Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 33
VÖLUNDARHÚSIÐ Ef menn nú hætta sér inn í koldimmt portið, ganga þar niður nokkur þrep og opna hurð með rúðu sem á stendur Café Flore, er komið inn í ramgerða stofu sem ekki er tiltakanlega stór. Loftið er krosshvelfing. Fá borð, fáir stól- ar. Það er greinilegt, að þetta er ekki sérlega mikið sóttur staður. Útvið einn vegginn fyrir miðju situr frú Grossman alein. Hún er þekkt í völundarhúsinu sem — nú jæja, sem frú Grossman. Hún er ekki húsmóðir þarna, en bersýnilega fastagestur, því þjónninn eða knæpueigandinn eða vinnumaðurinn eða hvað sem sú hryggðarmynd annars kann að vera sýnir henni vissa trúnaðarblandna virðingu. A hvað minnir hún, frú Grossman ? Svo sannarlega, þarna sem hún situr útvið nakinn, bogadreginn vegginn með gas- ljós yfir höfðinu, minnir hún helzt á maríumynd eftir einhvem kunnáttulítinn málara, maríumynd með mjög litfríðum kinnum, mjög rauðum vörum, mjög svörtum augnabrúnum og hvörmum, mjög skærum augum, maríumynd með næstum býzanskan stjarfa í andlitinu, stellingum líkamans og brosinu, eilífa og alltaf sama brosinu. Ekki er hún með nein börn í fanginu, heldur stóran kött. Heilög María völundarhússins og þjónninn, hinn trúi prestur hennar; hún þiggur þjónustu hans án þess að veita henni nokkra athygli. Gimsteinumprýdd- ar hendur hennar sem strjúka kettinum hægt og án afláts og sískimandi augun eru það eina sem hreyfist í þessari mynd. Augnaráðið snuðrar, sýgur, gælir. Það finnur ekki margt til að festa sig við núna innan þessara nöktu veggja. Auk þjónsins og kattarins er hér aðeins ein lífvera önnur, kvenmaður. Hún situr í einu horninu, jafn hreyfingarlaus og maríumyndin, ennþá hreyfingar- lausari. Hún á ekkert af glæsileika maríumyndarinnar eða hinum tigna, næst- um embættislega stjarfa. Líkami hennar er leystur sundur í slappa og vonlausa þreytu. Það er svo augljóst, að hún er ein af þeim sem hafa villzt í völundar- húsinu. Höfuð hennar sem er sveigt langt aftur á bak nemur við steinvegg- inn. Það glyttir í augun undir hálfluktum augnalokunum. Ef þessi augu sjá nokkuð þá er það áreiðanlega ekki annað en skítgrátt rökkrið í götunum, enda- lausar bugður þeirra og dapurlegir skuggarnir. En skörp og kvik augu maríumyndarinnar merkja, að stúlkulíkaminn í þess- um slitna, fátæklega kjól er ungur og ekki með öllu gjörsneyddur þokka. Og nú fer fram svolítið sjónarspil, nauða ómerkilegt og engan veginn neitt óvanalegt á þessum stað. Þjónninn kemur með kaffibolla og brauðdisk handa stúlkunni. Ýtir við öxl henni. Hún rumskar, fálmar eftir lítilli pyngju — á Hótel Flore er alltaf borgað fyrirfram — hristir hana og tæmir úr henni í lófa sinn. Þjónninn telur aurana í snatri, hrifsar þá til sín líka í snatri og tekur 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.