Ind- lands, hvort sem vesturveldin vilja nú viðurkenna þá staðreynd, hún hefur úrslitaþýðingu. Efnahagsleg aðstoð dugir ekki. Guðlaus kommúnismi mun bera sigurorð af guðlausum kapítalisma. Hann stendur Indverj- um að mörgu leyti nær hjarta ... En heimsókn Siðvæðingarinnar hefur að mínu áliti orðið til þess að Indverjar sjá nú Vesturveldin í öðru — og heppilegra ljósi.“ Þannig er ljóst hver er hin eigin- lega stefna siðvæðingarmanna. Hún á lítið sem ekkert skylt við þá dýrðar- gloríu og engilsásjónu sem MRA- mönnum er svo tamt að skreyta sig með. Því síður þjónar hún þeim göf- uga tilgangi sem sumir áhangendur Buchmans höfðu í fyrstu hrifizt af. Moral Re-Armament-hreyfingin er beint áframhald af svonefndri Ox- ford-hreyfingu. Norðmaðurinn Sverre Norborg ritar eftirfarandi lýs- ingu á hreyfingunni í bók sinni „En eiendommelig Verdensvekkelse“ sem kom út í Osló árið 1934: „Hún (þ. e. Oxford-hreyfingin) rekur enga auglýsingastarfsemi og er ekki skipulögð, hún byggist ekki á ofsa né stórorðum alþjóðaráðstefn- um og er ekki rekin eftir neinni áætl- un (program). Hún er ekkert annað en tilraun til að flytja kristindóm Nýja testamentisins inn í líf einstakl- inga svo öll breytni manna mótist af honum.“ Þeir sem sótt hafa þaulskipulagðar ráðstefnur siðvæðingarmanna í Caux og Mackinac-eyju, kýlt vömbina á dýrindiskrásum og kræsingum og orðið fyrir barðinu á linnulausum á- róðri gestgjafanna, hafa lítið orðið varir við þennan kristindóm Nýja testamentisins. Skrumauglýsingar, básúnublástur og áróðursherferðir erindreka um víða veröld er auðvitað ekki liður í neinskonar „prógrammi". Það má segja að aðeins eitt atriðið í lýsingu Norborgs fái staðizt: hreyf- ingin er ekki „skipulögð" í vanaleg- um skilningi. Félagaskrá er ekki til, sjálfir segjast höfuðpaurarnir ekki hafa hugmynd um hversu margir séu í félagsskapnum, stjórn er ekki kjörin né tilnefnd, bókhald fyrirfinnst vita- skuld ekki, nema ef vera kynni á himnum. Buchman og nánustu vinir hans voru einráðir og stjómuðu öllu með sérstökum tilskipunum sem fengnar voru beint frá „Guði“. Þeim nægði að setjast niður hljóða morg- unstund með blað og blýant og áður en varði var boðskapurinn kominn á pappír. Enginn fylgismannanna 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.